Fálkinn


Fálkinn - 01.04.1960, Blaðsíða 9

Fálkinn - 01.04.1960, Blaðsíða 9
FALKINN 9 UNDIRBÚNINGUR í OBERAMMERGAU. — Myndin er frá Oberammergau í Bayern, sem fræg er fyrir píslarleikina. Þeir verða sýndir núna í sumar og flestir þorpsbúar taka þátt í sýn- ingunum. Hér sést konan, sem á að leika Maríu mey vera að skoða tréskurðarmynd af guðs- móðurinni, sem einn leikandinn hefur skorið. — Fremst er mynd af stofnun heilaglegrar kvöldmáltíðar. víkjandi áætluninni um Flushing- stræti. Þetta var það síðasta sem Sheilu hafði dottið í hug þessa stundina, en hún svaraði: —- Sjálfsagt, og byrjaði að fletta sundur teikning- unum. Hann leit á hana. — Er eitthvað að? — Nei, því skyldi það vera? svaraði hún. Spurningin ergði hana — henni fannst stundum nóg um hve Roberts gerði sig heimakominn við hana. Þetta var einkar aðlaðandi mað- ur, hálffertugur, en virtist yngri. Hún kunni vel við hann og þeim kom vel saman og þau báru fullt traust hvort til annars. Áður fyrr hafði hann oft boðið henni að borða miðdegisverð með sér, en hún hafði alltaf afþakkað það. Þá hafði enginn verið til nema Roy. Það fór hrollur um hana þegar hún hugsaði til dagsins í gær. Það var ekki bjart yfir framtíðinni. — Eruð þér viss um að allt sé í lagi? spurði hann rólega. Allt í einu óskaði Sheila að hann biði henni út að borða. — Þdt þurfið kannske að fá yður hvíld nokkra daga? Það var á- hyggjuhreimur í rödd hans, og Sheila varð hræð yfir hve hugul- samur hann var. — Þess þarf ég sist með, afsakið þér, svaraði hún. Henni tókst ekki fyllilega að hafa stjórn á röddinni. — Jæja, en eitthvað er nú að, samt, sagði Charles. — Getið þér ekki sagt mér frá því — get ég ekki hjálpað yður? Hún hristi höfuðið og hann fór inn í skrifstofu sína án þess að segja meira. Sheila þorði ékki að hugsa nánar um þessa nærgætni hans. Nærgætni var það sem hún síst af öllu gat þegið núna, nærgætnin svifti hana eina varnarvopninu sem hún hafði, eins og á stóð. Innanhússíminn hringdi. — Ung- frú Thorp, þetta er Roberts. Þégar hún svaraði ekki, hélt hann áfram, en röddin var ekki eins óhikandi og áður: — Ég var að hugsa um yður og datt í hug að spyrja yður hvort þér ættuð annríkt í kvöld. Gætuð þér ekki borðað miðdegisverð með mér? Hún þóttist geta ráðið af rödd hans, að ef hún afþakkaði núna, mundi hann aldrei bjóða henni út með sér framar. — Þakka yður fyrir, það vil ég gjarnan. — Því ekki það, hugsaði hún með sjálfri sér, eins og til að afsaka sig. Hún sleit sambandinu og hélt áfram að vinna. CHARLES hallaði sér á móti Sheilu yfir borðið í gildaskálanum, snerti hönd hennar laust og brosti. — Mér þælti svo gaman ef þér vilduð kalla mig Charles. Getum við ekki verið dús? — Jú, gjarnan, en ég er alltaf talsverðan tíma að venjast skiftun- um, sagði hún. — Það gerir ekkert' til, sagði hann, — þú skalt fá langan frest til að læra það — þegar ég á í hlut. Sheila brosti en sagði ekki neitt. — Hvað er að, Sheila? spurði hann. — Reyndu nú ekki að fara undan í flæmingi, því að ég þekki þig betur en þú heldur. Hún varð hissa á hvernig hún svaraði: — Ég hefði ekki átt að koma út með þér í kvöld, — ég finn að ég er ekki skemmtilegur félagi núna. Hann tók um hönd hennar og sagði hálf viðutan: — Láttu mig skera úr því. Hann þagði um stund. Án þess að líta á hana spurði hann aftur, hvort hann gæti gert nokkuð fyrir hana. — Nei! En röddin brast. — Gerðu það fyrir mig að spyrja mig ekki. . — Ég. . . . ég hef hugsað mikið til þín upp á síðkastið, þú hefur sjálfsagt orðið þess vör? Sheilu langaði til að svara hon- um notalega, en hún treysti ekki röddinni lengur. Henni var ómögu- legt að vera skemmtileg eða fjörg- andi í kvöld, en eftir nokkra