Fálkinn


Fálkinn - 01.04.1960, Blaðsíða 13

Fálkinn - 01.04.1960, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 K -K * OczL avi >f>f>f>fx->f>f>f ÞAÐ er ekki œtíð klæðilegt að láta kjólinn poka í mittið, en getur þó farið vel sé konan grönn. Krag- inn stendur upp og ermarnar eru hálfsíðar eins og myndin sýnir. NÚ ER í TÍZKU að hafa hárið slétt eða í stórum bylgjum, en það verð- ur þá að vera siðara en undan- farið hefur verið. Það gefur meiri möguleika til tilbreytni. — Á efstu myndinni sést tilbrigði af Brigitte-hárgreiðslunni. — Á þeirri næstu er það fallega tekið upp (Chardin). — Og á neðstu mynd- inni eru svo línurnar frá Garland. :K-K>K-K>K-K-K-K-K-K-K^K-K-K>K^K-K-K^K-K>f>f>fX->f>f>f>f andi maður hélt hún dauðahaldi í Philip. Hún svaraði kossum hans og hvíslaði að hún elskaði hann. Svona liðu fimm mínútur eða kannski tíu. Hvorugt þeirra gat sagt hve lengi þetta stóð. Loks slakaði Philip á tökunum. Hann hallaði sér aftur i stólnum, fölur en með sælubros á vörunum. ,.Mamma hafði rétt að mæla þegar hún sagði, að þú værir rétta konan handa mér,“ sagði hann loðmæltur. „Hvenær eigum við að giftast, elskan mín?“ „Ó! Ég — ég get.ekki gifst þér, Philip. Ég er trúlofuð Max Brentford.“ „Hvers vegna léstu mig þá kyssa þig?“ stam- aði Philip. „Þú flýttir þér svo mikið, Philip,“ hvíslaði hún með titring í munnvikunum. Ég komst ekki áð með að segja neitt. Og þegar þú faðmaðir mig þá stóðst ég það ekki.“ MacDonald faðmaði hana að sér aftur. ,,Þú elskar mig, Sonja. Þú verður að slíta trúlofun þinni og Max Brentfords. „Það get ég ekki, Philip. Það er ástæða til þess að það er ómögulegt. Philip mundi nú það sem Elsie Smith hafði sagt, að Sonja hefði gist hjá Max Brentford nótt- ina eftir sjúkrahúsdansleikinn. „Það er vonandi ekkert að, Sonja? Og jafnvel þó að svo væri . . . . “ „Nei, það er ekki um neitt þess háttar að ræða, Philip,“ svaraði hún. „En þannig stendur á, að ég hef lofað að giftast Max af því að hann gefur . mér 50.000 pund til að byggja hressingarhæli handa lúnum mæðrum. Þetta átti að verða til minningar um föður minn, og ég get ekki svikið Max núna.“ „En Sonja — hvernig í dauðanum gat þér • dottið í hug að gera svona samning?“ „Max vissi. að ég elskaði hann ekki, en þá bauð hann fram peningana, því að hann vissi hve mik- ið áhugamál mér var að koma upp þessum hress- ingarhælum.“ „Þú hugsaðir þá aldrei til mín? Hafi þér þótt verulega vænt um mig, gat þér varla dottið í hug að giftast öðrum?“ Sonja sat á stólbríkinni og horfði tárvotum augum á MacDonald. „Hvernig átti ég að vita, að þér þætti vænt um mig?“ spurði hún angur- vær. „Elsie Smith virtist vera eina stúlkan sem þú sást.“ MacDonald beit á vörina. „Ég hef aldrei kært mig vitundar ögn um Elsie Smith,“ sagði hann fljótmæltur. „Þetta var ekki annað en flónslegt gaman, sem maður hefur sér til dægrastyttingar. þegar maður er einmana. En — Sonja, við hljótum að geta fundið ráð útúr þessum ógöngum.“ „Ó, Philip, skilurðu ekki að ég verð, sóma míns vegna, að giftast Max Brentford úr því sem komið er? Þetta er of erfitt til þess að hægt sé að yfirstíga það með eintómum orðum. Við verðum að skilja — þú og ég.