Fálkinn


Fálkinn - 22.04.1960, Blaðsíða 11

Fálkinn - 22.04.1960, Blaðsíða 11
FÁLKINN H ☆ ☆☆ LITLA SAGAN „Það yar annað mál“ ☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆ — Halló, Gunna, það er ég — nú skal ég segja þér nokkuð, ég hitti gamlan skólabróður minn niðri í Hafnarstræti í morgun, mann sem ég hélt að væri kominn til Ameríku fyrir löngu. — Ég ætla að bdðja þig þess lengstra orða, Brandur, að segja ekki að þú hafir boðið honum heim að borða, því að þá spfing ég af vonsku. — Það kom á daginn að hann Reiðar hefur alls ekki átt heima ei'- lendis, eins og ég hélt, heldur norð- ur á Akureyri. En nú er hann að setjast að hérna. — Heldurðu að þú sért að segja mér fréttir? Hvað heldurðu að mig varði um þetta? Og þú hefur boðið honum í miðdegismat? — Við höfum ekki sézt í rúm tuttugu ár, svo að við höfum nóg að tala saman um. Reiðar er ógiftur ennþá; hann býr á Borginni núna, en er að reyna að ná sér í íbúð. Hann hefur stofnað verzlun hérna. — Og þú munt ætla að verzla eitthvað við hann og hefui- boðið honum heim í miðdegismat klukk- an 17, án þess að spyrja mig. — Já, ég bauð honum heim, ekki vegna þess að ég ætli að verzla við hann, því að hans verzlun er ekki í minni grein, heldur af því að vdð erum góðir og gamlir kunningjar, og ógiftir menn kunna altaf að meta heimasoðinn mat. Reiðar kann að meta undii'stöðumat, — og eng- inn býr til jafngóða ketsnúða og þú, Gunna. — Ég er fokreið, Brandur . . ég er að springa .... — Jæja? — Já, ég er að springa. Hvenær heldui'ðu að þér geti skilizt, að þu verður að hringja heim til mín áð- ur en þú býður gömlum kunningj- um eða skiptavinum heim í mat? Ég hef alls ekki kringumstæður til að hafa gesti í dag, hárið á mér er úf- ið eins og hrafnsungi og ég með höfuðverk. — Hann Reiðar er ekki neitt til- tektarsamur með hárgreiðslu eða höfuðverk. Hann er einstaklega við- felldinn og alúðlegur maður, öllum hlýtur að líka vel við hann. Hann þekkir fáa hérna í höfuðstaðnum, og hann verður feginn að fá að kynnast þér. — Þú ei't bjálfi! — Heldurðu að ég viti það ekki. Hann kemur þá kl. 17. ---Nei, hann kemur ekki klukk- neitt, — símaðu til hans og segðu honum, að konan þín geti ekki haft gesti í dag. — Mér er það ómögulfegt, Gunna, — þú hlýtur að skilja, að það er ekki hægt. Hárið á þér er eflaust óaðfdnnanlegt, og höfuðverkurinn hverfur ef þú fær þér pillur. Trúðu mér til — hann Reiðar var ánægður þegar hann var að sýna mér nýju verzlunina sína — hann hefur fimm stúlkur, svo að þetta er ekki smá- ræði. Hefði ég vitað að hægt er að græða svona mikið á kvenhöttum mundá ég hafa stofnað kvenhatta- verzlun fyrir löngu, og væri orðinn ríkur maður núna. . . . — Er það .... er það .... hatta- verzlun, sem hann rekur, sagðirðu? — Já, en aðeins kvenhattar — með fjöðrum og fjaðralausir, og með blómum og blómalausir og með grænmeti og alls konar til- beraverki. Ég hef aldrei séð jafn- mikið af skrítnum höttum. — Jæja, svo að þessi vinur þinn hefur hattabúð. Það var annað mál .... — Finnst þér það nokkuð skrítið? — Nei, vdtanlega ekki. Þú heldur vonandi ekki að mér hafi verið al- vara, þegar ég sagði þér að þú yrð- ir að síma til hans og gera afboð? — Nei, auðvitað vissi ég að þú varst að gera að gamni þínu. — Ég skal lofa þér því að hafa ketsnúðána fyrsta flokks, Brandur, það er bezt að ég fari út strax og kaupi í matinn-----já, einmitt, svo að hann hefur hattaverzlun, en hvað það var gaman, — ég hlakka til að kynnast honum, — jæja, vertu blessaður, góði .... Brandur sleit sambandinu: — það var svei mér heppilegt að mér «{>Cíjí5öí>íi53íi0;iOÍ5tí0CÍKi«í>O0!XKÍ5i;SÍÍtKií;tií3tSt5iÍ{ÍS>OO5it5tiOti5i55íKit>íiK! yi íi tfr tíðri tienld Madame Blazer vakir lengi Jram eftir nóttinni. Hún situr meö prjónana sína löngu eftir að þysinn á götunum er þagnaður. Alveg eins og rneðan maðurinn hennar lifði. Hann kom aldrei heim fyrr en klukkan þrjú á nóttinni, og þegar hún heyrði bílinn nema staðar við dyrnar flýtti hún sér fram í eldhús og setti upp ketilinn. Og áður en Blazer var kominn inn úr dyrun- um fór hann að segja konu sinni 1 {? Stíll og frá því, sem gerst hafði um kvöld- ið . . . ,,í kvöld var hertoginn af Windsor gestur hjá oklcur? Svo Jengu þau sér kaffisopa og fóru siðan að hátta. En áður en Blazer sofnaði las hann alltaf tvœr blað- siður í Biblíunni. Monsieur Albert Blazer — sem var fœddur í Swiss — var merki- leg persóna. Hann var frœgur, ekki aðeins í París heldur um víða