Fálkinn


Fálkinn - 23.11.1960, Blaðsíða 22

Fálkinn - 23.11.1960, Blaðsíða 22
Á MORGUN á ég að deyja, og þess vegna ætla ég að létta á samvizkunni núna og festa á blað hina geigvænlegu sögu mína. Ég krefst þess ekki, að þið trúið mér, en ég er ekki brjálaður, og mig er ekki að dreyma. Ég ætla að leggja fram fyrir augu veraldar greinargerð um það, sem hefur gerzt — ljóst og í stuttu máli, og skýringalaust. Líf mitt kann að sýnast hafa verið hversdagslegt og viðburða- laust, en sjálfum mér hefur Það verið ógn og örvænting... Frá barnæsku hef ég verið talinn mildur og skapþýður. Ég var svo við- kvæmur og hjartagóður, að kunningjar mínir ertu mig fyrir það. Mér þótti ákaflega vænt um skepnur, og annaðist af mikilli hugulsemi þær, sem foreldr- ar mínir gáfu mér. Fórnaði öllum mín- um frístundum fyrir þær, og aldrei leið mér eins vel og þegar ég var að gæla við þær og gefa þeim. Dýrin voru líka mesta ánægja mín eftir að ég komst upp, og þeir sem sjálfir hafa átt hygginn og tryggan hund, munu geta skilið, hvernig tilfinningar manns geta orðið til slíkrar skepnu. Ég giftist ungur og var svo heppinn að eignast konu, sem var líkt skapi farin og ég. Þegar hún fann hve vænt mér þótti um húsdýrin, útvegaði hún fleiri. Við áttum alifugla, gullfiska, fallegan hund, kanínur, lítinn apa og venjulegan húskött. Kötturinn var einstaklega stór og fal- legur, kolsvartur og afbragðs vitur. — Konan mín var í eðli sínu mjög hjátrú- arfull, og hvenær sem við töluðum um hve gáfaður kötturinn væri, fór hún að tala um gömlu þjóðtrúna um, að nornir og galdramenn breyttust í svarta ketti, þegar þeir hrykki upp af. En varla mun henni þó hafa verið full alvara, ég læt þessa aðeins getið, því að mér datt það í hug einmitt núna. Kötturinn hét Plútó. Hann var uppá- haldið mitt, það var aðeins ég, sem gaf honum að éta, og hann elti mig um hús- ið, hvar sem ég fór. Það var meira að segja erfitt að láta hann ekki elta sig, þegar ég fór út. Árin liðu. Skaplyndi mitt breyttist nokkuð til verri vegar með árunum. Ég skammast mín fyrir að játa þetta — ég drakk, það var meinið. Með hverjum deginum varð ég dulari, ónotalegri, ó- nærgætnari og kærulausari um tilfinn- ingar annarra. Ég talaði eins og hrotti 22 við konuna mína, og barði hana meira að segja stundum. Og húsdýrin, sem mér hafði alltaf þótt svo vænt um, fengu líka að kenna á skapsmunum mínum. Ég vanrækti ekki aðeins að hirða þau, held- ur fór ég illa með þau líka, En ég bar enn svo mikla virðingu fyrir Plútó, að ég píndi hann ekki, en kanínurnar og apinn, og jafnvel hundurinn, fengu að kenna á mér, þegar ég skeytti skapi mínu á þeim. Loks var ég orðinn svo illa lyntur, að ég fór að skeyta skapi mínu á Plútó, en þá var hann líka farinn að verða gamall og örvasa. Eina nóttina kom ég mjög drukkinn heim úr einni kránni í bænum, og þá fannst mér kötturinn forðast mig. Ég greip í hann — mjög harkalega. Hann varð hræddur og glefsaði laust í höndina á mér. Og þá varð ég undir eins hams- SMASAGA EFTIR EDGAR ALLAN POE FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.