Fálkinn


Fálkinn - 23.11.1960, Blaðsíða 26

Fálkinn - 23.11.1960, Blaðsíða 26
Framhaldssaga eftir Patrioia Fenwick STJÖRNUHRAP Þetta var ofur hversdagslegt atvik, en meðan Valerie var að segja frá því, sá hún hvernig skuggarnir hurfu af and- liti Irenu. —• Þá hefur honum kannske fundizt þetta eins leitt og mér, sagði Irena léttar. — Og kannski hefur hann orðið sár yfir því að ég skyldi fara og skemmta mér án hans. Hún hló titrandi hlátri. — Það var gott að þú sagðir mér þetta, Valerie. Ég hef verið flón. Það var kvikmyndasýning í salnum um kvöldið. Irena sat milli Hugh og Bill Wilsons og hafði gaman af myndinni. Hún var glöð og létt í lund eftir að hafa talað við Valerie. Þegar sýningunni lauk, hafði Valerie orð á því, að hún yrði alltaf syfjuð eftir að hafa horft á kvikmynd, og að Bill hefði spilað bridge kvöldið áður og mundi vera svefns þurfi líka. Um leið og þau buðu góða nótt tók Hugh Irenu undir arminn. — Við skulum koma upp á bátaþilfarið og fá okkur hreint loft — ef þú ert ekki mjög þreytt. Hún hafði verið þreytt þegar hún kom úr landi, en fannst. hún hafa hvílzt meðan hún horfði á kvikmyndina. Og rödd Hugh var hlýleg, eins og að öllum jafnaði. Irena varð von- góð aftur. Þegar þau komu upp á þilfarið, tók Hugh um herðarnar á henni og þrýsti henni að sér. — Ertu búin að fyrirgefa mér? Hún hallaði höfðinu að öxlinni á honum og brosti ánægð. — Fyrirgefa þér hvað? — Að ég sveik það, sem okkur kom saman um í gær . . . og að ég hagaði mér eins og dóni, þegar þú komst úr landi. Hún var sæl. Valerie hafði rétt fyrir sér. Hún þurfti ekkert að óttast. Hún hafði kvalið sig að nauðsynjalausu. — Já, vitanlega, sagði hún og sneri höfðinu, svo að kinnin snerti öxlina á honum. — Þú hefur vonandi ekki amazt við því að ég fór í land með Brian? spurði hún. — Nei, síður en svo, svaraði hann létt. -— Mér þykir vænt um að þú gazt skemmt þér. Hvar voruð þið? Brian hafði farið með hana á marga staði, og hún reyndi að muna þá alla. Hún hafði yndi af að rifja upp þennan dag í huganum, með höfuðið við öxlina á Hugh og hand- legg hans um herðarnar á sér. — Já, nú man ég ■— ég keypti líka útsaumaðan dúk handa okkur, Hugh. Ég vona að þér líki hann. Það var svo margt fallegt í búðunum. Við þessi orð mundi hann eitt. — Þú varst í þann veginn að kaupa nælu, þegar Rodrigues kom um borð í morgun. Ég hafði hugsað mér að kaupa hana þanda þér, en gleymdi því þegar ég fór að tala við hann. Keyptir þú hana? Ef þú heíur gert það, verð ég að borga Þér peningana. Ég ætlað- ist ekki til að þú borgaðir hana. — Brian keypti hana handa mér, sagði hún og óskaði um leið að hann hefði ekki gert það. — Ég skildi ekki hvað Portúgalinn sagði, og Brian hjálpaði mér. Hann keypti næl- una og ég kunni ekki við að neita að taka við henni. Hún horfði kvíðandi á hann. —- Gerði það nokkuð til? — Nei-nei, sagði hann. — Aðalatriðið er, að þú fékkst næl- Flestir farþegarnir voru komnir í borðsalinn. Hún stóö um stund i dyrunum og tók eftir manni, sem horfði á hana með auðsærri aðdáun... 