Fálkinn


Fálkinn - 22.04.1960, Blaðsíða 8

Fálkinn - 22.04.1960, Blaðsíða 8
8 FALKINN ★ Mig langar til að segja sögu mína, þó hún sé ekki beinlínis stór- viðburðarík. Eiginlga er hún það gagnstæða svo að þú ræður hvort þú lest hana. En sagan er um vandamál, sem árum saman olii mér miklum áhyggjum, þangað til forsjónin greiddi úr því á æskileg- asta hátt. Geta mennirnir yfirleitt ráðið fram úr vandamálum sínum sjálfir? Þeir geta að minnsta kosti ekki alltaf gert það, sem þeir sjálfir vilja. Rás viðburðanna neyð- ir þá stundum til að gera þetta eða hitt, hvoi't sem þeir vilja eða ekki. Þannig fór mér, og ég get ekki sagt að ég hafi átt hamingjusöm bernsku- eða uppvaxtarár. Það lá við að ég hefði misst alla von um að nokkuð gleðilegt gæti borið mér að höndum, því að — já, því að hann faðir minn hefur verið mitt mikla vandamál, nærri því alla alla mína æfi. Enginn maður hefur vakið hjá mér jafn andstæðar til- finningar og hann. Og þó fór svo að það var honum óbeinlínis að þakka, að ég varð gæfumanneskja. Ég hafði átt heima í útjaðri smá- bæjar í Vestfold og hef aldrei kynnst öðru umhverfi. Okkur leið eins og fólki flestu. Pabbi var hafn- arvinnumaður, og börnin voru ekki önnur en ég. Mér gekk vel í skól- anum enda var ég iðin og hafði gaman af bókum. Og ég var alltaf að hlakka til að verða uppkomin og geta staðið á eigin fótum. Ég hafði svo mörg áform í huga og mig dreymdi um svo margt. Og fyrst og fremst lang- aði mig til að komast á burt úr þessum litla bæ. Oft dreýmdi mig um að komast til Oslóar. En það sem ég hafði mest gaman af, þegar ég var stelpa, var að ganga niður á bryggjurnar og skoða skipin. Sá sem gæti ferðast langt út í heim! hugsaði eg með mér. Sá sem fengi að standa á þilfarinu á skipinu þarna og sigla þurt frá öllu saman. Og ef ég væri strákur væri auðvelt að láta þann draum rætast, hugsaði ég með mér. Þá gæti ég fengið atvinnu á skipi undir eins og ég yrði fimmtán ára og byrjað að lifa fyrir sjálfa mig. Og hefði ég átt kost á því, mundi æfi mín hafa orðið allt önnur. Skelfing gramdist mér stundum að ég skyldi vera stelpa! í dag get ég brosað að sjálfri mér. í dag er ég glöð yfir að vera sú sem ég er. Ég man vel þegar ég varð ást- fangin í fyrsta skipti. Það var strák- ur í þekknum, Árni hét hann. Og ég þorði aldrei að segja frá því heima, að stundum var ég með Árna, af því að pabbi féll ekki, að ég væri að „flækjast úti á götu með strákum“, eins og hann orðaði það. Pabbi var mjög strangur við mig þegar ég var barn. Ég var hrædd við hann þá. Og síðar hafði hann líka vald á mér, en á annan hátt. Líklega hefur hann verið svona strangur af því að ég var stelpa, og eina barnið hans. Það var líka þess vegna, sem ég óskaði svo oft að ég væri strákur. Ég gat aldrei verið óháð pabba, en ég held að hann hafi aldrei skilið hve alvar- lega hann þrengdi að frjálsræði mínu. Annars var það sem gerðist ekki honum að kenna. Það hafa ávallt verið ytri öfl, sem hafa gripið fram í. Tilviljanir gæti maður kallað það, þó að það væri svo alvarlegt og örlagaríkt fyrir mig, að ég átti bágt með að kalla það tilviljun. Og í dag skil ég, að dýpri meining og tilgangur hefur verið með þessu öllu saman. Ég man þegar ég kvaddi Árna er hann var að fara til sjós, tæplega seytján ára gamall. Þetta var fyrsta ferðin hans og hann var afar hreyk- inn, þó hopum þætti sárt að skilja við mig. Samt var hann montinn af að „eiga stúlku í landi”, eins og hinir. Hann þóttist vera orðinn fullorðinn og maður með mönnum. Þetta ver mig gegn freistingum sjómannalífsins, Anna, sagði hann þegar við vorum að kveðjast. Ég hafði gefið honum mynd af mér, — ég átti ekki annað en fermingar- myndina mína að gefa honum, og hann hafði gefið mér vegabréfs- mynd af sér í staðinn. Og þó að við hétum hvort öðru ævarandi trú og tryggðum varð viðskilnaðurinn þungur og sár hjá okkur báðum. Ég man að ég grét