Fálkinn


Fálkinn - 22.04.1960, Blaðsíða 4

Fálkinn - 22.04.1960, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN Ensk-spanskar tengdir? VINSÆLT KONUNGSEFNI. Þann 18. júlí í fyrra gerðust tvö minnisverð tíðindi á Spáni: Peset- inn var verðfelldur .... og saga komst á kreik um að Juan Carlos prins ætti að giftast Alexöndru her- togadóttur af Kent. Þá spurðist það sem sé, að Don Juan Alfonsson fað- ir hans, sem lifir í útlegð í Portúgal, ætlaði til Englands í haust og hitta Elizabeth drotningu að máli .... Spánverjar töldu þetta öruggt merki um að Franco hershöfðingi ætlaði sér að endurreisa konungs- dæmið á Spáni — kannske eftir fá- ein ár. Það er hald manna, að Fran- co vilji draga sig í hlé, með því skilyrði að Juan Carlos, sem nú er 23 ára, verði eftirmaður hans. Einn- ig getur það hugsast að hinn rétti ríkiserfingi, Don Juan, faðir Carlos, stigi í hásætið fyrst en segi af sér jafnharðan og afsali sér völdum í hendur sonar síns, sem nú hefur átt heima í Madríd í 5 ár og er hvers manns hugljúfi. Alfons 13. afi hans afsalaði sér völdum 1931, og var það aðdrag- andi hinnar blóðugu borgarastyrj- aldar, sem hófst 1936. En rammar taugar binda enn Spánverja hinu margra alda gamla konungsdæmi. Síðan Juan Carlos fékk landvist- arleyfi á Spáni hefur hann búið sig undir að verða konungur þar, en það er erfitt hlutverk. Kúguð al- þýða hatar konungsdæmið en telur það þó skárra en einræði Francos. Og fjárhagur Spánar er slæmur og margt sem þarf að kippa í lag. Juan Carlos hefur fengið ágæta mennt- un. Hann hefur gengið í skóla í Sviss og í San Sebastian og er tal- inn eigi miður menntaður en Baudo- in Belgíukonungur, sem kvað vera mesti fræðasjór. Það var ekki faðir hans, sem réð því hve mikil stund var lögð á að mennta hann, heldur Franco hers- höfðingi. Og einn liður menntunar- innar var sá, að senda Juan Carlos á herskóla Spánar í Saragossa. Ungu liðsforingjarnir þar fá að lifa frjálsu lífi, en hvað Juan Carlos snerti, setti Franco honum strangar lífsreglur; hann var undir sérstöku eftirliti. — Ef Spánverjar eiga að fá kon- ung aftur, sagði Franco í opinberri Alexandra her- togadóttir af Kent, 9. mann- eskja í erfða- röðinni, til bresku krúnunn- ar. Hún verður 24 ára á jóladag næstkomandi. Juan Carlos að læra fjögur erlend mál: ensku, frönsku, ítölsku og þýzku. í dag talar prinsinn þessar fjórar tungur reiprennandi, og er nú að læra hollensku. MEÐ MARÍU GABRIELLU, EN — Juan Carlos er árrisull. Hann er mikill íþróttamaður. Hann fer á fætur kl. 5 og etur eitthvað létt- Þegar Margaret drottingarsystir var á ferð í Portúgal í fyrra, spurð- ist það, að Don Juan hafði talað við hana um að sonur hans og Kent- prinsessan yrðu hjón. Svo átti Margaret að færa þetta í tal við drottninguna, því að hún ræður öllu um, hvort Alexandra af Kent má trúlofast — og hverjum. Sem erfingi Bourbon-ættarinnar - Giftist Alexandra af Kent konungsefni Spánar? ræðu í Madríd fyrir nokkrum árum — verður hann að vera maður, sem landið hefur heiður af, maður sem getur tekið við stjórninni af mér og skipa Spáni þann sess, sem hann einu sinni hafði sem mikilsmetið ríki. Samkvæmt skipun Francos varð Juan Carlos prins, með mynd af Alfons 13. afa sínum, sem valt úr hásætinu árið 1931. meti. Svo æfir hann morgunleik- fimi og hnefaleik, þó sú íþrótt sé óalgeng á Spáni. — Ég hef gaman af hnefaleik, segir hann — því að hann kennir manni að vera fljótur að hugsa og liðugur í snúningum, alveg eins og skylmingar, en þeim hef ég gaman af líka. Prinsinn er líka góður knatt- spyrnumaður og skæður á vellin- um, enda er hann kloflangur. Hann er sex feta hár. Hann hefur aðeins einu sinni verið orðaður við prinsessu áður, — nefnilega Maríu Gabriellu, dótt- ur Umbertos, hins síðasta ítalakon- ungs. Þegar hún gekk í ítalska skól- ann í Madríd árið 1957, var Juan Carlos með henni öllum stundum. Hann kallar hana Lelu. En þó ítölsk og ensk blöð fullyrtu að hann mundi biðja Lelu, var samt aldrei neitt af því. í Madríd segja þeir, sem þykjast vita, að Franco hafi alls ekki tekið í mál, að Juan ætti þessa ítölsku prinsettu, þó hann hafi ekkert út á hana að setja persönulega. Franco vill ná góðum tengslum við ensku konungsfjölskylduna og það er sagt að hann hafi ráðlagt Juan Carlos, að draga sig eftir Alexöndru af Kent, en þær eru bræðrabörn, Eliza- beth drottning og hún. Franco telur líklegt að það hafi bætandi áhrif á fjárhag Spánar, ef spánski prinsinn og enska prinsess- an yrðu hjón. spönsku verður Don Juan í orði kveðnu að gefa samþykki sitt til þess að sonur hans giftist, en það er Franco sem ræður þessu, svo fram- arlega sem Juan Carlos á nokkurn tíma að fá hásætið. Allt er undir Franco komið. En Don Juan og Franco eru sammála um, að þessi ráðahagur mundi auka áht spönsku konungsættarinnar og tryggja Juan Carlos velvild vestrænu þjóðanna, ef hann yrði konungur. GÓÐUR RÁÐAHAGUR. Það ætti að vera góð gifting fyr- ir Alexöndru af Kent ef hún yrði Spánardrottning, og hefðarfólkið í London talar mjög hlýlega um Spánarprinsinn. En hirðfrú drottn- ingarinnar sagði: — Ég efast ekki um að Alexöndru prinsessu þætti mikill heiður að því að verða beðin um að giftast Juan Carlos. Ég er viss um hún segir já, og að móðir hennar, hertogaekkjan, leggur blessun sína yfir hjónaband- ið. En það er drottningin sem ræð- ur, Alexandra prinsessa er dóttir hertogans af Kent, föðurbróður hennar, sem fórst í flugslysi á leið til íslands á stríðsárunum, og af því að Alexandra er ein þeirra — að vísu neðarlega — sem stendur til arfs að sjálfri kórónunni, má hún ekki giftast án samþykkis drottn- ingarinnar. Móðir Alexöndru er grísk prinsessa. Eini hængurinn á þessu er sá, að Alexandra er ekki kaþólsk, en hún i

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.