Fálkinn


Fálkinn - 17.06.1960, Blaðsíða 8

Fálkinn - 17.06.1960, Blaðsíða 8
FALKINN g -)< Ástarsaga frá ]» ári 1960 -jc Eltir J HVERGI í veröldinni getur okk- ur fundizt jafn einmanalegt og í stórborg, sérstaklega ef maður á heima á 14. hæð í skýjakljúf. Buster Wilton hafði komizt að raun um þetta af eigin reynslu; honum fannst hann vera einmana í henni veröld, þótt hann yrði dags daglega að tala við mörg hundruð manns og ætti heima í húsi með yfir þúsund leigj- endum. Buster var gjaldkeri í stóru banka-útibúi. Þess vegna var dálít- ið skrítið að heyra hann segja, að hann sæi aldrei fólk. En það var bara þetta, að allir þessir karlar og konur, sem dags daglega verzluðu við hann með peninga, kom honum alls ekkert við. — Þú ættir að fara að gifta þig, sagði William Gerrison, vinur hans. — Þetta er nú þriðja tilraunin sem ég hef gert, og það verð ég að segja, að mér hefur aldrei fundizt ég vera einmana í hjónabandinu hingað til, og mér hefur aldrei leiðzt heldur. Og auk þess held ég að Ellinor sé einmitt rétta konan handa mér, við erum hamingjusöm — að minnsta kosti ennþá — og Ellinor finnst alveg eins og mér — að þú eigir að giftast. Buster brosti angurblíðu brosi. — Ég er líklega of kröfuharður, sagði hann. — Ég hef ekki enn sem komið er kynnzt stúlku, sem mér hefur fallið svo vel við, að ég vilji giftast henni. Þú veizt, að ég hef ákveðnar skoðanir á hvernig kona eigi að líta út. Það er auðvitað það vitlausasta sem maður gerir, en því er nú svona varið, að ég get ekki að því gert. Og .... svo þekki ég svo fátt kvenfólk .... — Það finnst mér hlægileg af- sökun, sagði William og hélt áróðr- inum áfram. — Á þessu herrans ári 1959 getur hver sem er kynnzt kvenfólki hvenær sem hann vill. — Ég er ekki meðlimur í nein- um klqbbum, eins og þú, sagði Buster. — Þú þarft þess heldur ekki með. Til hvers ætli maður hafi sjón- varpið? — Sjónvarpið? Hvað ætli sjón- varpstækið komi hjúskaparmálum við? — Ætlarðu að segja mér, að þú hafir aldrei stillt tækið þitt á 699 metra klukkan 20.30 á kvöldin? -— Hvað áttu við? — Stöðin sendir alltaf hjúskapar- tilboð út á 699 metra öldulengd — mikið úrval af tilboðum, bæði frá körlum og konum. — Þér finnst þá að ég ætti að .... Nei, heyrðu nú Willi, þetta finnst mér full grómtekið. Ekki gæti ég látið það spyrjast um mig, að ég hefði náð mér í konu í sjón- varpi. William brosti föðurlegum um- hyggjusvip. — Manni finnst, að þú lifir enn á árinu 1950. Hjúskaparstofnunin í „alþjóðlegu hjúskapardeildinni“ hef- ur samkvæmt síðustu skýrslum komið 46.000 hjónaböndum í kring. Mér er ómögulegt að skilja, að þú skulir ekki vilja eignast konu. Elli- nor segir að .... rí Iierraiiis i: A \ DELBOT En Buster bandaði honum frá sér. — Nei, segðu þetta einhverjum öðrum en mér. Samt sat hann nú við sjónvarps- tækið um kvöldið klukkan hálfníu. Það var stillt á 699 metra. Biðlarn- ir, sem voru í „framboði“, þrömm- uðu yfir sjónskífuna, hver eftir ann- an. Fimmtíu karlar og fimmtíu stúlkur voru sýnd á hverju kvöldi. Allir frambjóðendurnir sögðu nokk- ur orð um sjálfa sig. Buster varð að játa, að þarna voru nokkrar býsna girnilegar stúlkur í kvenna- röðinni, en ekki sá hann nú samt einmitt stúlkuna, sem hann hafði hugsað sér. Stundum varð mynda- sýningin óskýr, og þá varð Buster að hreyfa við skrúfunni. í rauninni var það einstaklega þægilegt, að geta setið svona í stól og horfa á hóp karla og kvenna ganga fram hjá, án þess að maður sæist sjálfur. Nú kom ný stúlka í ljós á skífunni og Buster gat ekki stillt sig um að reka upp hljóð þegar hann sá hana. Því að þarna var hún — þetta var einmitt stúlkan, sem hann hafði alltaf séð í draumum sínum. í óða- goti fór hann að snúa ýmsum skrúf- um á tækinu. Myndin varð skörp og skýr. Þetta var grönn, ung stúlka, með jarpt hár og mjúkan, dreymandi munn, mjóar hendur og stór, björt og blá augu .... — Krirr . . . sjhrr . . . brr-birr Buster sperrti eyrun til þess að heyra hvað hún segði, en allt í einu varð truflun, svo