Fálkinn


Fálkinn - 22.04.1960, Blaðsíða 13

Fálkinn - 22.04.1960, Blaðsíða 13
FALKINN 13 Vízk avi EF ÞÉR HAFIÐ FENGIÐ yður nýjan kjól er alltaf skemmtilegra aö breyta um hárgreiðslu. — Hér á myndinni sjáið þið mjög smekklega greiðslu, sem þó einungis er hœgt að nota sé hárið sítt. Það er sett upp í stórar bylgjur en smákrullurnar látnar hverfa. ÞAÐ ER NU ORÐIÐ œ sjaldgcefara að konur klœðist skósíðum samkvœm- ^ iskjólum — hálfsíðu kjólarnir eru miklu hentugri og ódýrari. Það fer þó ekki á milli mála að síðu kjólarnir |l| eru , hátíðlegri". — Kjóllinn á mynd- . inni er Ijósrauður, úr satíni. Hann er einfaldur að ofan, en pilsið mjög efnismikið. Það er í fellingum að framan, en víddin tekin að aftan. geðshræringu. Hún 'hafði ekki þorað að spyrja hvað gengi að honum, og ekki skildi hún það heldur. Því að víst höfðu augu ungu stúlkunn- ar ljómað af samúð þegar hún leit á Philip? Ef það var ekki ást hlaut hún að vera hætt að skilja unga fólkið. Loks hafði Philip litið upp svo óumræðilega sorgbitinn, og henni fannst þetta vera litli drengurinn hennar, eins og hann var forðum, þegar hún var með hann í fanginu. Og rödd hans var hrjúf og hálfbrostin er hann svar- aði henni. „Vildi — vildi hún þig ekki?“ hafði hún spurt. ,.Ne-ei......“ „Það var einkennilegt — og ég sem var hand- viss um að hún elskaði þig og þið ættuð svo vel saman.“ „Hún elskar mig, mamma, en hún er heitin öðrum. Þú mátt ekki spyrja mig frekar — ég verð að reyna að hrista þetta af mér og gleyma henni, þó að ég viti, að ég get aldrei elskað neina aðra Upp frá þessum degi er starfið mín eina von. Hver veit nema þú lifir það, að sjá son þinn verða frægan einhvern tíma, mamma,“ bætti hann við og hló kaldranalega. „Hennar vegna langar mig til þess . . . . “ Frú MacDonald hafði veitt syni sínum nánar gætur og verið milli vonar og ótta síðan daginn sem þetta gerðist. Hann svaf illa, var enn fá- talaðri en áður og var öllum stundum á spítalan- um. Frú MacDonald hafði sínar skoðanir á ung- um angurgöpum, sem ekki skildu hvað til þeirra friðar heyrði en fóru sínar eigin götur, er þeir áttu í ástamálum. en með hverjum deginum varð hún kvíðafyllri. Þetta var allt annars eðlis en sagan gamla með Clare Milsdon. Þá hafði Philip verið aumur og kraminn en þrek hans og þrái hafði orðið honum eins og brynja, svo að hann varð ósár fyrir öllu, unz læknanámið náði á honum tökunum. Skurnið eða brynjan hafði lukst um hann aftur. En hve lengi gat hann lifað í þessum ískulda, sem nú hafði læst sig um hann? Frú Mac Donald andvarpaði djúpt og hristi höfuðið. Hún gat ekkert skilið í þessu. Hittast og skilja. Sonja taldi með titrandi hjarta dagana til brúðkaupsins. Það var aðeins skyldurækni henn- ar og þrek, sem varnaði því, að hún legðist í rúmið. Hver dagur var ný þjáning. Á hverjum morgni flýtti hún séy li sjúkrahúsið og undir niðri lifði með henni einhver von um að eitthvað óvænt mundi gerast sem gæti breytt öllu á síð- ustu stundu. Það var undursamlegt og þrekraun í senn að eiga að vinna með Philip og mega ekki horfast í augu við hann nema þegar nauðsyn krafðist. Yfirlæknirinn hafði ekki sagt neitt sem hjúkrunarkonurnar eða stúdentarnir máttu ekki heýra, og aldrei hafði hann reynt að segja orð við hana einslega, er þau urðu samferða út úr skurðstofunni. En í eitt skipti, eftir langan og erfiðan uppskurð, sem hafði tekist vel hjá þeim, hafði hann horft á hana lengi með ást og að- dáun í augunum og á því augnatilliti hafði Sonja lifað marga daga. Einstöku sinnum varð þeim litið á hendur hvors annars, er þau voru önnum kafin að vinna undir sterku ljósinu frá lampanum og þá var líkast og straumur orku og yndis færi um þau bæði, og meðan þau voru nálægt hvoru öðru lifðu þau 1 nútímanum. En undir eins og dyrnar lokuðust milli þeirra og Sonja varð að flýta sér út, annaðhvort til Max, sem beið með bílinn sinn fyrir utan spítalann, eða á einhvern annan stað, kom sama vonleysið yfir hana og áður. Hún sá á Philip, að hann leið miklar kvalir ekki síður en hún sjálf, og þess vegna dáðist hún enn meir að honum, því að það var hann, sem hélt á hnífnum og gerði hnífs- brögðin þar sem hver millimetri skar úr milli lífs og dauða. Og þá gat hún ekki annað en beð- ið forsjónina um að gefa sér þrek til að lifa áfram. Max hafði sýnt henni aðdáunarverða nærgætni og þó aldrei eins og síðustu dagana og var henni huggun í því, þrátt fyrir allt. Og hin ofsafengnu ástaratlot hans, sem áður höfðu kvalið hana svo, að hana langaði til að hljóða, voru nú hægari en áður. Nú voru aðeins fjórir dagar óliðnir til brúð- kaupsins og þrjá þá síðustu ætlaði Sonja að nota handa sjálfri sér eingöngu. Síðasti dagurinn með Philip — síðasta skiptið sem þú sérð hann — var það fyrsta sem henni hafði dottið í hug, er hún vaknaði í dag. Orðin hljómuðu fyrir eyrum hennar við hvert æðarslag hennar. Dagurinn varð erfiðari og meir lýjandi en að venju og í sjúkrahúsinu var ótti og óró yfir öllu, er yfir- læknirinn var að gefa skipanir sínar. Allt fór í ólestri og jafnvel Sonju fipaðist og munaði minnstu, að hún hnigi niður er hún heyrði hníf detta á gólfið. Þeir, sem viðstaddir voru bjugg- ust við, að heyra yfirlæknirinn ausa skömmun- um yfir aðstoðarlækninn sinn, en hann virtist alveg ósnortinn undir grímunni. Sonja leit ekki upp og sá þess vegna ekki augnaráð hans, sem Framh. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Afgreiðsla: Vesturgötu 3, Reykjavík. Opin kl. 10—12 og iy2—6. Sími 12210. Ritstjóri: Skúli Skúlason. Félagsprentsmiðjan h.f.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.