Fálkinn


Fálkinn - 22.04.1960, Blaðsíða 6

Fálkinn - 22.04.1960, Blaðsíða 6
6 FALKINN HVITA EITRIÐ 3. ———BM—BHBHH—EBSMBaMBmiiirn1 m rfiHWrtrfiffli Afrek Parkers njósnara ÁÆTLUNIN GERÐ. Ameríski njósnarinn þurfti þessa tvo daga til þess að skreppa til Ist- anbul og ræða við yfirmenn tyrk- nesku eiturlögreglunnar og svo vit- anlega að ganga frá því að þessi 60 þús. pund væru handbær þegar á þyrfti að halda. En bófarnir máttu helzt ekki taka eftir að Parker yrði fjarverandi frá Izmir svona lengi. Tyrkneska löðreglan var skjót í vöfunum. Parker talaði við Hayrett- in Nakiboglu lögreglustjóra og eiturnjósnara hans og þeir símuðu til Kamal Aygun yfirlögreglu- stjóra í Ankara. Hann gerði áætlun um fyrirkomulagið og lofaði Parker að hafa peningana tilbúna. Og hann útvegaði Parker duglegan mann til fylgdar, Redvan Pehlivanoglu. Þeir fengu báðir skammbyssur. Tyrkneskir bófar svífast einskis, og ekkert ólíklegt að þessum tveim- ur njósnurum yrði gerð fyrirsás í einhverju fjallaskarðinu, og pen- ingunum rænt af þeim. Þann 21. nóv. kl. 10 stundvíslega komu þeir báðir að afskekta bæn- um fyrir utan Izmir, þar sem Park- er átti að hitta Lazynek og Mayi. Tyrkirnir urðu tortryggnir þegar þeir sáu að Parker var með mann með sér. — Hvaða náungi er þetta? urraði Lazynek á tyrknesku. Honum var sagt að það væri um- boðsmaður Parkers í Tyrklandi. — Ég vonast til að geta gert meiri verzlun við ykkur, sagði Parker. — Ég vil að þið treystið þessum manni ekki síður en mér. Hann er áreiðan- legur. Ég komst í kynni við Faum- ouk fyrir milligöngu hans. Þeir virtust róast við þetta. — Jæja, við skulum þá halda af stað, sagði Mayi. — Þetta er löng leið, sem við eigum að fara. Lazynek og Mayi settust í aftur- sætið í stóra og sterka vagninum, sem Parker hafði leigt sér í Izmir, en sjálfur sat hann hjá Pehlivan- oglu, sem var við stýrið. Svona var haldið til fjalla. ÚT í ÆVINTÝRIÐ. Fyrstu klukkutímana lá leiðin um fagurt land, svo að Parker gat hvílt sig á þvi að dá náttúrufeg- urðina og safnað kröftum undir það, sem gerast mundi áður en ferð- inni lyki. Vegurinn var góður, lág- ir garðar á báðar hliðar, og í fjarska sá út yfir Smyrnaflóa. Ekki var mikið talað á leiðinni, og Parker hefði viljað borga mikið fyrir að fá að vita hvað bófarnir voru að hugsa um því hærra sem kom því eyðilegra varð landslagið. Vegurinn lá utan í fjallshlíð, gekk í bugðum yfir gil og meðfram gjám — sífellt hærra og hærra. Á einstaka stað mátti sjá hrör- leg skýli, sem voru að hálfu leyti grafin inn í fjallið. Loks var komin nótt — köld nótt og dimm, en bíl- ljósin sýndu veginn. Mayi hraut i aftursætinu. Rétt fyrir miðnætti, er þeir höfðu ekið í tólf tíma, beygði Lazynek sig fram. — Nú stönsum við bráð- SíðtBWÍ hÍuti um, sagði hann við bílstjórann á tyrknesku. Og bíllinn nam staðar um 300 metra frá stóru, hvítu húsi. Hvergi sást ljós í glugga, en þegar þeir klöngruðust út úr bílnum, stirðir og lerkaðir var varla stætt fyrir roki. — Þú verður hérna, sagði Lazy- nek við bílstjórann. Tyrkneski njósnarinn leit spyrjandi á Parker, sem kinkaði kolli til samþykkis. Svo gengu þeir þrír — Lazynek, Mayi og Parker þegjandi upp að húsinu. Það var svo hvasst að þeir urðu að ganga kengbognir til að standa. Parker þuklaði á skamm- byssunni, sem hékk í ól um öxl hans, undir jakkanum, og hélt sig jafnan í humátt eftir hinum tveim- ur. Hann heyrði að förunautur hans sneri bílnum við, til að vera viðbúinn að