Fálkinn


Fálkinn - 22.04.1960, Blaðsíða 3

Fálkinn - 22.04.1960, Blaðsíða 3
FALKINN 3 ÍSLENZK HÖSGÖGN Fyrir nokkru var opnuð hér í Reykja- vík fyrsta húsgagnasýning, sem Félag húsgagnaarkitekta stendur fyrir hér á landi. Hefur félagið lengi haft hug á að efna til húsgagnasýningar og gefa al- menningi kost á að kynnast nýjunum í ís- lenzkri húsgagnagerð. Undirbúningur að sýningunnj var haf- inn fyrir tæpu ári og var þegar ákveðið að það yrði samsýning húsgagnaarki- tekta, húsgagnasmíðameistara og bólstr- ara, Á sýningunni eru eingöngu húsgögn, sem ísl. húsgagnaarkitektar hafa teikn- að og framleidd eru af húsgagnasmíða- meisturum og bólstrurum. Arkitektarnir eru: Halldór Halldórsson, Hjalti Geir Kristjánsson, Kjartan Á. Kjartansson, Gunnar H. Guðmundsson, Árni Jónsson, Helgi Hallgrímsson, Sveinn Kjarval, Gunnar Theódórsson og Páll Guðmunds- son. Skarphéðinn Jóhannsson arkitekt sá um fyrirkomulag sýningarinnar og hefur hver húsgagnaarkitekt afmarkað svæði. Smíðisgripirnir á sýningunni hafa ekki verið framleiddir áður og því um algera nýjung að ræða. Á sýningunni eru teppa frá Teppagerðinni Axminster, lýsingu sá Lýsing h.f. um, en Völundur lánaði efni. Þá eykur það á fjölbreytni sýningar- innar, að þar verða einnig til sýnis nokk- ur málverk eftir Jón Stefánsson. Eru það málverk, sem aldrei hafa verið sýnd hér á landi fyrr. Félag húsgagnaarkitekta var stofnað fyrir fimm árum og eru félagsmenn 13 að tölu. Flestir eru þeir lærðir húsgagna- smiðir, sem síðan hafa stundað framhalds- nám erlendis í húsgagnateikningum og teikningu innréttinga. Megintilgangur fé- lagsins er að stuðla að bættri híbýla- menningu og vinna að því að hér séu ætíð á boðstólum innlend húsgögn, sem ekki standi þeim erlendu að baki. Hyggst fé- lagið gangast fyrir sýningu sem þessari með ákveðnu millibili. Sýningunni lýkur n. k. sunnudag. Hver aðgöngumiði gildir jafnframt sem happ- drættismiði og eru vinningarnir húsgögn að verðmæti um 9 þús. kr. Á neðstu hæð Hrafnistu, dvala rheimilis aldraðra sjómanna er vinnusalur fyrir netahnýtingar menn. Vinna margir vistmenn fyrir sér með netahnýtingum og öðriun störfum. — Vinnu- gleði er þar mikil. Kappdrættí DAS fjölgar vinningum Stytta Jóns Sigurðssonar lýst upp. LJÓSYIKA í REYKJAVÍK Aðalfundur Ljóstæknifélags íslands var nýlega haldinn og mjög til hans vand- að. Meðal annars kom formaður sænska ljóstæknifélagsins, Ivar Folcker, en hann er jafnframt nýkjörin formaður alþjóða- ljóstæknisambandsins CIE. Flutti hann aðalerindj fundarins. Auk ársfundarins beitti Ljóstæknáfé- lagið sér fyrir eins konar ljósviku 3.—9. apríl. Var ætlunin með henni að örva sem flesta til átaka á sviði bættrar lýsing- ar og aukinnar fræðslu um fyrirkomulag og meðferð lampa, Félagið beitti sér og fyrir flóðlýsingu nokkurra bygginga einkum við Austurvöll. Einnig var stytta Jóns Sigurðssonar lýst með bráðabirgða- Ijóskösturum. Sá Rafmagnsveita Reykja- víkur um þessar framkvæmdir. í lok vikunnar var kennslustofa í lýs- ingartækni, sem Ljóstæknifélagið og raf- magnsdeild Vélskólans starfrækja, opin almenningi. Þar var sýnishorn alls konar lampa og upplýsingar gefnar um ljós og lýsingu. Þá var og reynt að vekja áhuga fólks á bættri lýsingu með sérstakri skreytingu í sýningarglugga málarans við Bankastrætá. Ákveðið hefur verið að fjölga vinningum í happdrætti dvalar- heimilis aldraðra sjómanna úr 20 í 50 á mánuði en tala útgefinna miða helzt þó óbreytt. Hins vegar hækk- ar endurnýjunargjald úr 20 krón- um í 30 á mánuði. Vinningar í happdrættinu verða þessir: 24 íbúðir, 12 fullgerðar og 12 tilbúnar undir tréverk, 24 bif- reiðar, 4 píanó, 12 saumavélar og 536 aðrir vinningar, svo sem hús- búnaður eftir eigin vali fyrir 5—10 þús. kr. hver. Heildarverðmæti vinninganna verður 13,3 millj. kr. Eignir dvalarheimilisins nema nú 25 millj. kr., og verður í sumar byrjað á að reisa nýja álmu við heimilið fyi'ir um 65 vistmenn. Samkomuhús dvalarheimilisins verður tekið í notkun um næstu mánaðamót. Verður þar fullkomn- asta kvikmyndahús hér á landi. Verður það útbúáð með svonefndu Todd-AO kvikmyndatjaldi, sem framkallar þrívíddaráhrif ári þess að sérstök gleraugu séu notuð. Er það nýjung hér á landi og aðeins mjög fá kvikmyndahús erlendis eru þannig útbúin. Aðgangseyrir að slíkum kvikmyndahúsum er mun dýrari en í venjulegum kvikmynda- húsum og verður svo hér. Fyrsta myndin, sem sýnd verður, er óper- ettan South Pacific. Framkvæmda- stjóri kvikmyndahússins verður Valdimar Jónsson. Vistmenn Dvaldarheimilisins eru nú 80 og 44 sjúklingar, en sjúkra- deildin var tekin í notkun í febrúar á s.l. ári. Vríanerhjasöfnun Áhugi er nú mjög mikill hér á landi á frímerkjasöfnun ekki sízt meðal unglinganna, og á starf- j semi Æskulýðsráðs Reykjavíkur sinn þátt í því. Nú nýlega voru gefin út hér eins og í fjölmörgiun öðrum löndum svonefnd flótta- mannafrímerki. Þröngin hefur aldrei verið jafnmikil í pósthúsi Reykjavíkur og þá. Langar bið- raðir mynduðust af fólki, sem var með umslög álímd þessum nýju frímerkjum og beið þess að fá þau ; stimpluð með útgáfudagsstimpli. Þarna mátti sjá marga þekkta safnara en unglingamir voru samt í miklum meirihluta. Rauði kross- inn gaf út sérstök útgáfudagsum- slög, sem margir keyptu og not- færðu sér. Myndin hér að neðan er úr póst- íwwwuwwvwvwtfwww^vuwwwwwiftjwwwwwvw,húsinu útgáfudag frímcrkjanna.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.