Fálkinn


Fálkinn - 01.04.1960, Blaðsíða 11

Fálkinn - 01.04.1960, Blaðsíða 11
FALKINN 11 ☆ ☆☆ LITLA sagan Sjálfsgagnrýni ☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆ ANNA frænka er mörgum kostum gædd, en hún hefur enga dóm- greind á sjálfri sér. Hins vegar er hún gagnrýnin á okkur. Hún les oft svo mikla reiðilestra yfir okkur, að við verðum að bita okkur í tung- una til þess að svara henni ekki. Því að engin okkar þorir að segja henni til syndanna. Við berum meiri virð- ingu fyrir henni en svo. Og svo er það þetta, að henni hættir ákaflega mikið til að móðgast — það má ekki orðinu halla. Hún er tortryggin og stekkur upp á nef sér hvað sem út af ber, ef það samrýmist ekki sið- gæðislögmáli hennar. Og hún velur sér ekki hin óæðstu sæti. Við mun- um allar hvernig hún hreykti kamb- inn og blés sig út í boðinu hjá Theó- dór frænda, þegar hún var látin sitja við hliðina á húsbóndanum. Við tölum stundum okkar á milli um Önnu frænku, og hvort nokkur leið sé til að lækna hana. Það er að vísu ekki rétt að baktala fólk. En frænka ergir fleiri í fjölskyldunni. Hún er meinyrt og hrokagikkur, og það bitnar á okkur bæði í tíma og ótíma. -t~ Nei, ég þoli þetta ekki lengur, segir Agnes fokreið, þegar Anna er nýfarin úr fjölskylduveldinu hjá Ellu frænku. — Hún hefur engan einkarétt á öllu brjóstviti svo að hún megi segja: ,,Vér einir vitum“. — Mergurinn málsins er sá, að enginn hefur þorað að segja henni sann- leikann. Við erum gungur, allar til hópa. En einhvern tíma skal skella í skoltunum! — Æ, hvað er að heyra þetta, segir mamma hennar. -— Manstu ekki hve hjálpsöm hún Anna var í inflúensunni í haust? Hún stundaði mig svo að segja dag og nótt. Það er satt, að Anna á gott hjarta, einhvers staðar mjög neðarlega, og er skyldurækin og lætur sér annt um þá, sem eiga bágt. Þess vegna höfum við haldið okkur á mottunni hingað til. En hún þykist líka mikil af sjálfri sér. Ef hægt væri að sýna henni hvar Davíð keypti ölið og kyssa hana, án þess að sýna henni beina ósvífni, væri mikið unnið. — Eureka! Nú veit ég það! hrópar Vally, sem er gáfnaljós fjölskyld- unnar og heldur að hún verði Nob- elsverðlaunarithöfundur. — Ég ætla að semja leikrit í Holbergs-stíl, og svo leikum við það hjá Amelíu frænku og Hermanni. Og þá skal Anna frænka fá að sjá sig bráðlif- andi á leiksviðinu. Þetta varð úr . . . Við æfðum undir drep, svo að allt skyldi ganga snurðulaust. Agnes var Anna frænka — í leikritinu hét hún „frú Snússa“. Og þarna var hver einasta romsa Önnu frænku tekin með, og Agnes lék mjög vel — var lifandi eftirmynd Önnu. Allir ætluðu að rifna af hlátri. — Hún verður grútmóðguð og ger- ir mig arflausa, sagði Vally. — Og mig líka, segir Agnes. — En við Framh. á bls. 15. ,5tt5i«í5íitt;5í5Oí5íSíSíSíseeí>5í5WO0í5í}055í5íxsíSíSíSísaíSíSíSíiíítiíSí5ííí5íSíS0íieöí$;s(s;ií5ís;5í5íSíSí5;5«5íSí>«íMSí5í$í5!iíSíi!ií íí o 0 « Zfr Mtrí tferötd it 8 ÍSjúkrahúsin, sem hyggð voru fyrir orð Gianninu Gaslini. Hún er grafin ; í kapellunnit sem sézt á miðri myndinni. t 1 I Veik börn fengu allar milljonimar Einu sinni var lítil telpa með jarpt hár og stór og alvarleg augu. Faðir hennar var margfald- ur milljónamœringur og telpan ólst upp í hvítri höll í fallegum ítölskum bœ. Skrautgarður var krignum húsið, svo fagur, að þeir sem sáu hann, kölluðu hann ald- ingarðinn Eden. Þar lék telpan sér undir umsjá fóstrunnar. Hún átti heima í Genúa. Og hún var svipuð öðfum borgum að því leyti, að þar voru bœði fátœkir og ríkir, — þeir fátœku fleiri. Fyrir handan skrautgarðinn var fátœkrahverfi, þröng, skugga- leg sund og þreytt og hrjáð fólk. Þar var fjöldi barna, sem liðu sult og gengu í lörfum, berfœtt. Barnadauðinn var mikill þarna. Astæðan var hungur og