Fálkinn


Fálkinn - 23.11.1960, Blaðsíða 14

Fálkinn - 23.11.1960, Blaðsíða 14
....... ■ 3ia 21. MARZ - 20. APRÍL 21. APRÍL- 21. MAÍ 22. MAÍ 21. JLJNÍ 22. JÚNÍ 22. JÚLÍ 23. JÚLÍ - 23. ÁGÚST 24. ÁGÚST- 23. SEPT. 24. SEPT- 23. □ KT. 24. DKT..- 22. NDV. 23. NDV. — 21. DES. 22. DES. — 20. JAN. 21. JAN. - 1S. FEBR. 19. FEBR. — 20. MARZ STJÖRNUSPÁiN Hrútsmerkið. Fyrri helmingur vikunnar verður mjög hagstæður. Heit ósk rætist og allar framtíðarhorfur virðast mjög bjartar og glæsilegar. Þetta hefur góð áhrif á einkalíf yðar og þér verðið hamingjusafur í fyllsta máta. í vikulokin kem- ur fyrir atvik, sem varpar skugga á hamingjuna, en ekki þó alvarlega. Nautsmerkið. Fyrstu tveir dagar vikunnar gefa mesta möguleika, ef öll tækifæri eru nýtt. Þér kynnist mikilvirkri persónu, sem mun verða yður til mikillar hjálpar. En þér megið ekki gleyma, að gjöf sér æ til gjalda. Ef þér gleymið því, mun það hafa í för með sér leiðindi og samvizkubit. TvíburamerkiB. Óvænt tíðindi berast í byrjun vikunnar, en þér skuluð ekki láta þau á yður fá. Þér verðið umfram allt að láta af fyrra líferni og breyta til betri vegar. Ef þér gerið það, mun allt fara betur, bæði í einkalífi og á vinnustað. KrabbamerkiS. Stjörnurnar segja, að sennilega verði skapið slæmt. í næstu viku, enda kannski eðlilegt. Þér lendið í dálitlum erfiðleilc- um og óvinum yðar tekst að ná sér niðri á yður. En ef þér farið rétt að, getið þér unnið óvini yðar til vináttu við yður, og það er jafnan bezta lausnin. Ljónsmerkið. Útlitið er ekki gott um þessar mundir, en strax í byrjun vikunnar fer að birta til og nýjar leiðir opnast. Fimmtudag- ur, föstudagur og sunnudagur verða sérstaklega hagstæðir. Reynið að geðjast ákveðnum mönnum, sem þér eigið mikið undir. Þér fáið áríðandi bréf í lok vikunnar. JómfrúarmerkiB. Fyrstu daga vikunnar gerist atvik, sem kemur yður á óvart, sennilega í sambandi við mann, sem er yður nákom- inn (gamall og gleymdur vinur, sem allt í einu skýtur upp kollinum). Fyrir fimmtudag þurfið þér að taka mikilvæga ákvörðun. V o garslcálarmerkiB. Þér þurfið að gæt.a þess vel, að fara vel með yður og misbjóða ekki heilsu yðar. Ef þér gerið það, er útlitið held- ur hagstætt, ef þér beitið hæfileikum yðar til hins ýtrasta og gerið engar skissur. SporSdrekamerkið. Þér eruð komin í vafasama aðstöðu. Þér skuluð hætta að brjóta heilann um rómantíska ævintýrið og láta allt hafa sinn gang. Fyrstu daga vikunnar kaupið þér köttinn í sekkn- um. Treystið ekki um of glæsilegum Ioforðum annarra. Bogmaðurinn. Gæt.ið þess vel, að flana ekki að neinu. Það er útlit fyrir að þér lendið í vandræðum vegna fljótfærni yðar. Þér berið í brjósti ósk, sem ekki er alls kostar skynsamleg. Beztu dagar vikunnar eru föstudagur, laugardagur og sunnudagur. Á vissu sviði verðið þér að láta í minni pokann. Steingeitarmerkið. Þetta verður mjög erfið vika, og enn er ekki lokið erfið- leikum yðar og angri. En þetta mundi þó lagast mikið, ef þér létuð óánægju yðar minna í ljós og væruð alúðlegri við mótstöðumenn yðar. Þér fáið óvænta heimsókn í lok vik- unnar og hún mun létta