Fálkinn


Fálkinn - 01.04.1960, Blaðsíða 15

Fálkinn - 01.04.1960, Blaðsíða 15
FALKINN 15 allan daginn í kaffihúsunum, og fram á nætur. Svo að fjölskyldulífið er bágborið. BLÓÐUG SMYGLARAIÐJA. Fólkið á þessum slóðum er nægju- samt og börnin verða að vinna, ef heimilið á ekki að svelta. En til er atvinna, sem gefur góðan arð, en getur líka kostað lífið: Smygl! Karl- mennirnir, sem eru góðir reiðmenn, fara að næturþeli yfir landamærin til Sýrlands og kaupa vefnaðarvöru, plast og fleira, sem er ódýrt, en fæst varla í Tyrklandi. Kvenfólkið geng- ur með þennan varning undir sjal- inu milli húsa og selur hann. En þegar smyglaranna verður vart, getur orðið blóðugur bardagi, því að báðir aðilar hafa vopn. Þess- ir smyglarar eru fátæklingar, sem stunda iðjuna til að hafa ofan í sig að éta, og allt önnur manntegund en þeir, sem smygla eiturlyfjum og eru að reyna að verða milljónamær- ingar. -----Tigris rennur gegum Diyar- bakir og bakkar fljótsins eru frjó- samir. Það eru til ríkismenn í Aust- ur-Anatolíu. Fólk kallar þá aga, og segir, að þeir eigi mörg þorp. Nafnið er arfleifð frá ottómanríkinu, er höfðingjarnir þágu völd og metorð hjá soldáninum. Ef ríkur maður sendi soldáninum gull, fékk hann í staðinn virðingarnafnið aga. Verka- menn þeirra og leiguliðar voru rekn- ir áfram eins og þrælra. Og titill- inn var arfgegur.. Og þó að þræl- dómur sé bannaður í dag, eru verka- menn aga algerlega háðir þessum drottni sínum. í Diyarbakir er flugvöllur, og hvergi í heimi eru ræktaðar stærri melónur en þar. Og þar fáum við að heyra, hve herskáir Kúrdarnir hafa ávallt verið. Við erum skammt frá fjöllum Austur-Anatolíu, þar sem allar innrásartilraunir hafa verið stöðvaðar í síðustu 2000 ár. ☆ Þrjú stutt orð Frh. af bls. 10. gaman að mega segja þér svolítið frá henni Elsu. — Þú þarft ekki að gefa mér neinar skýringar, sagði hún kulda- lega. Eg vissi ekki að þú varst metn- aðargjarn, en þú hefur ekki drýgt neinn glæp. -— Lítur þú svo á? Hann stóð upp. Jæja, en því er nú ekki svo farið. Ég þekkti Elsu áður en ég kynntist þér. — Það vissi ég ekki, svaraði Sheila. Hana langaði ekki til að særa hann og þótti leitt að samtalið hafði snúist í þessa átt. En hún sá að hann þurfti að fá að tala út. — Þér þótti í rauninni aldrei vænt um mig, hélt Roy áfram, — og ég veit að tilfinning mín í þinn garð var aðdáun — þú varst svo. . . . Hún studdi hendinni á handlegg- inn á honum. — Þetta er nóg, Roy, þú þarft ekki að segja meira.... — Elsa þarfnast mín. Roy hélt áfram, eins og hann hefði ekki heyrt til hennar. — Nærri allar stúlkur þurfa stoð — en þú þurftir aldrei neina. Hann horfði á hana. — En ég vona að þú uppgötvir áður en það er orðið of seint, að þú þarft samferðamenn í lífinu. Hann hefði átt að vita hvern hug hún ar til hans forðum, hugsaði Sheila með sér. Þá væri allt öðru vísi í dag. En nú var það of seint. — Hugsaðu ekki meira um það, Roy. Ég óska þér hamingju. Roy kvaddi og fór, og Sheila flýtti sér heim. Hún varð að hringja til Charles strax