Fálkinn


Fálkinn - 22.04.1960, Blaðsíða 7

Fálkinn - 22.04.1960, Blaðsíða 7
FALKINN 7 skárri menn til að verzla við. Hann tók málhvíld og hélt svo áfram: — Hlustið þið nú á! Við skiljum vel að þið vantreystið okkur af því að þið þekkið okkur ekki. En ég sver ykkur að þetta er allt í lagi. Við höfum peningana, og þið skuluð fá borgunina — en ekki ef þið hagið ykkur svona. Nú förum við allir upp í húsið aftur og gerum út um þetta í ró og næði. Lazynek tekur við peningunum sjálfur — og eng- inn annar. Bófarnir sefuðust nokkuð við þetta, og aðstoðarmaðurinn hélt að hann hefði unnið stundar sigur. Það varð hann að nota sér. — Við spörum tíma með því að aka húsbónda mínum upp að hús- inu, sagði hann — Mayi getur set- ið í vagninum líka .... Um leið og hann sagði þetta settist hann við stýrið. Harry Parker vatt sér inn í aftursætið hjá Mayi og morfíns- koffortinu — Lazynek hafði dregið sig í hlé meðan á rimmunni stóð. — Hypjið þið ykkur af veginum! öskraði Pehlivanoglu út um glugg- ann. Röddin var svo skipandi að bófarnir viku ósjálfrátt undan, svo að vagninn gæti snúið við. Það var skissa, sem varð þeim að falli. — Jæja, hvernig líst yður á? sagði Pehlivanoglu við Parker er hreyfillinn fór að hamast og þeir brunuðu á fullri ferð frá húsinu. Veginum hallaði dálítið' og bíllinn var kominn á 80 km. ferð. En nú sáu þeir ljósmerki frá mönn- um, sem stóðu á miðjum veginum með skammbyssurnar á lofti. í sömu svifum reyndi Mayi að stöðva vagninn með því að taka fyrir kverkarnar á bílstjóranum. Hann hafði aðeins náð til með annarri hendinni þegar hann fékk högg og varð jafn meðvitundarlaus og hnefakappi í rot. Það var hnefi Parker, sem hafði hitt hann — fyrst á flagbrjóskið og svo á hök- una. Mayi lyppaðist meðvitundar- laus niður á gólfið í bílnum. Bóf- arnir skutu á þá en Parker beygði sig út um gluggann og svaraði þeim með skammbyssunni. Pehlivanoglu stýrði með hægri hendi og skaut með þeirri vinstri á þá sem reyndu að girða veginn. Þeir forðuðu sér undan á síðustu stundu. Er þeir höfðu ekið nokkra kíló- metra námu þeir staðar, tóku Mayi og fleygðu honum út í skurðinn. — Það verður of mikið ónæði að hon- um á heimleiðinni, sagði Parker. Njósnararnir-tveir voru hróðugir er þeir óku upp að lögreglustöðinni í Izmir. Leiðangurinn hafði tekizt. LAZYNEK HANDTEKINN. Frá Izmir var flokkur vopnaðra manna sendur stystu leið til Usak, inni í landi, þar sem Parker og tyrk- neski aðstoðarmaðurinn giskuðu á að „efnagerðin“ væri. Nákvæm lýs- ing á foringjum bófaflokksins, Lazynek og Mayi, var send um allt land og til Interpol, ef ske kynni að bófarnir reyndu að komast úr landi. Aðeins fáum klukkutímum eftir að þetta hafði verið gert, kom götulögregluþjónn í Izmir auga á mann, sem hann grunaði að væri Lazynek. Þessi náungi fór einn síns liðs inn á knæpu, og var ómögu- legt að komast undan er skamm- byssu var otað að honum og honum var skipað að rétta upp hendurnar. Þetta var Lazynek og nú var lágt á honum risið. Nú var enginn skip- unartónn í röddinni og ekkert handapat. Þetta sem gerzt hafði uppi í fjöllunum hafði riðið honum að fullu. Hann gaf þá skýringu að hann hefði haldið að Parker væri hættulegur arabískur bófi, dulbú- inn sem Ameríkumaður. Eftir að bíllinn hafði sloppið hafði Lazynek