Fálkinn


Fálkinn - 22.04.1960, Blaðsíða 16

Fálkinn - 22.04.1960, Blaðsíða 16
Bóh ársins 1900: VESTUR-ÍSLENZKAR ÆVISKRÁR Meðal íslendinga hefur frá fornu fari verið mikill áhugi á sögu þjóðarinnar og ætt- fræði. Þeim áhuga má að verulegu leyti þakka að hin- ar fornu bókmenntir íslend- inga urðu til og að síðan hefur haldizt við þekking á ættum manna og sögu ein- staklinga, óslitið að kalla má til okkar daga. Hefur það reynzt ómetanlegur styrkur í baráttu íslendinga fyrir sjálfstæði sínu og tilveru sem sjálfstæðrar þjóðar. Og enn lifir sami andinn. Menn vilja vita deili á frændum sínum, þótt fjarskyldir séu og búi í öðrum löndum. Ef litið er á það, sem íslendingar vestan hafs hafa skrifað, sést að sami áhuginn hefur lifað þar, enda miklar heimildir um ætt- fræði og mannfræði í íslenzk- um ritum og blöðum vestan hafs. Sýnishorn uf einni hlaösíön úr hókinni. ' Vi.ÍM tNZKAK ÆAiSKK.ÁR M m Til þess að endurvekja hin gömlu kynni og skapa ný tengsl milli frænda báðum megin hafsins hef ég hafizt handa um að safna í eina heild stuttum æviágripum með myndum sem flestra nú- lifandi manna af íslenzkum ættum í Vesturheimi og gefa út Eins og að líkum lætur, er útgáfa slíks ritverks, sem að miklu leyti hefur orðið að vinna í annari heimsálfu, rajöig kostnaðarsöm, og má segja að framhaldsstarfið verði því aðeins unnið, að unnl reynist að tryggja því fjárhagslegan grundvöll þeg- ar í upphafi. í því skyni verð- ur leitað eftir áskriftum að æviskrám og þess vænzt, að allir, sem ættfræði og mannfræði unna gerist áskrif- endur. Nær sú hvatning jafnt til íslendinga austan hafs og vestan. Verða æviskrár þess- ar mun ýtarlegri en ís- lenzkar æviskrár, sem Bók- menntafélagið gaf út fyrir nokkru, auk mynda af öll- um viðkomandi mönnum, sera það leyfðu. Þá verður aftast í bindinu nafnaskrá yfir alla, sem þar er getið. En þeir munu skipta mörgum þúsund- um. Kemur fyrsta bindið út í ár. Það verður um 500 bls. í stóru broti, prentað á myndapappír. Fræðimennirni- sr. Benjamín Kristjánsson á Laugalandi og sr. Jón Guðna- son þjóðskjalavörður í Reykja vík, búa æviskrárnar undir prentun, en útgáfu annast Bókaforlag Odds Björnsson- ar á Akureyrí, og er það góð trygging fyrir vandaðri vinnu. Verð þessa bindis er ákveðið til áskrifenda kr. 350,00 í bandi, en óbundið 320,00. — Bókhlöðuverð verður kr 450,00 ib. og kr. 420,00 ób Til þess að iétta undir með hinum mikla útgáfukostnaði, fylgir boðsbréfi þessu áskrift- arseðill, og eru það vinsam- leg tilmæli mín til þeirra, sem gerast vilja áskrifendur, að þeir sendi kr. 50,00 fyrir- framgreiðslu ásamt áskriftar- seðlinum. ÞEIM, SEM GREIÐA ÞETTA FYRSTA BINDI AÐ FULLU VIÐ PÖNT- UN, ERU BOÐIN ÞAU KOSTAKJÖR AÐ EIGN- AST BÓKINA „FRÁ KOTÁ TIL KANADA“ EÐA ÞÁ „DALA- SKÁLD“ EFTIR EIGIN VALI, ÁSAMT RITINC EDDU, ÖLLU SEM ÚT ER KOMIÐ, FYRIR AÐ- EINS KR. 20,00. — AT- HUGIÐ VEL ÞETTA BOÐ. Efni þessa boðsbréfs er fyrst og fremst að kynna Æviskrárnar og þann tilgang, sem að baki liggur, að gefa slíkt rit út. En hann er í stuttu máli þessi: 1. Skapa grundvöll að per- sónulegum tengslum milli fs- lendinga austan hafs og vest- an. 2. Fá yfirlit um, hvern þátt fóik af íslenzkum ættum hef- ur átt í þjóðfélögunum í Ameríku, þar sem fram kem- ur, hvaða störf það hefur unnið og hvert áhugi þess hefur beinzt. 3. Verða þáttur í ísl. ætt- fræði og söguleg heimild sem unnt sé að byggja á í fram- tíðinni um ættartengsl manna báðum megin hafsins og vekja með því áhuga yngri kynslóð- arinnar vestra og ættarbönd- unum við fsland. Það er hugmynd mín að þarna verði skráð heimild um menn af íslenzkum stofni sem hafi varanlegt gildi fyrir sögu landa þeirra, ekki síður en ís- lenzka ættfræði, og sýni hvern þátt hinn litli, íslenzki þjóðstofn hefur spunnið í líf hinna fjölmörgu þjóða i Ameríku. Einnig megi þetta verða til þess, að efla almennt menningarsamband milli ís- lands annars vegar og Canada og Bandaríkjanna hins vegar. Að lokum vil ég þakka öll- um þeim fyrirfram, sem ger- ast áskrifendur að Æviskrán- um og leggja þar með fram sinn skerf til þess, að mynda meginþráð yfir hafið milli ís- lendinga austan hafs og vest- an, og styrkja þannig og treysta samstarf ■ og kynni við þessa fjarlægu frændur okkar og vini. Akureyri 15. marz 1960. Árni Bjarnarson. — — TT^'W.KMB————————I——————————■————*■*"*" Á§kriftar§e(Mll ad Vestwr-íslenzkuin ævi§krám I. Ég undirrit gerist hér með áskrifandi að Vestur- islenzkum æviskrám I., sem koma út í sumar og kosta til áskrifenda kr. 350,00 ib., og kr. 320 ób. að viðbætt- um kostnaði. Séndi ég hér með kr. Pantanir sendist: Bókaverzl. Edda h.f., Akureyri NAFN: . . .. HEIMILI: .. PÓSTSTÖÐ:

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.