og segja honum að verkinu væri lokið. Hún gat ekki látið það bíða til morguns! Hún símaði heim til hans og það fór ylur um hana er hún heyrði röddina. — Bíddu, ég kem og sæki þig! sagði hann. Og eftir tíu mínútur var hann kominn. — Ég held að það hafi verið hringt — áttu von á nokkrum? .spurði móðir hennar. — Það er Charles Roberts, hús- bóndi minn, sagði Sheila. — Jæja! Móðir hennar virtist dá- lítið hissa, en hún brosti ánægju- lega. Hann stóð í anddyrinu og horfði á hana. — Ég varð að hringja, sagði Sheila, — mér var ómögulegt að bíða til morguns. — Ég kæri mig ekkert um að vita hvers vegna þú hringdir. Þeg- ar ég heyrði röddina þína. . . . hann þagnaði allt í einu, þrýsti henni að sér og kyssti hana. Gamla konan beið eftir þeim inn í stofunni og Sheila kynnti Charles fyrir henni. En bráðlega höfðu þau fundið einhverja átyllu til að fara út — þau urðu að vera ein. Þau gengu lengi, margt fólk var á götunum, en samt voru þau tvö ein. — Var það hræðilegt að vinna með Roy? spurði Charles. Hún brosti. — Nei, í rauninni ekki. — Ágætt. Eigum við að reyna aftur — þú og ég? — Já, það vil ég, Charles. — Ég elska þig — þú veist það — og ég þarfnast þín! Þarna voru sömu orðin komin aftur! — Og ég þarfnast þín, sagði Sheila. — Og það er kannske ást þín, sem ég þarfnast mest. Þau gleymdi alveg fólkinu kring- um sig þegar hann beygði sig til að kyssa hana. ☆ Sjálfsgagnrýni Framh. af bls. 11. kærum okkur kollóttar. Við gift- umst ríkum mönnum eða tökum víxla. Þeir eldri í fjölskyldunni höfðu beðið þær um að dulbúa tilsvörin og meininguna dálítið betur. Þetta iyíí'iíiíííiísöíiöíiciíiíssi'sísíiíiísísíiíííjíjöííööísíltsöísísísísííís'í'icsíics'ííiíi'síi'jísöíiísísí Úr víðri veröld — Framh. af bls. 11. Röddin varð veikan og veikari. Faðir hennra varð að leggja eyr- að að munninum til að heyra hvað hún sagffi. — Lofaðu því . . . — Já, engillinn minn. Eg lofa þér því. Skömmu síffar var telpan dáin. Þannig lauk fyrsta þœtti þess- arar sögu. Gaslini var yfirbugaður af sorg og gat engu sinnt. Hann gat ekki hugsað um neitt nema dóttur- missinn. Hann gat ekk% fengið hana aft- ur, þó hann byði fram allar sín- ar milljónir. En hins vegar gat hann gert síðustu ósk hennar. Og nú lét hinn þaulvani kaup- sýslumaður hendur standi fram úr ermum. En þdð sem hann gerði nú, varð mönnum undrunarefni. Margir héldu, að hann vœri orð- inn vitskertur. Hann fór í bankana sína og bað þá um að’koma öllum verð- bréfum sínum í peninga og setja þá á sérstakan reikning, undir nafninu „Stofnun Gianninu Gas- lini“. — Öll verðbréf yðar? spurðu bankastjórarnir og gláptu. —— Já, öll hlutabréf eftir geng- inu í dag. Og öll verðbréf. Ég þarf mikla peninga til þess, sem ég œtla að gera. Og þetta var gert. Nœst fór Gaslini til borgarstjórans og kall- aði þangað húsameistara, yfir- smiði og allskonar sérfrœðinga. — Ég er sannfærður um, að dóttir mín hefði fórnað lífi sínu fyrir fátœklingana, ef hún hefði lifað, sagði hann. — Þeir voru það eina, sem henni var annt um, Þess