Fálkinn


Fálkinn - 22.04.1960, Blaðsíða 12

Fálkinn - 22.04.1960, Blaðsíða 12
12 FALKINN FRAMHALDSSAGA HvehkatarihH * * i20|ji Brenda treysti því að ef Kathleen yrði þess áskynjja að hún vissi um leyndarmálið, mundi hún ekki þora annað en segia henni það, sem hún spyrði um. Og það reyndist rétt. Kathleen varð fyrst rjóð í framan og fölnaði svo. „Hann ætlaðist ekki til að það færi svona,“ stamaði hún. „Hann ætlaði bara að hjálpa mér.“ „Já, Brentford, eigið þér við — er ekki svo?“ „Jú-ú.“ „En hvernig bendlaðist ungfrú Harrison þá við þetta?“ „Hún var inni í lyfjabúðinni og ég bað hana um meðalið ...“ „Og svo?“ spurði Brenda „Ég laug og sagði að þetta væri handa sjúkl- ingi, en ungfrú Harrison sá gegnum mig. Hún sagði, að ég gæti haldið áfram að vinna nokkra mánuði, án þess að nokkur tæki eftir, hvað að mér gengi, og svo skyldi hún hjálpa mér, þann- ig að þetta yrði ekki hljóðbært á sjúkrahúsinu. Það var það sem hún átti við í bréfinu, sem hún skrifaði mér, og fannst í kjólnum mínum dag- inn eftir.“ „En hvers vegna sögðuð þér ekki frá þessu, til þess að sökin félli ekki á ungfrú Harrison, þegar hún var sökuð um að hafa afhent yður meðalið? Úr því að hún var svona nærgætin við yður, fannst mér vanþakklæti að láta gruna hana saklausa," sagði Brenda og varð þung á brúnina. „Það var vegna Max Brentfords sem ég þagði ....“, hixtaði Kathleen. „Ég hélt að hann mundi giftast mér, ef ég hlífði honum.“ „Og langar yður til að giftast honum ennþá?“ spurði Brenda. Hún eygði vonarneista þarna. „Ekki þó ég eignaðist allan heiminn.“ „Hvers vegna ekki? Af því að hann er trú- lofaður ungfrú Harrison?“ „Nei. En þegar hann gaf mér þetta meðal gerði hann ókleift að ég gæti nokkurn tíma eignast barn framar. Læknirinn hefur sagt mér það. Og þegar ég frétti að ég gæti ekki orðið móðir, hvarf öll mín ást.“ ,.Veslingurinn,“ sagði Brenda á samúðartón og klappaði grátandi stúlkunni á öxlina. En hug- ur hennar var á allt öðrum stað. Áður en Kath- leen hafði jafnað sig fór Brenda út, fór í kápuna og flýtti sér út á götu. Þar náði hún í leigubíl og ók beint heim til Max. Þjónninn sem opnaði, sagði að Max væri heima og hún beið ekki eftir að sagt væri til hennar en óð beint inn. Max var ánægður með lífið núna. Það hafði að vísu ekki verið gaman að verða að segja Sonju sannleikann, og hann hafði verið milli vonar og ótta meðan hann beið eftir svarinu hennar. Hann vissi, að hann hafði notað réttu aðferðina, er hann skírskotaði til hugsjónar hennar um hressingarhælin. Sonja elskaði hann ekki, en hún elskaði heldur ekki neinn annan. Max hafði treyst því hvílíkt kvennagull hann var — hann heillaði allar stúlkur — nema Sonju. Og hann vissi ekki, að það var þess vegna, sem hann elsk- aði hana. En hann hafði stundum orðið að játa fyrir sjálfum sér að hann var farinn að verða hrædd- ur um Sonju. Hún hafði breyst svo mikið upp á síðkastið, var orðin svo hugsandi og alvarleg, alveg eins og hugur hennar væri alls ekki við brúðkaupið eða stofnun hressingarhælanna. Hún hafði sætt sig við að hann kyssti hana, en var svo hlutlaus sjálf, að honum fannst hann ætla að ganga af göflunum. Upp á sáðkastið hafði hann átt auðveldara með að afneita viskíinu, vegna Sonju. Hann hafði eignast eitthvað af rónni, sem skein úr augunum á henni. Hann vildi fyrir hvern mun verða maður, sem Soruja gæti orðið vel sæmd af. Einmitt í dag hafði hann skrifað undir fimmtíu þúsund punda ávísun á hennar nafn. Hann hrökk við þegar dyrnar opnuðust. Þarna stóð Brenda. ,.