Fálkinn


Fálkinn - 22.04.1960, Blaðsíða 9

Fálkinn - 22.04.1960, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 RÓ OG FRIÐUR! — Myndin er af einu mesta umferðastrætinu í Brusells tekin á miklum umferðatíma, kl. 11 f.h. — Samt sést harna ekki nema einn maður á hjóli og tveir lögreglu- þjónar á mótorhjólum. Ástæðan er þessi: Skömmu fyrir jól ákvað stjórnin að hækka benzín- verðið um 70%, og til þess að mótmæla ríkisokrinu gerðu allir atvinnubílstjórar og aðrir bílaeigendur mótmælaverkfall — í einn dag. á kvöldskóla jafnframt, og þannig gæti ég búið mig undir góða stöðu í skrifstofu. En nú varð það í staðinn vinna hálfan daginn í bæjarskrifstofunni þarna í bænum, í leiðinlegu húsi innan um ryk og gömul skjöl. Og þetta starf mun ég bafa fengið fyr- ir náð. Jæja, svona varð framtíðin mín —og svo að hugsa um pabba. Árin sem fóru í hönd voru svo viðburðalaus að ég kann ekkert af þeim að segja. Hvorki sorg né gleði. Ójú, áhyggjur hafði ég nógar. Ég hitti stundum fólk, og sumir skiftu sér af mér, þar á meðal Þór. — Kannske hefði hann gifst mér ef ég hefði farið frá pabba. Hann ætl- aði að flytjast til Osló og skapa sér framtíð þar. Hann hafði unnið að bílaviðgerðum i mörg ár og ætlaði að fá starf í þeirri grein þegar hann kæmi í höfuðstaðinn. — Kannske þú gætir komið þangað á eftir mér, Anna, sagði hann einhverntíma. — Þegar ég hef komið mér fyrir. Þú gætir vafa- laust fengið skrifstofustarf þar. — En hann pabbi þá? sagði ég og horfði vonlaus á hann. —• Hvern- ig getur pabbi komist af án mín? Þá yppti Þór öxlum. Og ég þorði ekki að stinga upp á því sem mér fannst vera eina úrræðið: að Þór héldi áfram að vinna í bílastöðinni þarna í bænum og ég í bæjarskrif- stofunni. Þá gætum við gifst og Þór flutt sig heim til okkar pabba. Nei, ég þorði ekki fyrir nokkurn mun að stinga upp á því, vegna þess að ég þóttist viss um að honum mundi ekki líka það. Hann áleit að þegar fólk giftist ætti það að vera alveg út af fyrir sig. Og kannske hafði hann rétt fyrir sér í því. Það mundi aldrei hafa farið vel, ef pabbi og Þór hefðu átt að vera saman, það er ég viss um. En það var jafnt sárt að kveðja hann og forðum hafði verið að kveðja Árna. Mér fannst lífið ein- tómur viðskilnaður. Og svo liðu árin. Og áður en ég vissi af var ég orðin 27 ára. Jafn- öldrur mínar voru giftar fyrir löngu og höfðu eignast börn. Ég var ein sér í flokki. Æskuárin mín voru liðin, án þess að nokkuð hefði gerst. Og hver var ástæðan? „Hún Anna verður að hugsa um föður sinn, greyið,“ var alltaf við- kvæðið um mig. Ég fann það svo vel, þó fólkið segði það ekki svo ég heyrði. Og ég vissi líka að ég var orðin innhverf og fálát. Það sem einhverntíma hafði verið í mér af lífsfjöri og kæti, var visnað. Þegar ég var barn hafði faðir minn bælt mig með ströngum aga, en nú gerði hann það með vanmætti sínum. Og ég get ekki gert grein fyrir til- finningum mínum í hans garð. Nú var það ég sem var ráðandi á heim- ilinu, sem tók allar ákvarðanir og sá um allt. En ég var jafn klafa- bundin fyrir því. Jafn fjötruð og jafn beisk, ekki gagnvart föður mínum heldur allri tilverunni. Ég gerði mitt ítrasta til þess að vera Ijúf og góð við hann, því að hann átti þó bágara en ég, fannst mér. Hann náði sér aldrei eftir áfallið, sem hann hafði orðið fyi'ir á besta skeiði æfinnar. Ég hafði í raun réttri misst alla von, þegar það gerðist, sem ég hafði aldrei þorað að vona. Ég, sem hafði þráð að komast á bui't og mæta sjálfu lífinu, mætti því samt þarna í einverunni og fálætinu heima. Kristófer kom heim með skipi, alveg eins og Árni hafði farið með skipi — fyrir tíu árum. En Kristó- fer og Árni voru jafn ólíkir og tveir menn geta verið. Hann var fáskiftinn og þurrleg- ur maður yfir þrítugt, sjómennskan hafði sett svipmót á hann. Við kynntumst á sjómannabazar, sem ég var að selja happdrættismiða fyrir. Ég tók oft þesskonar að mér, til að fá ofurlitla tilbreytingu. Hann keypti marga miða af mér, og eftir dálitla stund kom hann aftur til að kaupa fleiri. Ég