haldi til Izmir til að leita að mor- fíninu og drepa „Arabann“. Þegar honum var sagt að það hefðu verið tveir af njósnurum lögreglunnar, sem höfðu leikið á hann, vildi hann ekki trúa því fyrst í stað. Fyrir rétti meðgekk Lazynek að hann væri foringi bófanna, og bauðst til að sýna lögreglunni bæki- stöð sína, sem var gamalt skólahús. SÍÐASTA SKOTHRÍÐIN. Áður en Lazynek yfirgaf aðal- 1630. — Þessi vetur, Jökull, lagðist að strax um imbrudaga um haustið með ófanna snjóum, er aldrei upp- tóku þann vetur. Hægði nokkuð hríðum á jólum, en þar eftir versn- aði aftur: batnaði með sumri og upptók allan snjó á viku. — Þá skikkaði herra Þorlákur séra Arngrím Jónsson til Miklabæjar, Silfrastaða og Víðimýrar sóknar. Þá klöguðu Rípursóknarmenn harðlega prest sinn, séra Sigurð Jónsson. Haldin þar um prestastefna í Við- vík í Novembri og hann afsettur embættinu til vorsins. Vígður til Höskuldsstaða Hallgrímur Jónsson. Þann vetur myrti kona sig í Stærra- Árskógssókn. — Despenserað um greftran hennar innan garðs sökum hennar sorgfullu dóttur etc. Þá eð fyrsta var dæmt á alþingi um galdrameðferð Gísla Snæbjarn- arsonar og í lög leitt hér kóngsbréf um kukl 1617. Þá sást vondur draugandi um Eyjafjörð allan mörgum til skelf- ingar, uppvakningur haldinn, gjörði stórar skráveifur, sást fyrst í brullaupi einu á Grýtubakka, hafði selshaus að ofan, en hrossafætur að neðan, en með mannlegum höndum og brjóstum. Sá vetur mjög harður með pen- ingafelli í Austfjörðum og fyrir norðan og undir Eyjafjöllum. — Vatnsleysi gekk víða að í Sunn- lendingafjórðungi sökum frosta. Svo mikil snjófergja kom víða um Norð- urlandið, að bæjum og úthýsum lá við sligan, hélzt við fram í miðjan Aprilem, lítil sviun á stundum. — stöð sína uppi í fjöllum hafði hann látið orð falla um „dulbúna Ame- ríkumanninn" við lögregluna í 111- ica. — Hann er í grænum bíl, hlöðn- um smyglaravarningi, sagði Lazyn- ek í þeirri von að fjallalögreglan handtæki Parker og aðstoðarmann hans. Síðan ætlaði Lazynek að reyna að ná ímorfínið. Þegar lögreglan frá Izmir kom upp í fjöllin — hún var ekki í ein- kennisbúningi — var hún stöðvuð af vopnuðum mönnum og skipað að gefast upp. Labernas lögreglu- foringi gerði þá grein fyrir hver hann væri, en lögreglan þarna á staðnum neitaði að trúa honum. Það var hlegið að honum. — Þú kemur vel heim við lýsinguna á arabíska bófanum, og þér er hollast að segja okkur hvar þú hefur falið morfínið! Kapteininn sýndi lögreglumerki sitt, en það stoðaði ekki. Hann og Fisklítið víða við sjóarsíðuna, en sumarið þessa árs mjög blítt með grasi nægilegu, en haustveðráttu þó allra blíðust. Jól þessa árs voru með stríðum stormum óvenjulegum. Á þriðja dags nótt*) var stríður sunn- anstormur með eldgangi hræðileg- um og reiðarslögum og þá sömu nótt deyði herra Oddur biskup Einarsson að Skálholti á 77. aldurs- ári, biskup verið 42 ár. Þá sló reið- arþruma einn bæ, er Höfði heitir, í Setbergskirkjusókn vestur, niðursló baðstofuna sérdeilis og eina konu þar inni til dauðs, en barn mjög lítið, sem hjá henni var, rykktist út og fékk öngvan skaða á lífi né lim- um. Item fimmta á jólum var ógn- arlegur stormur og næsta skaðlegur um allt landið, svo tíu fiskiskip brotnuðu undir Jökli vestur, þrjú skip á Rosmhvalanesi, eitt á