Fálkinn


Fálkinn - 01.04.1960, Blaðsíða 8

Fálkinn - 01.04.1960, Blaðsíða 8
8 FALKINN ★ SMÁSAGA ejtir Peggy N. Speed SHEILA THORP hlustaði með öðru eyranu á hið langa eintal Rey Clays. Hún virtist róleg, gagn- stætt Roy, sem vægast sagt var ókyrr. En undir hinu rólega yfir- borði hennar var ólgandi sjór. — Þú mátt ekki taka þér þetta svona nærri, það getur alltaf kom- ið fyrir, sagði Sheila. Það var eins og hún væri að tala um kaupskap. — Ef þú elskar mig ekki, verður ekkert við því gert. En hún minntist ekki á það eina sem hún óskaði núna — að fá að skríða inn í eitthvert afdrep og bíða dauða síns þar. Þessa stund- ina fannst henni það eina hugsan- lega úrræðið. Hann horfði á hana og virtist forviða. — Eg sagði ekki beinlínis það, sagði hann. — Nei, en svona er það, svaraði Sheila. Hún tók upp hanskana sína og töskuna og bjóst til að fara. Úr svip hennar var ömögulegt að lesa hvað henni bjó í brjósti. — Eg vil komast heim, sagði Sheila. — Ég vona að við getum haldið áfram að verða vinir, sagði Roy. Það fór hrollur um Sheilu er hún heyrði þessa hversdagslegu setn- ingu. Hann vildi auðsjáanlega sleppa sem hægast út úr þessu, og það gat hann því aðeins að hún tæki því stillilega. — Nei, sagði Sheila fastmælt. — Ég held það sé best að við sjá- umst aldrei framar. Hún gekk fram gólfið og Roy varð að fara líka. Það voru mörg aðdáunaraugu sem eltu Sheilu er hún gekk fram að dyrunum. Sheila var ekki hé- gómagjörn, en hún vissi að hún var fatleg — að hún sómdi sér vel, var smekklega klædd. Hún setti sér mjög ákveðnar reglur og ein þeirra var sú, að stúlka sem vinnur fyrir sér sjálf verður að vera vel til fara. Og Sheila var tuttugu og þriggja ára og aðstoðarstúika hjá húsa- meisturunum Wadleigh og Lowe. Þau fengu leigubíl heim til Sheilu, og hún hoppaði út úr hon- um án þess að bíða eftir að Roy kæmi og hjálpaði henni. — Jæja, þetta er kveðja. Hún rétti honum höndina. — Ég. ... ég vil koma inn með þér sem snöggvast. . . . Mig langar til að þú skiljir — hvers vegna ég' dyrum móður sinnar og inn í her- bergið sitt. Þar fleygði hún sér á rúmið og grét. Hvers vegna? Hvers vegna? Allt hafði virsl leika í lyndi. Þegar hann vafði hana örmum hafði hún alltaf verið sannfærð um að þetta væri hin sanna ást, sem mundi endast alla æfi. Hvað hafði hún gert fyrir sér — Ó, Roy, Roy! hljóðaði hún. MORGUNINN eftir klæddi hún sig eins og í leiðslu, burstaði hárið, snyrti andlitið og fjarlægði um- merkin eftir næturgrátinn. Móðir hennar leit upp úr blaðinu. — Þú ert svo frískleg, væna mín. Hérna er heitt te handa þér. Sheila brosti, hún var alltaf frísk- ÞRJÚ STDTT ORÐ . . . . mér þykir leitt að bað skyldi lenda á mér að segja þér þetta, Sheila, sagði Charles Roberts. Htvaö staöaöi aö Sheila rar ialletj* tiufjlefj afj fjáíuö. ítjrsi ntaöuriuu hennar tetiaöi aö fjiirfjeia hana ? .... En hún tók snöggt fram í fyrir honum: —- Ég skil þetta allt svo vel. Og mig langar til að fá að vera ein núna, bætti hún við og bros, sem henni tókst að gera eðlilegt, kom á varirnar. — Láttu mig fá lykilinn, sagði Roy biðjandi. Hann lauk upp. Roy hafði oft sagt í gamni að Sheila vildi alltaf gera allt sjálf, en þetta með lykil- inn var komið upp í vana. — Mér þykir gaman að vera kurteis og nærgætinn við kvenfólk, hafði hann einhverntíma sagt, — eins og til dæmis opna dyrnar fyrir þvi, en þú... . þú... . Sheilu hafði líka þótt vænt um þessa nærgætni og stundum hafði hún verið að velta fyrir sér hvers vegna hún vildi gera allt sjálf. En svona var það nú samt.... Roy hafði opnað dyrnar og rétti henni lykilinn. Hann snart aðeins hönd hennar — það var þögul bón um fyrirgefningu, en Sheila brosti bara. — Góða nótt, Roy — og til ham- ingju! Þarna stóð hann og kom ekki upp nokkru orði, og hurðin féll að stöf- um bak við hana. Og þá loksins gat hann muldraði: „Góða nótt!“ Sheila hallaði sér upp að hurð- inni og hiustaði þangað til Roy var horfinn. Hún þrýsti hendinni að munninum, eins og hún væri hrædd um að hljóða. Hún mátti ekki fara að gráta núna, hún þorði það blátt áfram ekki. Ef hún heyrði eitt vin- gjarnlegt orð frá móður sinni mundi hún ekki standast mátið. En tilhugsunin ein var nóg, tárin hrundu niður kinnarnar er hún læddist fram hjá svefnherbergis- leg í augum móður sinnar. Hún settist við matborðið og móðir hennar snerist kringum hana eins og hún var vön. Maturinn var eins og torfusnepill í dag, en Sheila lét ekki á neinu bera. Móðir hennar tók blaðið aftur, heliti sér í bollann aftur og spurði: — Skemmtir þú þér vel í gær? — Það var ansi notalegt, svaraði Sheila. Hún fékk hjartslátt, bara að hún gæti nú komist út áður en móðir hennar spyrði fleiri spurn- inga. — Það er að sjá að alvara verði úr þessu, sagði móður hennar og brosti. — Úr hverju? — Þessu milli þín og Roys — hann er myndarlegur piltur. — Það er ekkert út á hann að setja, svaraði Sheila eftir dálitla þögn, — en það verður engin al- vara úr því. , Hún stóð upp. — Ég lofaði Roberts að koma snemma í dag. Móðirin hélt áfram að lesa blað- ið og Sheilu létti. Hún leit í speg- ilinn og var ánægð með útlitið á sér. Hún leit út eins og hún átti að sér. En hvaða máli skifti það eiginlega ■*- núna? Hún greip hanskana og flýtti sér að kveðja móður sína. Hún var. nýsest við skrifborðið þegar yfirboðari hennar, Charles Roberts kom inn. — Sælar verið þér, ungfrú Thorp, mikið að gera í dag? Hann lagði stranga með Ijósprentunum á borðið hjá henni. — Nei, svaraði Sheila. — Ég þarf að biðja yður að líta á þessar teikningar, þær eru við-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.