26 FÁLKINN una, sem þig langaði til að eiga. Hann fleygði vindlingsstúfn- um og hann hvarf í dimmbláan sjóinn. — Nú er ekki vert að ég haldi þér hérna lengur, sagði hann. — Þú munt vera þreytt eftir ferðina í land. Röddin var vingjarnleg, en samt fannst Irenu töfrar þessa kvölds vera horfnir. Hún hafði kviðið fyrir að hann mundi verða gramur yfir að hún þáði næluna af Brian og nú ósk- aði hún — með kvenlegu ósamræmi rökfræðinnar — að hann hefði orðið gramur! Brian hafði keypt næluna handa henni; Brian hafði sýnt henni Lissabon; Brian hafði hjálpað henni að kaupa fyrsta hlutinn fyrir heimili þeirra — og það varð ekki annað séð en Hugh væri fyllilega ánægður með það. Eftir að farið yrði framjá Teneriffe, mundu þau ekki sjá land í tíu daga, er þau nálguðust Rio. Meðvitundin um að skipið væri veröld út af fyrir sig fór vaxandi þessa tíu daga, og Irena, sem aldrei hafði komið út fyrir England áður, var forviða á hve margt var hægt að hafa fyrir stafni um borð í svona skipi. Hún hafði haldið að hún mundi liggja allan daginn í stól uppi á þilfari, en í staðinn var hún alltaf önnum kafinn við eitthvert tilstand. Hugh hafði verið kosinn formaður sportnefndarinnar og þurfti líka að annast um bridgekeppni og aðra keppni, svo að hún sá hann varla. Undir þeim kringumstæðum var eðli- legt, að hún væri mikið með Brian. Hann undi sér vel í ná- vist hennar og Hugh hafði ekkert við það að athuga. Hugh hafði engan áhuga á því, sem hún hafði fyrir stafni og virt- ist meira en ánægður með að láta hana leika lausum hala. Hún sagði við sjálfa sig, að þetta væri vegna þess að hann væri svo önnum kafinn, en samt fór ekki hjá því að angist og kvíði gerði henni lífið súrt. Þau voru þó í brúðkaups- ferð, en Hugh hafði auðsjáanlega engan tíma til að sinna brúðurinni. En dagarnir liðu fljótt, og kvöldið áður en þau komu til Rio hélt skipstjórinn kveðjuveizlu um borð. Daginn eftir var brúðkaupsferðin á enda. Iriena afréð að vera í fallegasta kjólnum sínum síðasta kvöldið. Hún hafði ekki notað hann fyrr, en þegar Hugh hafði haft fataskipti og var farinn út úr klefanum, tók hún hann fram úr skápnum. Hún fór í hann og skoðaði sig í speglinum. Upphluturinn náði ekki yfir axlirnar og féll vel að brjóstunum, en fellingarnar á pilsinu voru eins og fossandi straumur, alsettar silfruðu hreistri, sem glitraði eins og stjörnur. Hún hafði aldrei vandað eins vel til klæðaburðar síns síðan kvöldið sem hún var með Hugh á „Mirabelle“ forðum. Þá hafði hún líka verið í nýjum kjól og hann hafði gert gagn. Hún var sannfærð um að þessi kjóll mundi líka færa henni gæfu. Það varð bjart yfir henni við þessa tilhugsun og roði kom í kinnarnar. Þegar borð- klukkunni var hringt í annað sinn fór hún úr klefanum til að skyggnast eftir Hugh. Á efsta þilfari. Flestir farþegarnir voru komnir inn í borðsalinn og hún var dálitla stund að koma auga á hann. Hún stóð um stund í dyrunum og tók eftir manni, sem horfði á hana með auð- særri aðdáun. Og nú kom Brian til hennar. Hann sagði lágt: — Þú ert töfrandi, Irena, — töfrandi! En það var ekki aðdáun hans, sem hún hafði ætlað sér að vekja, þó að roði kæmi í kinnar henni þegar hún sá aðdá- unina í augum Brians. Hugh, sem stóð innst í salnum og var að tala við yfirvélstjórann, leit við í sömu svifum og þegar hann kom auga á hana, varð honum orðfall og vissi ekki hvað hann átti að segja. Hann muldraði einhverja af- sökun og flýtti sér til Irenu, sem var að hlæja að einhverju, sem Brian hafði sagt. Andlitið, sem hún sneri að honum, var undursamlega töfrandi, — honum fannst hann vera að sjá hana í fyrsta skipti núna. Nei, — ekki í fyrsta skipti; hann hafði séð sömu gleðina skína úr augum hennar einu sinni áður — daginn, sem þau höfðu dansað saman á „Mirabelle11 og hann hafði beðið hennar. — Ó, þarna ertu þá, Hugh, sagði hún glöð. -— Ég var að leita að þér. Ekki hafði hún nú verið sérlega áköf í leitinni, datt hon- um í hug. Það var augljóst, að hún undi sér vel hjá Brian

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.