Fálkinn


Fálkinn - 01.04.1960, Blaðsíða 12

Fálkinn - 01.04.1960, Blaðsíða 12
12 FALKINN [ F RAM HALDSSAGA HfiehkatariHh -¥■ X- 18 „Kannske við skreppum þá. En þú verður að lofa mér því, að vera kominn upp í Harley Street í tæka tíð.“ „Vertu óhrædd um það. En hvers vegna er þér svona áríðandi að hitta hann, úr því að þú ert að hætta í sjúkrahúsinu hvort sem er?“ spurði Max og lét bílinn renna af stað. Sonja leit til hans útundan sér. Röddin var hvarflandi, eins og honum væri órótt. Andlitið fölt og mikil viskílykt af honum. „Hvað gengur eiginlega að þér?“ spurði hún vingjarnlega. „Er eitthvað að núna?“ Max beit á vörina. Hann hafði orðið hugsjúkur eftir hið ógeðfelda samtal við Elsie Smith dag- inn áður. Allur hans skárri maður hrópaði að hann væri bleyða og mannleysa, en tilfinningar hans til Sonju voru svo sterkar, að hann gat ekki komið til dyranna eins og hann var klædd- ur. „Ég hef þráð að sjá þig, Sonja,“ svaraði hann og reyndi að brosa. „En nú giftumst við bráð- um.“ Sonja var hálf uppvæg sflálf. Hún tók varla eftir hvar þau óku. Athugasemd Elsie um vin- áttuna við frú MacDonald lét hana ekki í friði. Ó, ef það hefði verið hún sjálf, sem væri í svona miklu vinfengi við frú MacDonald. „Ég held að þú takir ekki eftir einu einasla orði, sem ég segi, Sonja. Ertu sofandi?“ Hún hrökk við er hún heyrði ávítunartóninn í röddinni. Svo komst hún í samt lag. „Þú verður að afsaka að ég er þreytt, en ég var lengi á fótum í gærkveldi. Hvað varstu aö segja?“ „Ég var að tala um lóðina, sem ég hefði fundið. Það er dásamlegt útsýni yfir Thames þaðan. Nú erum við rétt að segja komin.“ Þau óku yfir brú og komu að vöi’mu spori að hrörlegri húsaþyrpingu. Húsin voru mannlaus. „Ég keypti allar lóðirnar,“ sagði Max hreyk- inn. „Þú hefur ekki hugmynd um þetta héðan, við verðum að fara hinum megin, svo að þú sjáir betur hve hentugt þetta pláss er.“ Sum húsin höfðu verið rifin til hálfs. Max tók í höndiná á Sonju og leiddi hana yfir hrúg- ur af múrsteini og kalki, á hinn endann á lóð- inni. „Ó Max, þetta verður stórfenglegt.“ Bak við húsakumbaldana voru gamlir garðar alla leið niður að ánni. Það var auðséð að þetta var tilvalinn staður fyrir hjúkrunarheimili. Garðarnir voru fallegir, með grænum flötum og stéttum. „Það var gaman að þér skuli lítast á þetta,“ sagði Max. „Ég hef farið á hundrað staði að minnsta kosti áður en ég fann þennan stað. Þarna kemur Jones, byggingameistarinn. Hann getur eflaust sagt þér ýmislegt, sem þér þykir gaman að.“ Gamall maður með greindarleg augu kom á móti þeim og lyfti hattinum. „Er þetta ungfrúin, sem á hugmyndina að hressingarhælunum?“ spurði hann. „Það var sannarlega falleg hugmynd. Ég á sex börn sjálf- ur, og ég er hræddur um að konunni minni þætti ekki amalegt að mega hvíla sig á svona stað.“ Sonju hlýnaði um hjartaræturnar er hún heyrði það sem maðurinn sagði. Hún fór að spyrja og skoða og tíminn leið. Allt í einu hrökk hún við, er klukkan reyndist vera nærri 45 mín- útur gengin í þrjú. „Þú verður að aka mér tilbaka undir eins, Max,“ sagði hún. „Það leyfir ekki af að ég kom- ist í tæka tíð í Marley Street.“ „Ætlarðu ekki að fá þér matarbita fyrst?“ „Nei, þökk fyrir Max — ég má ekki láta Mac- Donald yfirlækni bíða. Hann vill fá að vita, hvernig lafði Milsdon líður, og ég er sú eina, sem get sagt honum ýtarlega frá því.“ Max fór með semingi niður að bílnum, hann hafði vonast eftir að geta haft Sonju hjá sér í allan dag, en hann vissi að hún lét starfið ganga fyrir öllu, svo að ekki þýddi að malda í móinn. „Er þér alvara — að þér lítist vel á staðinn?“ sagði hann. „Já, svo sannarlega," sagði hún hrifin. „Ég hefði ekki getað hugsað mér betri stað. Þakka þér hjartanlega fyrir, að þú hefur lagt þetta á þig mín vegna.“ „Ég fæ aldrei of mikið á mig lagt þegar þú ert annars vegar, Sonja. Ég vildi ganga út í op- inn dauðann fyrir þig. Jæja, nú erum við kom- in.“ Sonja fékk sting fyrir hjartað, þegar hún leit á háa húsið. Þarna bjó maðurinn, sem hún elsk- aði, og hér sat hún hjá manninum, sem hún átti að giftast. Max tók varlega utan um hana, og hún fann andardrátt hans við kinnina á sér. „Ég verð að kyssa þig áður en þú fer, Sonja,“ hvíslaði hann. „Hér er engin sál, sem getur séð okkur.