að tækið lét eins og tólg væri hellt á glóandi járn. Buster hörfaði eins langt og hann gat frá tækinu. En hann hafði ekki augu af þessari grönnu yngismey. Hann varð að minnsta kosti að heyra skrásetningarnúmerin á henni. Loks gat han heyrt að það var nr. 217. í þessari hjúskapar- miðlun var nefnilega aldrei minnzt á nafn og heimilisfang. Þeir, sem höfðu áhuga á að komast í samband við frambjóðendurna í sjónvarpinu, urðu að tilkynna þetta á tiltekinni stuttbylgjulengd og nefna númerið. Buster stillti tækið sitt á tiltekna lengd: „Hef áhuga fyrir nr. 217. Er bankagjaldkeri, 24 ára. Ljós- mynd skal send, ef óskað er. Skrá- setningarnúmer 19872.“ Undir eins daginn eftir var Buster tilkynnt, að sjónvarpsframbjóðandi nr. 217 hefði áhuga fyrir mann- inum, og vildi gjarnan fá mynd af honum. Buster varð að fara til ljósmynd- arans, þó það væri það versta, sem hann gat hugsað sér, en hann hugg- aði sig þó við tilhugsunina um þessa töfrandi, ungu stúlku. Hann fann að hún var sú eina, sem hann gæti nokkurn tíma orðið ástfanginn af. Hann var ómetanlega þakklátur William fyrir að hann skyldi hafa bent honum á „Hjúskaparráðning- una“. Skelfing gat hann verið gam- Bdnorö m sjdn- varpinu >f aldags og á eftir tímanum, að hann skyldi ekki láta sér detta þetta í hug sjálfur. Þremur dögum síðar hafði hann svarið í höndunum, eða réttara sagt í eyrunum. Sjónvarpsbrúði nr. 217 hafði fallið myndin af honum vel í geð og vildi gjarnan hitta hann. 1 tækinu heyrðist skýrt og greini- lega: „Halló, skásetningarnúmer 19872 — númer 217 langar til að kynnast yður. Við höfum sent nafn yðar og heimilisfang. Þér fáið til- kynningu símleiðis.“ Símskeytið kom um kvöldið. Get- ið þér hitt mig Washington Square 225, Chicago West mánudag klukk- an 14 — Alladina Smith. Buster hrökk í kuðung þegar hann sá nafnið hennar, en huggaði sig við að óskírð börn gætu aldrei neinu ráðið um ónefnin, sem klínt væri á þau, svo að segja meðvit- undarlaus. Hann gæti kallað hana Ali .... Nú varð Buster að biðja um nokk- urra daga leyfi — í fyrsta skipti síðan hann kom í bankann. Og hann fékk það, án þess að vera spurður um hvers vegna hann þyrfti leyfi. Hann fór með flugvél til Chicago á mánudagsmorgun, og 5 mínútum fyrir tvö hringdi hann bjöllu í Wash- ington Square, 16. hæð, en við þær dyr stóð lítil málmplata með nafn- inu A. Smith. Negri í þjónsklæðum opnaði dyrn- ar og bauð honum inn í skrautlega stofu. Buster beið nokkrar mínútur, en svo heyrði hann mjúkan, perl- andi hlátur. — En hvað þér eruð stundvís, herra Wilton. Buster leit snöggt við. í dyrunum stóð tíguleg gráhærð frú í fjólu- bláum silkikjól, sem fór henni for- kunnar vel. Hann hneigði sig. — Þakka yður fyrir, að þér vild- uð gefa mér kost á að kynnast Alla- dine dóttur yðar, frú Smith, sagði hann. En nú heyrðist hinn dillandi hlát- ur aftur. — Heyrið þér, herra Wilton — ég er Alladina. Hún dóttir mín heitir Ellen, og hún er gift fyrir löngu .. . — Þér eruð .... þér eruð .... Þetta er hneyksli! stamaði Buster. — Ég ætlaði mér að .... — Þér ætluðuð að kynnast núm- erinu 217. Þér hafið náð sambandi við mig fyrir milligöngu 'Hjúskapar- miðlunar sjónvarpsins, og ég hef boðið yður að koma hingað, sagði daman í silkikjólnum talsvert snöggt. — Það hlýtur að vera einhver misskilningur í þessu .... Hjúskap- armiðlun sjónvarpsins hlýtur að hafa skjátlazt. Sjónvarpsbrúður nr. 217 leit allt öðruvísi út í tækinu heima hjá mér. Þér verðið að af- saka mig, frú Smith, mér dettur ekki í hug, að vilja móðga yður — ekkí með nokkru móti, en .... Hann stamaði og stautaði, en frú Alladine hafði enga meðaumkvun með honum. Hún hringdi á negra- þjóninn og sagði — rödd hennar var ísköld: — James, þessi herra hefur villzt í skakkt hús. Og svo hvarf hún út úr stofunni. Buster tók sér flugfar til New York aftur. Morguninn eftir fór hann upp í sjónvarpið og baðst við- tals við hjúskaparmiðlunina. — Hvers konar viðskiptamórall

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.