Fálkinn


Fálkinn - 23.11.1960, Blaðsíða 31

Fálkinn - 23.11.1960, Blaðsíða 31
Sannleikurinn - Framh. af síðu 11. inn á næturslangrinu, vildi hann ekki láta það eftir húsbónda sinum. Heimt- aði Magnús þá af honum síðhempuna. Snaraðist hann þegar í hana, dró snæri upp úr buxnavasa sínum og hnýtti því utan um sig. Eftir nokkurt þrátt varð samt úr, að Jón reið með honum yfir ána. Þeir stigu aftur af baki á eyri hinum megin, og kvaðst Jón nú alls ekki lengra fara. Magnús dró þá enn upp brennivínsflösku og bað Jón drekka með sér. Hann þekkt- ist það og saup á þrisvar. Loks brölti hann á hest sinn og sagðist bíða hús- bóndans þar úti á mýrunum á meðan hann færi erinda sinna. Magnús fór þá brott einn síns liðs og teymdi hestinn, en Jón reið að mýr- arholti Þar rétt hjá og fór þar af baki. Að nokkurri stundu liðinni sá hann Magnús og Guðrúnu Jónsdóttur koma gangandi, svo sem þau kæmu heiman frá Úlfá. Námu þau ekki staðar fyrr en á árbakkanum. Þar settust þau. Jón reis á fætur og hélt fram á eyrina. Jón var staddur niðri á eyrinni, er hann sá einhverju hvítu bregða fyrir, svo sem klút eða dulu, þar sem Magn- ús og Guðrún voru við ána. í næstu andrá heyrði hann ýlfur eða vein — síðan þessi orð: „Magnús góður! — Jesús!“ Nú varð Jóni ekki um sel, því að hann grunaði þegar illt. Hann hljóp á hest sinn og reið út eyrina að dálitlum hóli. Þar fór hann af baki og beið litla stund. En nálægð þess, sem nú var að gerast, svipti hann ró. Hann steig aftur á bak og reið suður eftir, og þar kom hestur Magnúsar á móti honum með lafandi taum. Jón tók hestinn og lét tauminn upp á makkann. í næstu andrá sá hann, hvar Magnús stóð einn á eyr- inni. Magnús kallaði til vinnumanns síns og skipaði honum að koma. Jón hlýddi, þótt skelfdur væri. Aðkoman var nötur- leg: Guðrún dauð á grúfu í vatni, og Magnús stóð yfir henni. Magnús skipaði Jóni að hagræða lík- inu og loka munni þess. Þegar hann dró það upp úr vatninu og bylti því við, glamraði steinn, sem var í munni þess, við tennurnar. Magnús sagði hon- um að taka steininn og hrækja á hann. Örvita af - hræðslu fálmaði Jón upp í líkið, náði steininum og spýtti á hann. Magnús hrækti líka í hann í höndum Jóns, hrifsaðj hann síðan af honum og renndi honum aftur upp í stúlkuna. Loks dró hann líkið á grúfu að ánni og gekk þannig frá því, að vatn seytl- aði um höfuðið. Skammt frá þessum stað lá síupoki svo blautur, að af lak. Magnús skipaði Jóni að tylla honum við hnakk sinn. Hann hlýddi því boði. Síðan fór Magn- ús að leita að lítilli brennivínstunnu, sem hann sagði, að Guðrún hefði haft meðferðis handa sér. En hann fann tunn- una hvergi, hvernig sem hann leitaði, og að síðustu stigu þeir báðir á bak reiðskjótunum. Þá mælti Magnús: „Nú þarf ei að gangast undir þung- ann hennar Gunnu. Hún er dauð.“ Að svo búnu riðu þeir heim að Hól- um. Hvorugur mælti orð frá vörum alla leiðina. Þegar heim kom, tók Magnús síupok- ann frá hnakki Jóns og lét hann inn í skemmuna. Jón gekk sem í leiðslu til rekkju sinnar. Þá var enn drjúgur tími til dags, fólk allt í hvílum, en sumt þó vakandi. VII. Þess getur ekki, hvort Jóni varð svefn- samt, en á fætur fór hann að venju morguninn eftir. Kom þá Magnús þegar til hans og sagði honum að fara sem skjótast út að Arnarstöðum og rista torf fyrir Jón Einarsson, sem þar bjó. Jón gerði sem fyrir hann var lágt. Sótti hann hest handa sér og hitti þá Þorlák í Litlu-Hólum, er spurði hann, hvort hann ætlaði að nota síðhempuna út í dalinn. Jón játti því, en fór þó hempu- laus. Jón risti torf af miklu kappi allan daginn. Vinnukona frá Arnarstöðum færði honum mat í mýrina — fisk, smjör og brauð. En Jón var rændur allri matarlyst. Hann bragðaði ekki nokkurn bita og sendi allt til baka ósnert. Hann