Fálkinn


Fálkinn - 22.04.1960, Blaðsíða 5

Fálkinn - 22.04.1960, Blaðsíða 5
FALKINN 5 hefur sjálf sagt í blaðaviðtali fyrir nokkrum árum, að „þegar ung stúlka giftist gerist hún manninum undirgefin, og gerir eins og Rut í Biblíunni: hans þjóð verður hennar þjóð, hans heimili hennar heimili og hans trú hennar trú.“ í London og Madrid er þetta túlkað þannig að prinsessan vilji giftast þeim, sem hún verður ástfangin af og taka trú hans. Engar hömlur eru á því að hún geti orðið kaþólsk ef hún gift- ist Carlos. Prinsessan hefur allt til þess að bera að geta orðið Spánardrottning. Hún er á réttum aldri, afar aðlað- andi og talin heimsborgari í hugsun. Til þessa hefur hún ekki lent í nein- um ástarævintýrum, svo orð sé á gerandi. Önnur tengsl eru líka milli spánska hásætisins og ensku kon- ungsfjölskyldunnar, sem styðja að möguleikanum á þessum ráðahag: Amma prinsins, sem var gift Al- fons, hinum síðasta Spánarkonungi, er barnabarn Victoríu drottningar og þannig eru hjónaefnin skyld, þó langt sé sótt. í meira en þrjú ár hafa Spánverj- ar búið Juan Carlos undir konungs- hlutverkið. Þetta sést alltaf betur og betur. Það er ekki venja að geta um Juan Corlos í blöðunum, en í fyrra birti eitt morgunblaðið í Madrid mynd af honum, þar sem hann sést sem stjórnandi sveitar sinnar, við hersýningu, sem haldin hafði verið daginn áður, til minningar um að 20 ár voru liðin frá lokum borgarastyrjaldarinnar. Þetta var í annað skipti á einum mánuði, sem Juan Carlos var getið opinberlega. í apríl fór hann í op- inbera ferð til Granada, og þess var getið í öllum blöðum. Andstæðingar konundsdæmisins halda því fram, að Franco hampi Juan Carlos til þess að búa Spán- verja undir að taka við nýjum konungi, en sannleikurinn er sá, að Franco er að reyna að komast að, hvernig Spánverjar muni taka því að fá konungsstjórn á ný. Viðbrögð þjóðarinnar hafa ekki verið sem bezt, þó að fólksfjöldinn klappi og hrópi húrra, þar sem prinsinn er á ferð. Meðfram leið Juan Carlos til Granada var mikið af dreyfiblöðum frá andstæðingum konungdæmis- ins. BLINDA PRINSESSAN. Juan Carlos lítur á Don Juan föð- ur sinn sem konung, þó hann hafi aldrei verið það. Og víðast hvar er talað um hann sem „hans hátign“ eða ,,konunginn“. Don Juan er á- hugamál að sonur hans verði kon- ungur. — Spánn þarf ungan kon- ung, segir hann. — Konung, sem fylgist með tímanum. Flestir halda, að þegar Franco innleiðir konungsdæmið, muni Don Juan fyrst verða gerður konungur, en aðeins um stundarsakir; svo muni hann segja af sér og sonur hans taka við. Það er ekki konung- dómur heldur dóttirin Margarita, sem Don Juan er annast um. Hún hefur verið blind frá fæðingu. í París og Madríd er sagt að hann sé að svipast um eftir mannsefni handa henni, því þegar hann deyr verði enginn til að annast hana. Önnur dóttir hans heitir Maria Pil- ar. Henni bauðst fyrir þrem árum eiginmaður, milljónamæringurinn MAÐURINN BAK VIÐ ORÐIÐ • 13 Madame Pompadour og „Tuöran“ Jeanne Antoinette Poisson de * Pompadour, frilla Lúðvíks 15. var vinsœl af allri alþýðu, en það var meira en hœgt er að s&gja um hjákonur frönsku konunganna. Hún var af efnuðu embœttis- mannafólki komin, en vegna þess að hún var látlaus og heillandi, hver sem í hlut átti, fannst al- menningi hún „ein af oss“. Hún var einkar smekkvís í klœðaburði og unga kvenfólkið tók hana sér ti fyrirmyndar. Hún sagði sjálf fyrir um gerð- irnar á kjólunum sínum og hver smápjatla varð til skrauts í hönd- unum á henni. Enda var hún líka mjög unnandi listum, og það varð að þjóðtrú að madame Pompadour vœri smekkvísasta konan í Frakklandi. Allir vildu henni líkjast, og allt sem fallegt þótti var kennt við hana. Vagnar og húsgögn, snyrtitœki og nœr- föt — og jafnvel tannstönglar — varð, , a la Pompadour“ og allar vildu vera eins