aka til baka fyrirvara- laust ef þörf gerðist. Ef bófarnir voru að hugsa um að ræna Parker yrði það auðvelt, því næsta byggð var í 70 km. fjarlægð og húsið stóð á smáhjalla með snarbröttum hengi- flugum í kring. Þarna var auðvelt að drepa heilan herflokk — hvað þá tvo menn, og fleygja þeim fyrir björg. EITRIÐ AFHENT. Þegar kom að dyrunum var Parker sagt að bíða þangað til þeir kæmu aftur. Áður. en hann gat svarað voru þeir báðir horfnir inn í húsið — og hann stóð aleinn eftir í myrkrinu. Hann beið tíu mínútur. Ekkert gerðist. Hvergi sást ljós kveikt inni. En stormurinn vældi og veinaði, svo að hann gat ekkert heyrt innan að, þó eitthvað væri að heyra. Þarna stóð Parker einn síns líðs, langt inni í Anatolíu, og hafði ekkert sér til varnar nema hug- kvæmni og hlaðna skammbyssu. Undir slíkum kringumstæðum má njósnarinn ekki láta hugann hlaupa með sig í gönur; ekkert er eins á- ríðandi og að vera rólegur. Ætluðu þeir að ræna hann — hirða pening- ana án þess að hann fengi nokkuð í staðinn? Kannske voru þeir búnir að setja vörð við veginn, svo að hann kæmist ekki til baka? Parker yppti öxlum. Það var til lítils að vera að brjóta heilann um þetta. Þarna voru það aðeins staðreynd- irnar, sem skiptu máli — og hvern- ig hann ætti að halda á spilunum sínum. Hann varð að taka afstöðu til hlutanna jafnóðum og þeir gerð- ust. Allt í einu opnuðust dyrnar og Mayi og Lazynek komu fram með stórt koffort milli sín. — Hérna er varan, sagði Mayi stutt. — Það er bezt að við fáum peningana og komust svo af stað. Parker steig skref aftur á bak til að fá meira svigrúm. — Nei hægan, hægan! hrópaði hann reið- ur. — Haldið þið að ég sé óviti? Ég verð að sjá vöruna fyrst! Ekki svo að skiija að ég tortryggi ykkur — en ég vil hafa allt í röð og reglu. Hann stakk upp á að þeir færu niður að bílnum og að hann athug- aði morfínið þar. Þeir féllust á það. Og á leiðinni niður á veginn gat hann sætt lagi að líta til baka. Sá hann þá að gefin voru merki með rauðu ljósi við húshornið. Og merk- inu var svarað úr fjallshlíðinni á móti. Parker hafði ekki orð á þessu, en hélt áfram og flýtti sér ekki. Hann varp öndinni er þeir komu að bíln- um — Pehlivanoglu undirforingi sat þar og beið. Svo var kveikt ljós í bílnum, og einn smápokinn í kofortinu opnaður og sýrutilraun gerð á hvíta duftinu. Parker lést vera ánægður. Eng- inn vafi á því að efnið var ósvikið. Meðan hann var að gera tilraunina sparkaði aðstoðarmaðurinn í fótinn á honum. Hann leit upp. Tíu eða tólf manns stóð kringum bílinn! LEIKIÐ Á BÓFANA. Foringi hópsins hallaði sér fram ógnandi, með riffilhlaupið aðeins fáa sentimetra frá höfði Parkers. Nú voru góð ráð dýr, annars átti hann á hættu að missa bæði pen- ingana og lítið. Parker tók viðbragð, hratt rifflinum frá sér út úr bíln- um. Hann baðaði höndunum og benti æstur á riffilinn. Tyrkneski aðstoðarmaðurinn kom út á samri stundu. — Dirfist þið að ógna okkur svona? hrópaði hann. — Þessi vinur minn er einn af frægustu mönnunum í New York, og þið farið með hann eins og fjalla- geit. Ef þið hafið ykkur ekki hæga verður ekki úr neinni verzlun. Það er hægurinn hjá að finna einhverja Lögreglumenn frá USA, Hellas og Tyrklandi unnu í nóvcmber 1954 að uppljóstrun smyglmáls og fóru svo leikar að mörg hundrúð kíló af ópíum voru gerð upptæk samtímis í Tyrklandi, Libanon og Sýrlandi. — Hér sjást njósnararnir með her-' fangið.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.