sat þarna innan um tertur og gljáandi eldhúsgögn og fann hitann sem kom í kinnarnar á mér hvenær sem hann kom að borðinu mínu. Var það mín vegna sem hann kom? Var það hugsanlegt að þessum manni litist á mig? Það varð ekki betur séð, því að þegar bai'zarnum var lokið stóð hann fyrir utan dyi'nar og beið eftir mér. Þetta hafði ekki komið fyrir mig langalengi, og sannast að segja veit ég ekki hvort okkur var feimnara. Hann átti heima á sjómanna- heimilinu, sagði hann, skipið hans var nýkomið og hann hafði afskráð sig. Hann var í vafa um hvort hann byrjaði að sigla aftur. — En þá ferðu líklega heim til fjölskyldunnar þinnar? — Heim? sagði hann og glotti. — Ég á bróður, sem er giftur í Osló. En ég á ekki heima þar. Við höfum ekki vei’ið mikið saman síð- an við urðum uppkomnir, svo að við þekkjumst varla. Og það er líklega þröngt hjá hon- um — þau eiga þrjú börn. Nei, ég yrði varla neinn aufúsugestur þar. Að minnsta kosti ekki til lengdar. — En foreldrar þínir þá? Þau voru bæði dáin, sagði Kristó- fer. Hann missti þau þegar hann var barn, og hafði alist upp á barnahæli. Og þar var ekkert gaman að vera, sagði hann og brosti. — Svo að ég strauk þaðan og fór til sjós fimmtán ára gamall. Það er oftast þrautalendingin, þegar svo stendur á — að fara til sjós. Og síðan hef ég vei'ið á sjónum. — Þú ferð þá líklega bráðum í siglingar aftur, sagði ég og ég get ekki neitað því að hjartað í mér herti á sér. Hann var svo einstæð- ingslegur og rótlaus, þessi maður sem allt í einu hafði orðið á leið minni. — Ojá, ætli það verði ekki úr, sagði hann. — Þegar ég hef eytt kaupinu mínu og gengið úr skugga um, að enginn á þuri'u landi þarf á mér að halda. Ég gat ekki svarað honum neinu. En mig langaði til að fleygja mér um hálsinnyá honum og segja hon- um, að ég þurfti að minnsta kosti á honum að halda. En eg kom ekki upp nokkru orði. — En mér finnst eg vera orðinn þreyttur á lífinu á sjónum, hélt hann áfram þegar ég þagði. — Ég er þrjátíu og tveggja ára, og mér finnst lífið hafa hlaupið fram hjá mér. Þetta er svo tómlegt, að eiga hvorki heimili né fjölskyldu. Sér- staklega þegar félagarnir um borð ei’u að tala um hvað þeir hlakki til að koma heim. Ég man að ég lá vakandi lengst af nóttinni og var að hugsa um Kristófer. Það sem hafði verið minn mikli lífsdraumur að sigla um höf- in, fi’jáls og óhindruð — það var þá alls ekki neitt gaman! Kristófer hafði horft biðjandi á mig þegar hann bauð góða nótt, og hann hafði spurt hvort hann mætti hitta mig aftur. Ég hafði lesið þrána í augum hans, þrá eftir einhverju, sem ég gat kannske gefið honum. Átti tilveran eitthvað óvænt handa mér? Ég þorði varla að ti’úa því, þó hann vildi vera með mér sem oft- ast, og daginn sem ég spurði hann hvort hann vildi koma með mér heim til pabba, sá ég að gleðin Ijómaði í augum hans. Hvort ég reyndi að búa allt sem best undir gestakomuna? Ég gerði hreint í öllu húsinu, fægði rúðurn- ar, setti blóm í vatn og bakaði góða köku. Ég raulaði meðan ég var að þessu, en það hafði ég líklega ekki gert í rnörg ár. — Hverjum áttu von á í dag? spurði pabbi forviða. — Manni, sem aldrei hefur átt neitt heimili, sagði ég. — Mig lang- ar til að hann fái að sjá hvernig' heimilið okkar er. — Hvei’skonar maður er það? spurði hann og horfði efins á mig. Ég þóttist skilja að það væri eitt- hvað enn eftir af þessu gamla — „að flækjast á götunni með strák- um.“ Pabbi áttaði sig líklega ekk- ert á því, að ég var orðin uttugu og sjö ára. — Þú fæi'ð að sjá það þegar hann kemur, sagði ég. — Og ef hann kann vel við sig hérna heima hjá okkur, skal hann fá að koma aftur, hvað svo sem þú segir, bætti ég við og líklega hef sagt það óþarflega hvatskeytislega. En það var ein- göngu vegna þess að ég vissi að ég mátti ekki láta þetta tækifæri ganga mér úr greipum, jafnvel ekki vegna pabba. Ef Kristófer kynni vel við sig hjá okkur, skyldi ég ryðja öllum hindrunum úr vegi. Og þetta gekk í alla staði vonum

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.