skapið talsvert. Vatnsberamcrkið. Frá og með föstudeginum snúast málin yður í hag. Þér uppgötvið skyndilega, að þér hafið hagað yður mjög óskyn- samlega. En eftir þá uppgötvun leiðréttist allur misskiln- ingur. Þér fyllist af starfsorku og lífsgleði við þessa góðu málalok. Fiskamerkið. Vikan byrjar með árekstri, sem getur haft mikla þýðingu bæði fyrir heimilið og atvinnuna. Kannski eigið þér erfitt með að aðskilja þetta tvennt. Áreksturinn verður til þess að þér takið að hugleiða málin frá grunni og þá gildir að taka allt. með í reikninginn. ÞAÐ VEKUR ævinlega athygli, þeg- ar ungur rithöfundur kveður sér hljóðs, ekki sízt þegar um kvenrithöfund er að rœða. Núna fyrir jólin kemur út fyrsta bók tvítugrar skáldkonu, Hönnu Kristjánsdóttur, og nefnist bókin „Ást á rauðu ljósi“. Hanna er gift og tveggja barna móðir. Eiginmaður hennar er Jökull Jakobsson, rithöfundur. Fálkinn brá sér í heimsókn til Hönnu fyrir skemmstu og rœddi við hana um hina nýju bók. — Hefurðu fengizt mikið við skrift- ir áður? — Nei, það getur varla heitið. Ég skrifaði skáldsögu þegar ég var ellefu ára. Ég man, að mér fannst hún góð og vildi koma h»nni á prent. En pabbi þvertók fyrir það. Hann var hrœddur um að fólk héldi, að hann hefði skrif- að hana. — Hvenær skrifaðir þú þessa nýju sögu? — í sumar og haust. Ég greip í hana á kvöldin, þegar bömin voru sofnuð. Það stóð þannig á, að maðurinn minn var að semja leikrit og mátti ekki vera að því að tala við mig. Fyrst um sinn sat ég og prjónaði, en þá sá ég, að ekki dugði, að láta hann sitja einan að þessu. Ég ákvað því að skrifa skáldsögu, og úr því varð. — Um hvað fjallar sagan? — Hún fjallar um ungt fólk hér í Reykjavík, sérstaklega ungar stúlkur. Þetta &r náttúrlega ástarsaga, og gerist á ýmsum stöðum hér í bœ. Þetta er svo sem engin djúp speki, og ég býst ekki við, að sagan þyki neitt merki- legt bókmenntaverk. En ég hafði mjög gaman af að skrifa hana. — Ertu ekki spennt að sjá, hvemig viðtökurnar verða? — Jú, óneitanlega. En ég geri mér eng- ar tyllivonir og tek það ekkert nœrri mér þótt hún fái slœma dóma. Mér finnst ég alls ekki vera að fara út á neina nýja braut, og tel mig húsmóður eftir sem áður. Ég býst ekki við, að ég endurtaki þetta í bráð. — Hvað segir bóndinn um þetta? ■—■ Hann segir ekkerrt, en foreldrar mínir trúa því varla enn, að ég hafi skrifað bók . . . Á borðinu liggja prófarkir af bókinni og við blöðum í þeim um stund. Við fáum leyfi Hönnu Kristjánsdóttur til þess að birta lítinn kafla úr bókinni: Ég sat á gólfinu með krosslagða fæt- ur og teikniblokkina í kjöltunni og var niðursokkin í að rissa upp mynd af Línu. Svo upptekinn var ég, að lengi vel tók ég ekki eftir, að síminn hamaðist frammi. Þá stökk ég á fætur og flýtti mér fram. Um leið og ég tók upp sím- tólið, var lagt á hinum megin og ég ygldi mig ofna í tólið. Ég var lengi með myndina af Línu, og þegar ég var búin, festi ég hana með teiknibólu upp á vegg og virti hana fyrir mér með velþóknun. Mér þótti þetta harla gott hjá mér. Ég var orðin

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.