Álfta- nesi, eitt í Selvogi. Item misstust hey allvíða úr görðum um landið og fé út í sjó og ár undir Eyjafjöll- um og Jökli Item skemmdist þá öli tún á Eyrarbakka með ágangi sjáv- arins, sandi og grjóti. Þá var mik- ill trjáreki fyrir öllu Suðurlandinu. Skeðu hræðilegir þrír jarðskjálft- ar 20. Februarii, svo víða um sveitir hröpuðu hús, og 6 menn fyrir aust- an Þjórsá urðu undir húsum, nær hröpuðu. Það ár hengdi sig maður á Stokkseyri í fjósinu. Missti séra Guðmundur Jónsson sinn prestskap. Item afsettur séra Þorsteinn Jóns- son á Ríp í Hegranesi fyrir sérlegar sakir.--------- *) Aðfaranótt 28. des. menn hans voru handjárnaðir og fluttir á lögreglustöðina í Illica. Það var ekki fyrr en hann var sýndur manni, sem hann þekkti þarna í bænum, að misskilninguv- inn leiðréttist og lögregluforinginn var látinn frjáls. Þess getur ekki í skýrslunni, hvað Labernas lög- reglufulltrúi sagði þegar handjárn- in voru tekin af honum, en sjálf- sagt hefur það ekki verið neitt fal- legt. Tveimur tímum síðar óku þeir á- fram þangað sem hús Lazyneks stóð. Áður en bílarnir námu staðar urðu þeir fyrir skothríð og hittu skot éinn vagninn. Bófarnir,. sem biðu eftir að Lazynek kæmi aftur með morfínið, töldu sjálfsagt að þarna væri kominn græni bíUinn hrappsins, sem hafði leikið á þá. Þá grunaði ekki að lögreglan var kom- in. Labernas foringi lét menn sína leita skjóls bak við klett og sendi tvo beztu skotmenn sína bak við húsið til að verja útgöngu þangað. — Við gerum atlöguna að framan- verðu, sagði hann. — Þið verðið að taka mannlega á móti þeim, ef þeir leita undankomu bakdyrameg- in. En þið megið ekki drepa þá, ef mögulega verður komist hjá því. Mörg skot heyrðust úr húsinu. Labernas skipaði fyrir. Skothríðin dundi á húsinu og kvarnaði múrinn og braut rúður. Labernas var í þann veginn að skipa mönnum að gera atlöguna er hann sá mann á efri hæðinni veifa hvítum klút út um gluggann: — Við gefumst upp! var hrópað. — Fleygið vopnunum frá ykkur! hrópaði Labernas á móti. — Og komið svo út, með uppréttar hend- ur. Sjö óburðugir og skjálfandi bófar komu út. Tveir þeirra voru ættingj- ar Lazyneks. Inni í húsinu lá sonur hans, sem hafði fengið kúlu í haus- inn. Hann hafði fallið í fyrstu skot- hríðinni. Á neðri hæðinni fann lögreglan fuUkomna efnarannsóknastofu með öllum áhöldum, sem þarf til þess að breyta ópíum í morfín — fyrsti liðurinn í tilbúningi heróíns. Þarna voru tekin 66 kíló af ópíum og yfir 50 kíló af morfíni — mesta magn, sem tyrkneska lögreglan hefur nokkurn tíma komist yfir. Næst: Eitursmyglun « Austur- löndum. ☆ S J ÁLFSMORÐ ALÆKNIN G. Japanskir læknar hafa sett sam- an lyf, sem þeir vona að geti dregið úr hinum sívaxandi sjálfsmorðafar- aldri í Japan, sem orðin er þjóðar- plága. Tilraunir hafa sýnt, að lyfið dregur stórum úr svartsýni og ör- væntingu fólks. o 7726 SYNDIR. Sóknarprestur einn í Birmingham hefur varið miklum tíma í að skrá- setja allar þær syndategundir, sem breyskir menn geta drýgt. Hann fann 726. Síðan ensku blöðin sögðu frá þessu afreki prestsins, hefur hann fengið meira en 26.000 bréf frá fólki, sem biður hann að senda sér skrá um syndirnar, svo að það geti betur varað sig við að drýgja þær. Sjávarborgarannáll

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.