Fálkinn


Fálkinn - 22.04.1960, Blaðsíða 10

Fálkinn - 22.04.1960, Blaðsíða 10
10 FALKINN framar. Þeim kom vel saman, pabba og honum. Pabba leizt strax vel á hann og hann hafði gaman af sögunum, sem Kristófer sagði hon- um úr siglingum sínum og verunni í öðrum löndum. Það fór þannig að Kristófer fékk húsnæði hjá okkur. Honum þótti gott að fá að setjast að á þurru og fá vinnu í landi. En deginum sem okkur kom saman um að giftast, segi ég ekki frá hérna. Pabbi dó í fyrra, tæpu ári eftir að við giftumst. Svo að nú erum við ein um heimilið, ef svo má segja. Kristófer er duglegur og laghentur og hefur málað húsið og gert við það, sem bóta þurfti við. Það er orðið svo fínt hjá okkur að ég þekki þetta ekki fyrir sama hús, einkum vegna þess að við höfum fengið ný húsgögn og svo margt annað. Jæja, svona fór lífið hjá mér, og þetta er mín saga. Og Kristófer sagði einhverntíma dálítið við mig, sem ég mun aldrei gleyma: — Ég er ekki hræddur við að giftast þér, Anna. Ekki eftir að ég hef séð hvað þú hefur gert fyrir hann föður þinn. Svo að það varð þá ekki árang- urslaust — að ég varð heima hjá pabba. FRÁ BELGÍSKA-CONGO. — í hinn gömlu Congo-nýlendu Belga, sem nú er að verða sjálfstætt ríki, hefur verið lögð áhersla á það upp á síðkastið að gera ekki upp á milli svarta barna og hvítra. Þau ganga í skóia saman og lifa í bróðerni. Af þessu mættu Suður-Afríkúbúar læra — og enda Bandaríkjamenn líka. —★—- 50.000 PUND. Enskur sérfræðingur hefur reikn- að út, að það muni kosta kringum 50.000 pund að kaupa sér farmiða til tunglsins, þegar ferðir hefjast þangað, en það mun verða fyrir 1970, segir hann. Ferðin tekur 7 tíma og 42 mínútur. >f ShrítMwr >f Hann Erlendur rukkari var allt- af nokkuð seinn í vöfum. Einu sinni kemur hann til tannlæknisins, og þar er enginn fyrir á biðstofunni, svo að læknirinn kemur strax í dyrnar og býður honum inn fyrir og segir honum að setjast í gjörn- ingastólinn. — Gaptu nú vel, segir læknirinn, og það gerði Erlendur og læknirinn rekur töngina á kaf inn í kjaftinn á honum og kippir úr hon- um stórum jaxli. „Þetta gekk vel,“ segir læknirinn svo. „Já,“ svarar Erlendur, „en hvers á jaxlinn að gjalda, Ég var hérna með reikning fyrir fimm skippund- um af kolum.“ ★ — Veiztu hve mörg börn hann Amadeus í Kaplaskjóli á? — Eftir því sem ég kemst næst, á hann þrjú, sem hann hefur greitt við hamarshögg,en tvö upp á afborg- un. ★ Talsvert góðglaður náungi kem- ur inn í strætisvagninn, og hlammar sér niður milli tveggja kvenna. Þeg- ar þau hafa ekið dálítinn spöl hnipp- ir hann í aðra og spyr: — Áttu fimmtíu aura? — Nei, svaraði hún önug. Og svo hnippti hann í hina og hvíslar: „Átt þú 50 aura?“ — Nei, svaraði konan, enn fýlu- legri en sú fyrri. Svo kemur vagnvörðurinn til að innheimta fargjaldið og sá góðglaði tekur upp budduna og segir: — Ég ætla að borga fyrir þessar tvær. Þær eiga ekki fyrir farinu, aumingjarnir, ★ Gamall prestur hafði lengi legið veikur, svo að tvísýnt var um líf hans. En'svo fór, að hann hafði það af, og læknirinn sagði meðhjálp- aranum, að nú væri presturinn betri og úr allri hættu. Meðhjálparanurh fannst viðeig- andi að tilkynna þetta á einhvern hátt, og skrifaði því auglýsingu, sem hann festi á spjald við kirkjudyrn- ar. Á spjaldinu stóð þetta: „Guð er góður, -— presturinn er betri.