veröld. Hann rak frœgasta veitingastað Parísarborgar á sinni tíð — „Maxim“. Þeir sem sáu hann ganga þar um, prúðan og höfðinðlegan en fáskiftin, gleyma honum aldrei. Hann gerði „Max- im“ heimsfrœgan stað, fyrir stíl og glœsilbrag. En heima hjá sér og undir fjögur augu var hann allra manna hógvœrastur og lítillát- astur. Hann var orðinn ríkur og hefði ekki munað neitt um að kaupa sér dýran einkabústað. En honum datt ekki í hug að flytjast úr litlu íbúðinni í Colombeshverf- inu. Á grasblettinum fyrir fram- an húsið stendur enn postulíns- grísinn og postulínsstorkurinn, sem hann hafði svo miklar mœt- ur á. Og innanhúss var allt með svipuðu móti og hjá venjulegu millistéttafólki. — Nema að því leyti að á víð og dreif um stof- una voru postulínspáfagaukar með ýmsum litum og af ýmsum stœrðum. Þetta voru gjafir frá vinum og velunnurum, frá þeim tíma að hann rak veitingastaðinn „Perroquet“ (Páfagaukinn). Á öld gasljósanna var París borg Ijósanna og gleðinnar. Stór- veislurnar og. samkvœmin á vinstri Signubakka stóðu til mið- ?t B ii a o o a u tt En o it <? nættis. En þá héldu þeir sem langaði til að dansa, til ~Mont- martre. Eða á , Sherazade“, „Florenze“ eða „El Caron“ „Perroquet“ var vinsœlastur af öllum þessum stöðum. Monsieur Blazer lét setja sófa með háum bökum meðfram öllum veggjum í veitingasölunum. — Þar gátu fallegu konurnar lagt feldinn sinn við hliðina á sér, og það kunnu þœr að meta. Því að það var gaman aö geta sýnt bœði kjólinn sinn og feldinn. Það var j; aðeins ein kona, sem ekki kunni Sj að meta þessa nýbreyttni, og það £t var fatageymslukonan. Hún sat « auðum höndum allt kvöldið, eftir að Blazer hafði tekið upp þessa á nýbreytni. En hún fyrirgaf hon- K um það samt — því að hann gift- Jt ist henni. Blazer tók við ..Maxim“ árið tí 1933. Það fyrsta sem hann- gerði £i var að breyta upplýsingunni. — ~ Þar haföi áður verið hálfrökkur K en nú var allt baðað í Ijósum, svo jj að nú var hverjum manni vor- £í kunnarlaust að sjá gimsteinana tJ á kvenfólkinu sem kom á þennan « stað. Þarna komu ekki aðrir en í; ríkir gestir, prúðbúnir og tignir. l stóra salnum.á ,Maxim“ hafa « gráklœddir menn ekki fengið inn- persónuleiki göngu í marga áratugi. Blaze^ hafði rnestu andstyggð á Ameríku mönnum sem komu hversdags- búnir til þess að borða miðdegis- verð. Þeir voru ekki hans fólk. Hann þekkti persónulega margt stórmenni og vissi um óskir hvers <j og eins. En þó hann fengi mörg ó tilboð um að skrifa endurminn- « ■"5 ingar sínar, hafnaði hann þeim K jafnan. í 30 ár vakti frú Blazer fram “ eftir hverri nóttu eftir að maður- inn hennar kœmi heim. Og eftir j? að hann dó gat hún ekki vanið sig af uppisetunum. Hún háttar aldrei fyrr en kl. 3 en prjónar á barnabörnin og les í Biblíunni. Og á hveriu kvöldi les hún orðin, « sem maðurinn hennar skrifaði J; framan á bókina: ,,Ef þú ergir i? þig eða stúrir, þá taktu bók g Herrans, og þú munt fá huggun og nýjan þrótt.“ £i g % iOÍÍOOOOOOOtKKKÍOtÍOOOCOOOOÍKKKKKKKKKKKÍOOOGOOOOCOOÍiOOOOCOCOi skyldi detta þetta í hug, með hatta- búðina. En hvernig ætli henni verði við þegar hún kemst að því, að hann selur grænmeti austan úr Ölf- usd? —★— PB-HRINGURINN. — Ameríski tískusöngvarinn Pat Boone, heims- kunnur af grammónfónplötum með afbragðsgóðu angurblíðuvæli, syng- um um þessar mundir í London og lætur gráhærðar kerlingar tárfella. Á fingrinum ber hann svokallaðan PB-hring, og PB- er alls ekki prent- villa fyrir BP — British Petroleum — heldur fangamark Pats sjálfs. TELUR SIG OFSÓTTA. — Christiane Jansen lieitir þýsk kvikmyndastjarna, allþekkt, sem á í brösum um þessar mundir. Hún ætlaði að skilja við manninn sinn og í tilefni af því sneri hún sér til belgísks málaflutningsmanns, sem er um sextugt. Nú segir Cliristiane að niálaflutningsmaðurinn ofsæki sig, vegna þess að hún hafi ekki viljað giftast honuin. Segir hún að hann hafi reynt að fá öll þýzk kvik- myndafélög til að r.eita sér um vinnu, og ljúgi bví — til að ófrægja kana, að hún starfi að andróðri gegn Gyðingum. — Christiane Jansen hefur nú stefnt málaflutn- ingsmanninum. —★— ASFA WOSSEN ríkisei'fingi Etí- ópíu, sem nú er 43 ára, var á ferð i Þýzkalandi í vetur, og gisti meðal annars í Dortmund. í veitingahús- inu þar bað hann um að fá ný jarð- arber í ábæti einhvern daginn. Ábætirinn kom þó ekki fyrr en daginn eftir, því að ný jarðarber fengust hvergi nær en í Californiu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.