Þrælmenni!“ hvæsti hún framan í hann og eldur brann úr augunum. „Nú hefur þú horft á það þegjandi, að Sonja var talin sek um að hafa gefið Kathleen lyfið, og svo gerðir þú það sjálf- ur. Ég veit alla söguna. Vikum saman hefur þú látið MacDonald yfirlækni halda að Sonja væri sek, og þú hefur horft upp á að hún var rekin af sjúkrahúsinu. Svona hagarðu þér gagnvart stúlk- unni, sem þú ætlar að giftast. En ég skal nú sjá um að ekkert verði af giftingunni þeirri.“ Max yppti öxlum og reyndi að stilla sig, en hann fór að hita í kinnarnar, er hann varð að játa í annað skipti, að hann hefði haft stúlku að skálkaskjóli. „Góða Brenda, þú mátt ekki reiðast svona,“ sagði Max, en röddin titraði. „Hún Sonja hefur fengið að vita um þetta allt. Hún tekur mig eins og ég er, og úr því að við giftumst innan skamms skil ég ekki, að það geti orðið neinum að gagni að fara að gramsa frekar í þessu atviki. Sonja kærir sig kollótta um hvað Pétur og Páll meina um hana — sérstaklega eftir að ég hef af- ráðið að hún hætti að starfa í sjúkrahúsinu.“ Brenda tók andköf og horfði á hann eins og hún tryði honum ekki „Er þér alvara að segja, að Sonja að giftast þér eftir allt þetta? Og þrátt fyrir, að þú hefur steypt Kathleen d glötun og síðan nær drepið hana til þess að losna við afleiðingarnar? Nú get ég ekki botnað í þessu.“ „En það er nú svona samt," sagði Max drýldinn. „Við ætlum að giftast, og þá er allt grafið og gleymt.“ Brenda horfði fast á hann. Reiðin sauð í henni. Hún horfði á þennan íturvaxna mann, smekk- legu fötin hans, snyrtar hendurnar og yfirlætis- brosið. ,,Ómenni!“ hreytti hún úr sér. Max yppti öxlum og nú sleppti Brenda sér alveg. „Og þér dettur í hug, að þú getir orðið ham- ingjusamur með Sonju með svona svarta bletti á samvizkunni?“ hrópaði hún, en svo varð óvið- feldin þögn Max engdist en yfirlætis- og kæru- leysissvipurinn hvarf af honum. „Og veslings Sonja,“ hélt Brenda áfram. „Hún þjáist af ást til MacDonálds yfirlæknis.“ „Hvað ertu að segja! Elskar Sonja hann?“ hvíslaði Max hásum rómi. „Víst gerir hún það,“ sagði Brenda miskunnar- laus. „MacDonald og Sonja elska hvort annað, og hann bað hennar daginn eftir að hún lofaði að giftast þér. Sonja elskar hann af öllu hjarta, og samt féllst hún á að giftast þér, af því að þú bauðst til að láta byggja þessi mæðraheimili. Hún hryggbraut MacDonald með blæðandi hjarta, af því að hún hefur ýmsar öfgakenndar hug- myndir um siðferðilegar skyldur. Hún telur sér skylt að rjúfa ekki heit sitt við þig þess vegna.