og madame Pomp- adour. Hún ,gaf tóninn“. — Þegar ungu stúlkurnar áttu von á unnustunum eða frúrnar á elskhugunum reyndu þœr að útganginn á sér yrði sem best eftir madame Pompadour. Af öllu því mörgu, sem í þá daga var kennt við Pompadour er nú ekkert eftir nema prjónapok- inn, sem konur notuðu í fyrri daga undir smádótið sitt, á sama hátt og litlar handtöskur eru not- aðar nú. Pokar þessir eða „túðr- ur“ voru oft mikil listaverk — útsaumaðir og með allskonar skrauti og hver með sínu lagi, svo að útgáfurnar skifti tugum þús- unda. Pompadour-nafniJð festist við þessar tuðrur, og þó var það alls ekki madame Pompadour sem notaði þcer fyrst. Þœr voru til löngu fyrir hennar daga. En eigi að siður er nafn madme Pompa- dour enn í dag notað um smá- töskur í flestum menningarlönd- um heims, og á þann hátt er Pomþadournafnið enn á vórum miklu fleiri en ella mundi. Hin fríða frú mundi að vísu ekki hafa gleymst þó tuðrunnar hefði ekki notið viJð. Nafn hennar er í ver- aldarsögunni. Rice Waters. En Don Juan tók ekki í mál að gifta honum hana. Hún varð að giftast aðalsmanni. — Það er einkum unga kynslóðin á Spáni, sem vill fá ungan konung. Hún bíður með óþreyju að Juan Carlos komist í hásæti, og fagnar því að Alexandra prinsessa verði Spánardrotning. — Við höfum lifað langan vetur síðan borgarastyrjöldinni lauk, sagði spanskur aðalsmaður. Spánn hefur ekki verið sjálfum sér líkur síðan hann missti konung sinn og drottningu. — Við, bæði eldri og yngri þykjumst finna að vetrinum sé að Ijúka og að bráðum fari að vora. Juan Carlos er rétur maður í hásætið, og við vonum að Alex- andra verði drottning. ley, Tommy Steele og Louis Arm- strong ekki sízt. Alexandra er smátt og smátt að taka við störfum af Margaret innan ungu kynslóðarinnar, sem Mararet þykist vera orðin of gömul til að skipta sér af. Margaret verður þrít- ug 21. ágúst í sumar. Alexandra ræður líka tízkunni hjá ungu stúlk- unum. Það sem hún sést í í dag, fá Twe* ungu stúlkurnar sér á morgun. Fyrir tveimur árum var sagt að Alexandra væri hálftrúlofuð bók- haldara í London, sem heitir David Bailey, og að móðir hennar hefði stíað þeim sundur. Ekkert skal um það sagt hvort þetta er satt eða log- ið. En ef Juan Carlos biður Alex- öndru er ólíklegt að hertogafrúin amist nokkuð við því. £quere „GLAÐA PRINSESSAN“. Alexandra — hefur hún verið spurðV Hún verður 24 ára næstkom- andi jóladag og heitir fullu nafni Alexandra Helen Elisabeth Olga Christabel af Kent. Hún hefur alizt upp með ærslafullum bræðrum, en er miklu þroskaðri en þeir. í upp- vextinum hefur hún umgengizt all- ar stéttir og er miklu látlausari og alþýðlegri en konungsfólk gerist. Hún gekk í barnaskóla og fram- haldsskóla og sætti sömu meðferð og önnur börn. Síðan fór hún til Parísar til framhaldsnáms. Síðan vildi hún læra hjúkrun og byrjaði á því námi en hætti við. Hún er nauðalík móður sinni, bæði í sjón og innræti, og það hef- ur aukið henni vinsældir, því að Marina hertogafrú er mest dáð sem mannkostamanneskja, allra kvenna í ensku konungsfjölskyldunni. Þær eru báðar mjög hægar í skapi, reið- ast sjaldan og verða ekki ergilegar út af smámunum. Það er orðtak að það þurfi jarðskjálfta til þess að hertogafrúin æðrist. Mesta raun hertogafrúarinnar er að eiga ekki nema þrjú börn. Hún sagðist hafa ætlað að eiga sex, en þau voru ekki orðin nema þrjú þegar hún missti manninn. Alex- andra segist líka vilja eiga mörg börn. Hún hefur mikiim áhuga fyr- ir jazz og á mikið safn af grammó- fónplötum. Þar eru bæði Elvin Pres- Þessi mynd er frá „hjarta“ New York-borgar, Times Square, þar sem ljósaauglýsingar glitra í öllum regnbogans litum. Til hægri sést liin fræga Camel-auglýsing, þar sem maðurinn blæs frá sér reyk- hringjum dag og nótt.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.