Fálkinn


Fálkinn - 01.04.1960, Blaðsíða 5

Fálkinn - 01.04.1960, Blaðsíða 5
FALKINN 5 — Vitanlega. Morðingjarnir eru Kúrdar en lögreglan tyrknesk. — Þú ert þá á móti öllum Tyrkj- um. Móti Gúnes til dæmis? spurði ég gröm. — Nei, hafðu nú aftur á! Þú mátt ekki stökkva upp á nef þér. En mað- ur verður að reyna að skilja Kúrd- ana lika. Við erum kallaðir villi- menn, og það getur verið eitthvað til í því. Kúrdar hafa alltaf vanizt því að lifa frjálsir og þola engin afskipti, jafnvel eftir að lýðveldi komst á í Tyrklandi. Kúrdar hafa ávallt átt sitt eigið mál og eigið skrifletur. Þessvegna gekk fram af þeim þegar bannað var að kenna kúrdisku í skólunum. Þeir gerðu uppreisn gegn lagaboðinu — og töp- uðu. Pabbi sagði okkur oft frá bylt- ingunni í Lice. Nú er töluð tyrkn- eska í skcftunum en kurdiska heima. Hún mamma hefur aldrei kunnað annað mál. -— Og þú ert sá eini, sem hefur lært? Merkilegt! ERFITT LÆKNISSTARF. Tarik hafði tekið læknapróf í An- kara, þegar hann fór til Parísar til að leggja stund á sérnám. — Ég settist að í Lice og barðist í þrjú ár við að sýna sveitungum mínum hvað ég hefði lært í háskólanum. Það var afar erfitt. Enginn vildi taka mark á mér. Enginn trúði læknin- um, lyfseðlinum var fleygt og fólk neitaði að taka inn meðulin. Og margir höfðu engin peninga fyrir læknishjálp og meðul. Svo að ég varð að borga fyrir sjúklinginn, en ekki öfugt. Allir voru tortryggnir, — en eng- inn þó eins og móðir mín. Það var leiðinlegt þegar hún varð veik og ég hefði getað hjálpað henni með hægu móti. Hún var þrálát eins og erfðasyndin, — og er það enn. Hún fer til imam — prestsins — og bið- ur hann um að lesa yfir kölska — eða til einhvers úfiirúkcú — eins- konar særingamanns, og lætur hann blása sjúkdóminn út úr kroppnum á sér. Ég hef oft orðið fokvondur, þegar hún hefur ekki viljað hafa mín ráð. Ég hef meira að segja lam- MAÐURINN BAK VIÐ ORÐIÐ • 11 TATTERSAL stofnaöi fyrsta „Tattersal" í öllum stórborgum eru til stað- ir, sem fólk getur leigt sér hesta á og fengið tilsögn í að sitja á hesti. Þeir eru kallaðir „tattersal", eft- ir upphafsmanni sínum. — Richard Tattersal var 52 ára og hafði þjónað hertoganum af Kingston 30 ár sem bryti, þegar hann framkvæmdi hugmyndina, sem gerði nafn hans ódauðlegt. Hann var alls ekki ánægður hjá hertoganum. Og einn daginn bað hann um að mega losna úr vist- inni. Hann stofnaði reiðskóla skammt frá Hyde Park árið 1776 og leigði út hesta. Og reisti skála, svo að fólk gat æft reiðlist undir þaki, þegar veður var slæmt. Eftir nokkra mánuði var þetta orðið samkomustaður unga fyrir- fólksins. Sérstaklega voru það meðlimir „Royal Jockey Club“, sem hittust þarna hjá Tattersal, og fólk sagði: „Við förum til Tatt- ersal“ eða „Við sjáumst hjá Tatt- ersal“. Það var líka hægt að fá keypta hesta hjá Tattersal. Og ef einhver þurfti góð ráð og bendingar við- víkjandi hestum og tamningum var Tattersal alltaf boðinn og bú- inn til að hjálpa. Menn fóru með folana sína til tamningar, og þeg- ar þeim datt í hug að kaupa sér hest fóru þeir með hann til Tatt- ersal og létu prófa hann og segja kost og löst á honum. Tattersal varð smám saman eins konar hæstiréttur í öllu, sem snerti reið- hesta. Þegar Tattersal dó árið 1795 höfðu þrír aðrir stofnað reiðskóla í líkingu við hans. En Tattersal hafði samt engin óþægindi af samkeppninni, því að allir treystu honum bezt og hann hafði lag á að hæna, fólk að sér. Eftir að hann dó varð fólk að fara til keppinautanna, en Tattersal- nafnið var orðið svo ríkt í huga fólks, að það kallaði hina reið- skólana „Tattersal“, þó eigendur þeirra hétu allt annað. Og á þann hátt varð nafn brytans, sem gerðist reiðkennari, frægt um alla veröldina. ið hana. Því að undir niðri er ég ekta Kurdi, og þoli ekki að kvenfólk hafi skoðanir. — Hún mamma hefur skælt úti í horni, en hefur aldrei látið undan. Hún verður hjá okkur, því að pabbi hefur sömu bábiljuskoðanirnar og hún. Það er ég sem er flónið, segja þau. Imam og úfurúckii geta læknað þegar muska hrífur ekki. Muska er fyrsta meðalið, sem gripið er til. Það er blaðsnepill, sem Imam hefur skrifað bænarstúf á fyrir borgun. Svona