kom heim að Hólum seint á laugardagskvöldið kaldur og blautur, og háttaði samstundis. Þegar hann var kominn upp í, bað hann Sigríði, konu sína, að sækja síðhempu Þorláks fram í dyrnar og breiða hana ofan á sig. En þegar til átti að taka, fannst hempan hvergi, hvernig sem Sigríður leitaði. Jón setti hljóðan. Þegar hann hugsaði sig um, minntist hann Þess ekki, að hann hefði orðið hennar var frá því, er Magnús fór í hana á eyrinni við Eyjafjarðará. Rétt á ef tir kom Magnús í skála vinnu- fólksins. Jón yrti á hann og spurði, hvar hepan væri. Magnúsi brá sýnilega við þessa spurningu. Fyrst þagði hann, en svaraði svo: „Hún hefur orðið eftir við Úlfár- fjárhús. „Og fjandalega farið,“ hrökk út úr Jóni. Magnús gekk út, en kom aftur í skál- ann að vörmu spori og spurði Jón, hvort hann gæti ekki komið á fætur. Jón drattaðist fram úr rúminu og gekk á ráðstefnu með Magnúsi í skemmunni. Magnús var nú bljúgur í tali, og sagð- ist ekki vita, hvort hann mætti biðja Jón að fara fram eftir í nótt og sækja hempuna. Jóni var ekki um þá sendi- för gefið. Hann þóttist ekki vita, hvort Þorsteinn á Úlfá léti hana af hendi við sig og stakk upp á því, að Magnús færi sjálfur. En það vildi hann ekki heyra nefnt. Eftir nokkurt þref skipaði Magn- ús vinnumanni sínum að fara að hátta og sofa, því að hann mundi vekja hann í nótt. Þetta varð eins og Magnús hafði sagt. Hann kom um nóttina, þegar kyrrt var orðið, og vakti Jón. Þeir gengu saman upp að heygarði á túninu. Þar heimt- aði Magnús af Jóni, að hann sækti hemp- una, en hann færðist undan því og svar- aði á sömu lund og áður. „Ég veit ei, hvort ég á að trúa Þor- láki fyrir því að sækja þá síðhempu,“ sagði Magnús að lokum, þegar hann fann, að Jóni varð ekki um þokað í þetta skipti. „Vel þekki ég hann Þorlák, en betur þekkið þér hann,“ svaraði Jón. „Þér gerið sem yður sýnist.“ Magnús kvaðst ekki vita, hvernig hann ætti að vekja Þorlák, svo að enginn yrði þess var. En Jón sagðist kunna ráð til þess. Gengu þeir svo saman suður að kotinu, og beið Magnús undir fjár- húsvegg á meðan Jón fór upp á skjá- inn, þar sem Þorlákur svaf, og kallaði til hans: „Þér er betra að fara á fætur en láta hestana rífa sundur heyið þitt,“ sagði hann. Þorlákur vaknaði við þetta, brá sér fram úr og kom út. Magnús var þá kominn heim að bæjardyrum. Tók hann Þorlák þegar tali og sagði honum, hvar hempan hefði orðið eftir og bað hann að freista þess að ná henni. En þá kom upp úr kafinu, að Þorlákur var búinn að frétta af hempunni og það með, að Guðrún á Úlfá hefði horfið nóttina áður, en lítill reki verið gerður að því að leita hennar sökum þess, hve oft hún brygði sér snögglega að heiman. Magnúsi var ekki minna áhugamál en áður, að hempan yrði sótt, svo að lítið bæri á. Hann hafði frétt það um daginn hjá smalamönnum, að á Tjörn- um væri lamb með marki, sem menn könnuðust ekki við, og fylgdi það sög- unni, að markið á því væri svipað marki Guðrúnar, dóttur hans. Mæltist hann til þess, að Þorlákur færi fram að Tjörn- um og léti sem hann kæmi þangað í erindum Hólafólks að skoða lambið, og í sömu ferð kæmi hann við á Úlfá og tæki hempuna. Hann varaði Þorlák einn- ig við því að geta um sínar ferðir, þótt eitthvað kynni að hafa í skorizt þar fremra, og treyst gæti hann því, að Jón Hálfdanarson væri saklaus. „Þú ferð með sem guð kennir þér,“ sagði Magnús að lokum í föðurlegum áminningartón. Síðan gengu þeir Magnús og Jón aft- ur heim að Hólum. Ég gleöst yfir því, aö ég skuli vera oröinn svo þrosicaöur, aö geta glaöst yfir velgengni annarra. Strindberg. Sá sem er fús til aö fóma frelsi sínu fyrir skammvinnt öryggi, hlýt- ur hvorki frelsi né öryggi. Ben. Franklin. FÁLKINN 31

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.