vegna gef ég Genúaborg al- eigu mína. Mér telst svo til, að hún nægi til aff byggja 20 barna sjúkrahús og borga rekstur þeirra. Og ég vil byrja að byggja strax . . . Og svo var teiknað. Jarðýtur grófu fyrir grunnum. Þúsundir verkamanna og allskonar sér- frœðingar unnu dag og nótt. Nú standa öll sjúkrahúsin við ítalska Rivierann, skammt fyrir utan Genúa. Þau eru 19 alls, heill barnabœr. Og í miðju liggja mörg þrep upp að hvítu bænahúsi. Þar er gröf Gianninu. —-------Þúsundir ferðamanna víðsvegar að heimsœkja barna- sjúkrahúsin og kapelluna. Þar fá fátœk börn hjúkrun án þess að borga eyri fyrir, og án þess að nokkur spyrji um œtterni þeirra. Þarna eru hámentdðir lœknar og úrvals hjúkrunarkonur. Og öll veiku börnin geta séð bœnhús Gianninu. Og mörg börn og foreldrar hugsa hlýtt til henn- ar. Peningar geta valdið bæði lxam- ingju og tjóni. Milljónir eru lagð- ar í hergagnaverksmiðjur til aff baka mannkyninu böl. En göfug- ir menn verja fé sínu til þess að bœta böl mannkynsins. — — Þessi saga er ekki algeng, og fáir hafa breytt eins og faðir Gianninu gerði. Hann hefur selt og gefið aleigu sína og býr sjálf- ur í smáíbúð í einu sjúkrahúsinu og berst ekki á. — Varanleg verðmœti í lífinu Hggja í öðru . en stórhýsum og peningum, segir hann. — Það er um að gera að hitta á það rétta. Dóttir mín sýndi mér réttu leið- ina, og aldrei hef ég verið eins ánœgður og síðan ég gaf aleigu mína. Þó að sorgin eftir dóttur mína yfirgefi mig aldrei, er ég sæll og glaður fyrir það, sem hún kenndi mér. iööoööööööööööööööööcsööoöööoööögööööööcsööcsööööööCjöööööcsoc væri of augljóst. Frænka mundi sjá tilganginn og skilja betur sneiðarn- ar. Nei, ekki við það komandi. Vally og Agnes varð ekki bifað. Þetta skyldi hrífa. Og svo hljóp leikur- inn af stokkunum með kurt og pí og frú Snússa var hreinasta snilld, og margir léku vel í smáhlutverk- unum líka. Og allir biðu með eftir- væntingu eftir hvernig Anna frænka mundi bregðast við þessu samsæri. Áhorfendurnir héldu niðri í sér and- anum .og þorðu ekki að hlæja á rétt- um stöðum, hversu jmikið sem þá langaði til þess. En sú eina sem hló var Anna. Hún veltist um af hlátri, svo að við leikendurnir urðum að gera þögn nokkrum sinnum. Þegar tjaldið féll klappaði frænka hamslaust og sneri sér svo að hin- um í sætinu: — Nei, þetta hitti svei mér naglann á hausinn. Þið afsakið þó að ég segi það umbúðalaust. En mér fannst ég sjá mörg af ykkur Ijóslifandi þarna á leiksviðinu. Jæja, þið hafið ekki nema gott af að sjá á ykkur ranghverfuna! ☆ VÉLTÆKNI. — Þetta verkfæri heitir „Dieselhestur“ og er notað til að ferma og afferma vörur. Það var nýlega sýnt á stórri landbún- aðarsýningu í Berlín. DÖTTIR LEOPOLDS konungs og de Rethy prinsessu heitir Marie Christine og varð fvrir skömmu níu ára. Hún á tvö systkini, ann- að er eldra og hitt yngra en hún. ★ Vilji maðurinn eignast stóra ver- öld til að lifa í, verður hann að gera sjálfan sig sem minnstan. G. K. Chesterton.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.