bænableðil fá allir á barns- aldri og um að gera að týna honum aldrei. Bezt er að brjóta hann sam- an í þríhyrning. Svo er tusku dýft í síróp og þurrkuð þangað til hún verður eins og vaxdúkur. Bænableð- illinn er vafinn inn í tuskuna til að verja hann svita og vætu, og fest- ur í band um hálsinn. Þeir ríku láta gera sér silfurnisti um bleðilinn og bera hann í festi um upphandlegg- inn. Þegar ég hafði stritað og barizt Bjarnartrúðar koma í bæinn. Þeir hafa kennt húnunum sínum að dansa, og fá aura fyrir sýningarnar. heima í sveitinni í þrjú ár, gafst ég upp á þessu. Ég gat ekkert notað af því sem ég hafði lært. Engir sjúk- lingar komu, ég varð að heimsækja þá í kofunum. Svo vann ég í eitt ár í Urfa með tveimur læknum, sem kölluðu mig alaturka læknavísind- anna, þ. e. a. s. að ég notaði læknis- listina á tyrkneskan hátt. Þegar ég kom aftur til Lice kunni ég mikils- verðasta heilræði tyrkneskra sveita- lækna: — Þú átt að gera það sem sjúklingurinn segir þér, en ekki það sem þú hefur lært í læknaskólan- um . . . En það er hægra ort en gert. Einn daginn, þegar ég sat og beið eftir sjúklingum, kom Davut þjótandi inn. Davut var ungur nýgiftur bel- jaki. Hann gat varla talað fyrir mæði: — Ufúrúkcu hefur ekki tekizt að lækna konuna mína, og þó hefur hann blásið í fjóra sólarhringa. í morgun fór ég til immam, og hann bað fyrir henni. En henni versnaði. í örvæntingu fór ég til Imam aftur. Hann sagði, að sig hefði dreymt um konuna mína, og að Allah hefði sagt, að enginn gæti læknað hana nema Tarik læknir. Þessvegna er ég hingað kominn. Tarik skríkti um leið og hann sagði þetta. — Svona urðu þátta- skiptin hjá mér í Lice. Og það gat ég þakkað imamnum, sem lét vitið ráða. En hann þorði ekki að taka ábyrgðina á sig sjálfur, en skaut sér bak við Allah. HUGBOÐS-LÆKNING. — Og tókst þér að lækna kon- una? spurði ég forvitinn. — Það er alltaf erfitt að fást við kvensjúklinga, því að maður má ekki rannsaka þá. Davut fór með mig heim og benti á veru, vafða inn í hvítt lak. Konan hrærði hvorki legg né lið og ég sagði Davut að ég yrði að rannsaka hann áður en ég gæti sagt hvað ætti að gera við hana. Maðurinn, móðirin, amma og tengdamamma gláptu óttaslegin á mig. — Hvort ég, karlmannsskepn- an dirfðist .... ? Og meira að segja veika konu! Ég reyndi að gera þeim skiljan- legt, að óhj ákvæmilegt væri að skoða sjúklinginn. Loks var lítil, föl hönd dregin undan lakinu. Ég tók á slagæðinni, en kerlingarnar nöldr- uðu. ■— Æ-æ! Fyrr má nú vera, að vera svona veik — nýgift! Víst var hún veik og ég þurfti að mæla hitann. En það tóku þau ekki í mál. Fjórum sinnum bað ég um að mega láta mælinn undir handarholið á konunni, en því var þverneitað. Læknar geta líka verið þráir og komizt í vont skap. Og það gerði ég. Ég kvaddi í fússi og fór. Ég kenndi í brjósti um konuna, en hvað gat ég gert? Þegar ég ver að snarast á bak, kom Davut hlaupandi og bauðst til að koma mælinum fyrir, ef ég segði honum hvernig ætti að gera það. Ég féllst á það. Ég sneri bakinu að sjúklingnum -— og mælirinn sýndi nærri því eins mörg stig og til voru á honum. En hvað gekk að konunni? Það gat ég ekki vitað nema með rannsókn, sem ég fékk ekki að gera. Davut starði á mig: — Þú verður að lækna hana! — Hvernig fór þetta svo á end- anum? spurðum við Gúnes. — Þau klipptu smágat á lakið, svo að ég gat stungið í hana peni- cillinsprautu. Hugsaði með mér, að það gæti ekki spillt. Og það reynd- ist svo. Davut kom viku seinna og sagði að konan væri á batavegi. Hann og móðir hans þökkuðu bæði Allah fyrir að hann vísað þeim á mig, en við mig sögðu þau ekki svo mikið sem svei þér. — Þú hefur verið svo mikið er- lendis, Tarik, að þú giftist líklega útlendri stúlku einhverntíma. Hvað heldurðu að hún mamma þín segði við því. — Ekki orð, því að hún mundi detta niður dauð á sama augnabliki. Svona fólk eins og þig, með bert andlitið og ekki svo mikið sem klút yfir höfðinu, kallar hún gavur. Hún fyrirgefur þér ekki heldur, að þú ert með bera handleggi og kálfa. — Þá kærir hún sig víst ekki um að ég heimsæki hana? Framh. á bls. 14.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.