“ ★ Hann Eyvi var mesti snillingur í höndunum, enda var mikil eftir- spurn eftir honum, til að gera að ýmsu smávegis hjá bændunum í sveitinni. Einu sinni bar svö við, að náðhúsið hjá oddvit'anum var orðið hættulegt, svo að gert var boð eftir Eyva til að hressa það við. Undir kvöldið kemur oddvitinn út til að líta á handverk Eyva. Hann var ekki sem ánægðastur og sagði: — Mér finnst þú hafa haft gatið á setunum of lítið. — Nei, það er eins og það á að vera. Það er eftir mínu höfði, sagði Eyvi. — Ég held að það hefði nú verið betra að þú hefðir notað sitjandann en ekki hausinn til að taka mál af gatinu, sagði oddvitinn. ★ Óli í Efribæ hafði farið í höfuð- staðinn. Þegar hann kom heim spurði nágranninn: „Náðirðu í nokk- urn kvenmann í kaupavinnu?“ -— Biddu fyrir þér, svaraði Óli. — það er allt svo dýrt þarna í höf- uðstaðnum, að ég fór með kerling- una með mér. ★ Bóndinn hafði ungan, laglegan vinnumann. Eitt kvöldið fór hann í sparifötin, tók stórt vasaljós og bjóst til að fara út. Þegar bóndinn spurði hvað hann ætlaði að gera út með vasaljósið, svarðaði pilturinn, að hann ætlaði að fara að biðja sér stúlku. — Ekki gerði maður það þegar ég var ungur, að hafa með sér vasa- ljós, þegar maður fór að biðja sér stúlku, sagði bóndinn. — Maður getur líka séð það á konunni þinni, að þú hefur beðin hennar í myrkri, svaraði stráksi. ★ Auglýsing. „Tjald, svo að segja nýtt, aðeins notað eina nótt, fæst í skiptum fyrir barnavagn.“ ★ „KARTS“ í FRAKKLANDI. — Litlu kappakstursvagnarnir, sem ganga undir nafninu „Karts“, hafa náð mikilli útbreiðslu í Englandi, af bví að beir eru ódýrir og gaman að aka í þeim. — Nú eru þessir vagnar farnir að tíðkast í Frakk- landi líka og er myndin af þessuin vögnum tekin í Boulogneskóginum í París. Vitið þér ...? að milljónir kínverskra kvenna eru enn með kýtta fætur? Nálega 50 ár eru síðan hinn æva- gamli siður, að kýta fætur stúlku- barna, með því að láta þau ganga í of þröngum skóm, var afnuminn með lögum. En á að giska 20—30 milljón kínverskar konur hafa þrjóskast við að hlýða, og eru enn „fótnettar“. að hættan er mörg í heima- húsum? Amerísk athugun hefur leitt í ljós að 4 milljón slys og óhöpp koma fyrir árlega í U.S.A., og 27.000 þeirra valda bana. — Mörg þeirra stafa af ógætni við meðferð raf- magns, en önnur af því að flöskur og glös eru ekki nógu vel merkt, svo að fólk lætur ofan í sig eitur i ógáti. að „vatnstryggir“ seðlar eru nú framleiddir í Japan? í Japan eyðileggjast árlega seðl- ar fyrir um 6 milljón krónur af sagga og vatni. En nú hafa Japanar gert nýja seðla og borið í þá harpix, svo að þeir eru jafngóðir þótt þeir vökni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.