óþrifn- aður. En í hvítu höllinni var að- eins eitt barn, sem hafði nóg af öllu. Faðir riku telpunnar hét Gero- lamo Gaslini. Dóttir hans var augasteinn hans, en annirnar leyfðu honum ekki að sinna henni nema lítið. Hann var alltaf í ferðalögum . . . ; Sund í fátækrahverfinu í Genúa. ! Þar kynntist Giannina börnunum. En svo fór að lokum, að hann varð að láta störfin liggja í lág- inni og sinna dótturinni. Hún var týnd. Allsstaðar var leitað, og ein- hver tók eftir gati á girðingunni og þar sást snifsi af kjólnum hennar. Loks fannst hún sitjandi á óhreinum þröskuldi í fátækra- hverfinu, og fjöldi krakka starði á hana eins og yfirnáttúrlega veru. Eftir sjö tíma leit hafði Giann- ina litla fundizt. Og pabbi hennar var byrstur: — Hvað varstu að vilja út í óhreina hverfið. Ég var dauðhrœddur um þig. Ef þú gerir þetta oftar, skal . . . Lengra komst hann ekki, því að nú tók Giannina fram í: — Þú mátt ekki vera reiður, pabbi. Enginn gerði mér neitt. Mörg börnin eiga hvorki pabba eða mömmu. Svo að ég varð að sinna þeim, skilurðu. Gaslini varð orðfall. Honum var alltaf létt um mál á fundum og þingum, en nú var hann orð- laus. — Elsku telpan mín, stam- aði hann loks. — Þú ert eina barnið mitt, og þú ert allt öðru- vísi en hin börnin þarna . . . Það kom oft fyrir nœstu árin að Giannina hvarf. Svo kom stríð- ið. Eymdin í fátœkrahverfinu varð sárari en áður. Giannina var nú orðin 11 ára og skildi vel hvernig fólkinu leið. Hún hafði ekkert gaman af að vera í stóra garðinum, þegar hún hugsaði til allra þeirra, sem áttu bágt. Hvaða huggun var að lifa í allsnægtum þegar aðrir kvöld- ust. -----í höllinni höfðu ýmsar breytingar orðið. Giannina kom. oft með börn heim með sér. Hún lét lauga þau og gaf þeim ný föt og lét þau vera hjá sér nokkr- ar vikur. Hún sá um þetta sjálf, og þjónustufólkinu blöskraði. Höllin var orðin eins og gesta- hæli. En faðir hennar hafði ekkert við þessu að segja. Þegar'hann horfði í alvarlegu augu dóttur sinnar, varð hennar vilji hans Þetta er sagan af milljóna- mæritignum Gerolamo Gas- lini frá Genúa, sem gaf al- eigu sína til að reisa nítján spítala handa börnum, því aö deyjandi dóttir hans bað hann um það. vilji. En einn daginn sagði liann: -— Þú hefur líklega alveg gleymt mér. Þú hefur breytt heimilinu okkar í sjúkrahœli og hér ganga lœknarnir út og inn til veikra barna. Og ég borgi. Þú lifir aðeins fyrir óhreinu börnin í skuggahvefinu. Þú tekur ekkert tillit til mín. En Giannina hló og settist á hnéð á honum. — Þú ert bezti pabbi x heimi. En ég hef ekki ánœgju af öllu því sem þú gefur mér, þegar ég veit, að önnur börn svelta . . . Gaslini varð alvarlegur. Ein- kennilegt, að heyra 11 ára telpu tala svona. Hún var orðin íhugul þótt ekki vœri hún eldri. FEGURSTA GJÖFIN TIL GIANNINU. En einn morguninn var Giann- ina orðin veik. Hún gat varla Giannina Gaslini. andað. Tveir lœknar voru sóttir og þriðji sérfræðingurinn kom fljúgandi frá Ameríku. Lœknarnir voru alvarlegir. — Þetta var lífhimnubólga, en eins og á stóð, var ekki hægt að skera. Gaslini stóð við gluggann og horfði út í garðinn. — Komdu hingað, pabbi, sagði telpan. Hann sneri sér að henni. — Vertu ekki hrædd, elskan mín, þetta fer allt vel . . . — Já, pabbi . . . — Ég skal ekki fara frá þér. Og ég skal sjá um að börnunum þínum líði vel. Ég skal byggja stórt hús, sem þau geta verið í. Hann lagiðst á hnén við rúm- stokkinn hennar. Barnsröddin var svo veik, að hún heyrðist varla: — Þú ert svo ríkur, pabbi. Hjálpaðu börnun- um — þá líður mér vel. Það er bezta gjöfin, sem þú getur gefið mér . . . Frh. á bls. 15. e it ti loeeacaeooaaoootsaeeoaoaoaooaaeeaoaaaaaaaoooeaeoeoeooaoeoeoíioeoeeeeeeeeooeeaeooeeecoea:

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.