“ Hún beygði sig auðsveip og tók yið brennandi kossunum. Svo sleit hún sig af honum, fór út úr bílnum og hljóp upp stigana. Of seint. „Góði drengurinn minn, þú veizt, að Chil- combe læknir hefur bannað þér að fara á fætur fyrr en eftir viku. Ég skil ekki hvað gengur að þér?“ Frú MacDonald néri hendurnar vandræðalega og horfði á einþykka soninn sinn. „Þú mátt ekki láta þér detta í hug að fara í sjúkrahúsið. Rache læknir hefur tekið að sér alla uppskurði nsesta hálfan mánuðinn. Þú hef- ur ekkert þangað að vilja. Hlustaðu nú á mig og leggstu fyrir aftur. Þú ert ekki nógu hraust- ur til að sitja uppi ennþá.“ Og þarna eru dagurinn, sem þér komuð í fyrirtœkið. Það fór bros um varir MacDonalds, feimnis- bros eins og á unglingi. Hann tók í magra hönd- ina á móður sinni og dró hana niður að kodd- anum. „Hefurðu nokkurn tíma heyrt þess getið, að maður biði sér stúlku liggjandi rúmfastur, mamma?“ sagði hann og hló. „Finndist þér það ekki vera fremur óviðeigandi?“ Frú MacDonald varð einkennilega föl. Hún dró andann djúpt og spratt upp. „Er þér alvara að ætla að giftast þessari glennu — Elsie Smith?“ hrópaði hún. „Ég hef alltaf verið hrædd við hana.“ „Elsie Smith? Hvað ertu að rugla? Hefurðu ekki getið þér til um hver það er, sem ég vil giftast? Hvar er nú öll nasasjónin ykkar kven- fólksins? Það er Sonja Harrison sem ég elska, aðstoðarlæknirinn minn, sem ég hef unnið með síðan ég byrjaði í St. Cuthberts-sjúkrahúsinu.“ Nú varð frú MacDonald háleitari og fór að hlæja. „Æ, Philip, skelfing hef ég verið vitlaus. Ég hefði átt að vita hvert stefndi, þó ekki væri af öðru en því hvernig þú hefur farið með ungfrú Harrison. Þegar tvær ágætar manneskjur eru sígramar hvor annarri að ástæðulausu, getur maður treyst því, að Drottinn hafi ákveðið að þau giftist. Það var gaman að heyra þetta, dreng- ur minn. Ég sá hana ekki nema í svip í gær, en ég veit að hún er einmitt rétta konan handa þér. Hún skilur þig og getur gert þig hamingjusam- an.“ „En heldurðu að hún vilji mig?“ spurði Philip kvíðandi. „Ef þú hefðir séð augnaráðið hennar þegar hún kom út frá þér í gær. mundirðu ekki spyrja svona.“ svaraði frú MacDonald. „Ég sá, að hún elskaði þig. Nú er bezt að taka svolítið til hérna, svo að þú getir tekið á móti kvennaheimsókn. Ég held að við ættum að setija dálítið fleiri blóm á borðið þarna við gluggann. Það er hálf tóm- legt þar, eins og er. Svona, þetta lítur miklu betur út. Meðan Sonja stóð og beið fyrir utan dyrnar hjá MacDonald reyndi hún að gera sér Ijóst að or- usta hennar við sjálfa sig væri á enda. Hún hafði gefið Max heit sitt, og um leið skotið loku fyrir alla dára-drauma, sem stóðu hvergi fótum í veruleikanum. Upp frá þessu yrði hún að temja sér að líta á Philip — ekki sem mann sem hún elskaði, heldur sem skurðlækninn mikla, sem hún hafði einu sinni verið svo lánsöm að vinna með nokkra mánuði. Hún varð forviða, er frú MacDonald kom sjálf til dyra. Gamla konan brosti vingjarnlega til hennar. „Gerið þér svo vel og farið upp til hans sonar míns, ungfrú Harrison,“ sagði hún. „Þér ratið.“ Sonja varð dálítið forviða er hún sá hve frú MacDonald var ánægjuleg og hve rödd hennar var innileg. Hún gekk hægt upp stigann og drap á dýr hjá lækninum. Þegar djúp, hlý röddin svaraði: „Kom inn!“ fékk hún ákafan hjartslátt. „Komið þér sælir, yfirlæknir. Hvernig líður yður?“ Hann brosti til hennar — fyrsta virkilega bros- ið, sem Sonja hafði séð á þessu magra, harða andliti. „Þakka yður fyrir, nú er ég miklu betri,“ svar- aði hann. „En mér sýnist þér vera hálf guggin, ungfrú Harrison. Komið þér nær, svo að ég geti séð yður betur.“ „Ég var nokkuð lengi á fótum í gærkvöldi," byrjaði Sonja og gekk að hægindastólnum. sem læknirinn sat í. Svo steinþagnaði hún. MacDon- ald horfði fast á hana, og hún roðnaði í kinnum. „Sonja!“ Með titrandi höndum hafði hann gripið í hana. Áður en hún gat áttað sig hafði hann dregið hana í fangið á sér og hún fann handlegginn á honum um axlirnar á sér. „Ó, Sonja, Sonja .. . ég elska þig! Ég tilbið þig! Geturðu fyrirgefið mér, að ég hef verið svo heimskur, og strangur og vondur við þig alla þessa mánuði?“ Sonjja vissi, að hún hefði átt að veita mót- spyrnu, en nú var það þráandi hjarta hennar, sem hafði fengið yfirhöndina. Öll tilhugsunin um Max og heitið sem hún hafði gefið honum, var horfið úr meðvitund hennar. Eins og drukkn-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.