beisklega og fannst ég aldrei mundu verða glöð framar á æfinni. Já, svo heimsk var var ég að ég hélt að þetta mundi verða sárasta sorgin sem ég mundi upplifa. Ég skildi það betur seinna að ég gat ekki orðið Árna nein vörn gegn freistingum sjómannalífsins. Hann varð fjögur ár í fyrstu ferðinni sinni, og á fjórum árum getur margt gerst. Það fékk ég að reyna sjálf. Því að margt skeði á mínum lífs- ferli næstu fjögur-fimm árin. — Pabbi varð fyrir hræðilegu slysi. Hann datt ofan í lest í skipi og hryggbrotnaði og varð öryrki æfi - langt. Og hefði þetta slys ekki orðið þá er bágt að segja hvernig æfin mín hefði orðið. ÉG var svo heppin að fá náms- styrk, svo að ég gat komist í unglingaskóla. Annars hefðu pabbi og manna ekki haft efni á að senda leika sem ég yrði að nota. Aldrei var ég komin jafn nærri því að láta draum minn rætast og þá. Og mér fannst himneskt að lifa. En svo dó mamma. Og þyngra áfall gat ég tæplega hugsað mér. Ekki aðeins vegna þess að mér hafði alltaf þótt vænt um hana. Ég vissi hvaða áhrif þetta mundi hafa á framtíð mína. Hvað lá nú fyrir pabba? Hver átti að stunda hann? Hverjum stóð það nær en mér? Mér var nauð- ugur einn kostur að brjóta blað og fara heim undir eins. Sjá hverju fram vindi um sumarið, hugsaði ég með mér. Ég var orðin tvítug og' mér fannst tími kominn til þátta- skipta í lífi mínu. En þröskuldurinn sem ég stóð á núna var í dyrum míns eigin bernskuheimilis. Það var minn staður, og þar varð minn stað- ur, ekki aðeins þetta sumar heldur mörg komandi sumur líka. Faðir minn var harmi lostinn út af fráfalli mömmu. Mér fannst sorgin hafa gerbreytt honum. Sjúkdóm- urinn hefur kannske líka gert sitt til, og ég ekki tekið eftir því fyrr, eftir að ég hafði verið heiman um tíma. Pabbi var orðinn enn hljóð- ari, auðmýkri og meir ósjálfbjarga. Það var líkast og hann héldi dauða- haldi í mig — hann sagði með ber- um orðum að hann gæti ekki án mín verið. — Nú á ég ekkert nerna þig, Anna, sagði hann og tárin runnu niður magrar kinnarnar. Hann þurfti ekki einu sinni að segja það. Hann vildi ekki fara á hæli og hann var svo gamaldags í hugsun að honum fannst sjálf- sagt að börnin væru til vegna ruril hvititii hjjtí pabba mig þangað, eins og ástæðurnar voru heima. Pabbi sat í stól allan daginn, máttlaus, þunglyndur og hugsandi, og það reyndi mikið á mömmu að sjá hann svona á sig kominn. Hún var farin að vinna utan heimilisins til þess að létta undir, því að öryrkjatryggingin var ekki mikil. Og reyndar held ég líka að mamma hafi átt erfitt með að vera heima allan daginn. En ég átti góða æfi meðan ég var í skólanum. Það var skemmtilegasti kaflinn úr æsku minni. Kennurun- um líkaði vel við mig vegna þess að ég átti gott með að læra og var áhugasöm. Ég eignaðist lika marga vini þarna í skólanum, en lífið hef- ur hagað því svo að ég hef haft lítið af þeim að segja síðan. Sumir kennararnir voru að tala við mig um framtíð mína. Þeir hvöttu mig til að læra meira, því að þeim fannst ég hafa góða hæfi- foreldranna sinna. Og nú datt mér aftur í hug: Bara að ég hefði verið strákur. Þá væri ég kannske til sjós núna, eins og Árni. Ég hafði aldrei þorað að segja honum að mig lang- aði til að komast að heiman, — jafnvel ekki meðan mamma lifði. Og nú gat ekki komið til mála að ég minntist á það. Auk þess hafði ég misst móðinn sjálf. Ég vissi að ég mundi aldrei geta hugsað um annað en pabba, þó ég færi. Ég mundi sjá hann í haganum, staulast milli stóls og sængur á tveimur stöfunum, skakkan í baki. Og hvað mundi fólk segja, ef ég færi frá honum? Maður verður smeykur við umtal fóiks þgar maður á heima í smábæ eins og ég geri. Og auk þess hafði ég ekki lokið neinu sérnámi. Ýmsir kennarar mínir höfðu ráð- lagt mér að fara til Osló er ég hefði lokið unglingaskólanum. Þeir sögðu að ég gæti ráðið mig í vist og gengið

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.