stund kvaldi hún sig til að svara: — Já, ég veit það. — En þú — þú kærir þig ekkert um mig — er það ekki? Hún horfði á hann og reyndi að brosa. — Ég dáist að þér og fellur betur við þig en flesta menn sem ég þekki, sagði hún og það mein- aði hún líka. Hann mundi ekki misskilja svarið — hún vissi það. —»Ég geri ráð fyrir að einhver annar hafi stolið hjartanu í þér? — Það var svo. Ég var mesta flón. Hún reyndi aftur að brosa og það munaði minnstu að henni tæk- ist það. En varirnar titruðu. Charles stóð upp. — Komdu, við skulum dansa, sagði hann. Hann tók hana í faðm sér og þrýsti henni að sér. Hljómsveitin lék dillandi lag, og Sheilu fannst notalegt að finna sterkan handlegg- inn um mittið á sér. Charles þagði meðan þau voru að dansa. Þess þurfti ekki með að tala. Það sagði meira en nokkur orð hvernig hann stjórnaði henni í dansinum. Og hann brosti hvenær sem augu þeirra mættust. ■—- Þú getur alltaf treyst mér, sagði hann þegar hljómsveitin þagnaði, — eins og tekið hefði verið fram í íyrir honum í miðri setn- ingu. — Þakka þér fyrir! Nú gat Sheila brosað eðlilega. — Þú hefur þegar hjálpað mér. Það var notalegt að geta verið hreinskilinn, og þetta var í fyrsta skifti sem hún hafði verið með manni, sem hafði komið henni til að vera ,ekki alltaf að hugsa um sjálfa sig. — Alltaf, endurtók hann. Þau töluðu bæði ofur blátt áfram, en eitthvað hafði komið fyrir þau. Hann hafði sýnt henni alúð, og hún hafði svarað í hreinskilni. Og allt í einu fann Sheila, að hún skemmti sér. — Við getum gjarnan talað um það, sagði hún. Ég veit. ekki hvers vegna það er, en mér er auðvelt að vera hreinskilin við þig. Hann horfði á hana. — Er það ungi Clay, sem vinnur hjá Benson og Wilder? — Það var. Sheila hafði ekki hugmynd um að Charles þekkti Roy, og því síð- ur að hann vissi að eitthvað hefði verið á milli þeirra. En nú fór hún að skilja að það var margt sem hún vissi ekki — um þennan mann, sem hún vann hjá. — Ég vissi ekki að þú þekktir hann. — Ekki nema lauslega. Ég hef hitt hann þegar ég hef átt erindi við firmað. Hún kinkaði kolli. Það var senni- legt að Charles þekkti ekki Roy nema lítið. Þeir voru hvor úr sín- um heimi. Þau dönsuðu annan dans. — Þú ert þreytuleg, Sheila? sagði Charles eftir stundarbið. —- Ég er líka þreytt, svaraði hún Henni fannst einhvernveginn að það væri hann, sem ekki kærði sig um að dansa lengur, og að hún hefði sært hann. Charles fylgdi henni heim, og þegar hann kvaddi hana hélt hann lengur í hönd hennar en þörf var á. Augnaráð hans var viðkvæmt er hann brosti til hennar. — Góða nótt — og þökk fyrir allt, sagði Sheila fljótmælt — og iðraðist á sama augnabliki. Dagarnir liðu og Sheila fór að verða í vafa um hvort hún hefði í raun og veru verið úti með Charles þetta kvöld. Þegar hún talaði við hann í inn- anhússímanum og það gerði hún þó nokkruip sinnum daglega, var hann alltaf jafn formlegur. Hún nefndi hann alltaf ættarnafninu, og hann gerði enga tilraun til að verða dús við hana aftur. í rauninni voru þetta talsverð vonbrigði, en hún reyndi að hrista það af sér. SHEILU hafði um það bil tekist að gleyma kvöldinu góða er hún sá einn daginn skilaboð á borðinu hjá sér um að koma inn til Charles. Ilún tók saman teikningarnar á borðinu hjá sér og fór inn til Charles. Þó hún reyndi að stilla sig var hún talsvert óstyrk í taugunum er hún drap á dyrnar. — Gerið þér svo vel, ungfrú Thorp! Henni var styrkur að því að hann skyldi kalla hana ungfrú Thorp — það var formlegt og blátt áfram. Hún opnaði og lokaði hurðinni varlega eftir sér. — Ég tók Ijósprentanirnar með mér, ef ske kynni.... — Nei, það var ekki viðvíkjandi

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.