“ Svitinn bogaði af enninu á Max. Rödd hans var dauð og hreimlaus, og augun, sem jafnaðar- lega voru full af fjöri og glettni voru nú ger- breytt. Hann starði út í bláinn. „Þú hefur blátt áfram keypt hana,“ hélt Brenda áfram og orðin komu í rykkjum. „Og Sonja heldur sinn hluta af samningnum. Hún svákur aldrei lofoj’ð sín. En þegar ég hugsa til þess .... ó .... ég ... .“ Þó að Brenda væri ein mesta stillingarmann- eskjan á sjúkrahúsinu, tók hún allt í einu báðum höndunum fyrir augun og fór að hágráta. Móðursorg. Frú MacDonald gamla botnaði ekki í neinu. Henni hafði liðið ónotalega þegar hún sá Elsie Smith í fyrsta sinn. Frú MacDonald var hyggin kona og sá vel gegnum fláttskapinn hjá Elsie. Hver ung stúlka sem vera skyldi gat hrósað happi ef sonur frúarinnar liti hana hýru auga, og það voru alls ekki slorlegar framtíðarhorfur að verða læknisfrú í Westend og eiga von á að verða lafði MacDonald með tíð og tíma. En þessi ung- frú Smith elskaði ekki son hennar. Hún hafði varla hæfi til annars en elska sína eigin fögru og innantómu persónu. Frú MacDonald hafði aldrei gleymt því, sem Claire Milsdon gerði einu sinni.'Hún hafði líka verið fallegur, innan- tómur þokulúður, sem hafði ginnt ungan og óreyndan stúdent til þess að treysta fögrum vonum, sem hún hafði svikið siíðar — miskunn- arlaust. Jafn órótt og móður Philips hafði orðið við heimsókn Elsie Smith, jafn róleg varð hún þeg- ar Sonja Harrison kynnti sig fyrir henni, lát- laus í klæðaburði og hálf feimin. Áður en hún sá hana hafði hana grunað að þrái Philips berð- ist höllum fæti við hjarta hans, og að hann elsk- aði aðstoðarlækni sinn án þess að skilja það sjálf- ur — því að annars mundi hann ekki hafa leikið stúlkuna jafngrátt og hann gerði. Og frú Mae- Donald þurfti ekki annað en ^já son sinn þegar Sonja heimsótti hann í fyrsta sinn í herberg- inu hans til að skilja, að þegar hann væri orð- inn ástfanginn á annað borð. mundi hann ekki láta metnaðinn sitja í fyrirrúmi. Hún hafði orðið 4 að halda honum í rúminu með valdi, eftir að Sonja var farin. Það hafði verið nær ógerning- ur að fá hann til að bíða næsta dags, svo ólmur var hann í að tjá henni ást sína. Hann hafði ætlað að hlaupa á eftir henni — þessi kaldlyndi, stillti maður, sem aldrei skipti skapi. Frú MacDonald sat að venju við handavinnuna sína en renndi huganum yfir atburði siíðustu dagana. Þegar Sonja kom aftur daginn eftir fyrri komuna hafði gamla konan verið boðin og búin til að faðma hana að sér. Sonja var einmitt stúlka eins og gamla konan hefði kosið handa syni sín- um, ef hún hefði mátt velja sjálf, falleg — þó á annan hátt væri en Elsie Smith — alvarleg og áreiðanleg. Lengi hafði hún staðið og biðið þess að Philip kallaði til hennar og segði henni að hér væri komin unnustan sín. En þegar forstofu- hurðinni var skellt og allt varð svo undarlega hljótt í svefnherbergi sonar hennar, hafði hún farið og gægst inn um dyrnar. Og aldrei hafði hún orðið jafn hrædd og þegar hún sá Philip, sem venjulega var svo rólegur, sitjandi álútan með hendurnar fyrir augunum og skjálfandi af

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.