“ Dökkt og ijrítt andlit MacDonalds fölnaði. „Ef þú ferð frá mér, Sonja, verður allt mitt líf tómt og einskisvert,“ sagði hann skjálfraddaður. „Ævi mín hefur verið samfeld, hörð barátta, og að frá- tekinni ást móður minnar hef ég ekki átt neinni sælu að fagna. Þú getur ekki neitað mér um hamingjuna,' er við höfum loksins fundið hvort annað.“ „Ég neita sjálfri mér um hamingjuna,“ svar- aði Son.ia. Svo fór hún að hágráta. „Þú ert eini maðurinn, sem ég hef nokkurn tíma elskað. Við höfum bæði verið ósveigjanleg og þykkjufull hvort við annað, og nú er of seint að ráða bót á því.“ MacDonald greip hönd hennar og kyssti hana. „Ég hef haft lukkuna í hendi mér en látið hana ganga mér úr greipum," sagði hann. „En þú hefur rétt fyrir þér. Þú verður að halda heit þitt við Brentford, úr því að svona er komið. Það er aðeins eitt, sem ég ætla að biðja þig um.“ „Hvað er þa';?“ „Að þú verðir mér til aðstoðar meðan þú ert á sjúkrahúsinu. Mér er ómögulegt að vinna án þín.“ „Heldurðu ekki öllu fremur. að okkur verði ómögulegt að vinna saman hér eftir?“ spurði Sonja. „Heldurðu ekki að okkur væri báðum fyr- ir beztu að skilja fyrir fullt og allt — núna?“ Drengskaparheit. „Þú átt við, að þú viljir ekki vera aðstoðar- læknir minn lengur, Sonja?“ hvíslaði Philip með öndina í hálsinum. Sonja kinkaði kolli. „Já, elskan mín. Við getum ekki unnið saman lengur. Við erum of nærri hvort öðru. Það yrði afar erfitt.“ „Og öll mannslífin sem ég hef bjargað — skipta þau þá engu máli fyrir þig?“ spurði Philip alvar- legur. „Skilurðu ekki að við höfum í sameiningu bjargað miklu fleiri mannslífum, en ég hefði getað hugsað til að bjarga einn? Flestir líta á skurðlækningar sem hverja aðra þjálfunarvinnu, en hún er mikil list.“ „Það eru fleiri duglegir aðstoðarlæknar til, Philip.“ „Ég veit það, en það tekur tíma að æfa þá, og fyrsta kastið eftir að ég byrja aftur núna, verð ég áreiðanlega ekki maður til að æfa nýjan mann. Ég átti nógu erfitt með Matthew Coke. Ef þú villt ekki gera það fyrir mig, að halda áfram, ættirðu að minnsta kosti að hugsa til veslings sjúkling- anna, sem eiga líf sitt undir okkur.“ Son>ja stóð upp og fór að ganga fram og aftur um gólfið. Það var mikil fórn, þetta sem hann bað hana um. Hafði hún þrek til að fórna svo miklu? Ef hún léti að orðum hans mundi það hafa í för með sér, að hún yrði að vinna með honum tvo til þrjá mánuði eftir að hún glftist Max. „Viltu lofa mér að útvega þér nýjan aðstoðar- lækni undir eins og þú getur, ef ég lofa þér a. gera þetta?“ „Það er vitanlega sjálfsagt, Sonja.“ „Þá skal ég reyna að verða áfram enn um stund.“ „Ó, Sonja, ég vissi, að þú mundir ekki bregð- ast sjúkrahúsinu. Það er mikil eigingirni af mér að fara fram á þetta, en ég segi þð satt, að ég bið þig þess ekki eingöngu vegna sjálfs mín, þetta atvik í sambandi við Clare Milsdon sýndi mér áþreifanlega að ég hef ekki eins mikið sálar- þrek og ég hélt. Ef þú hefðir ekki verið viðstödd þegar leið yfir mig, hefðum við upplifað hræði- lega raunasögu. En — ertu að fara?“ Framh. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Afgreiðsla: Vesturgötu 3, Reykjavik. Opin kl. 10—12 og iy2—6. Sími 12210. Ritstjóri: Skúli Skúlason. Félagsprentsmiðjan h.f.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.