Fálkinn


Fálkinn - 23.11.1960, Blaðsíða 28

Fálkinn - 23.11.1960, Blaðsíða 28
HVAÐ GERDIST Á MARIE Að morgni 4. desember 1872 sáust segl úti við sjóndeildarhringinn frá kan- adíska briggskipinu „Dei Gratia“. Veðr- ið var óvenju hlýtt og fallegt, miðað við þann tíma árs, lítill sjór og hægur vindblær. Þegar David Boyce Morehouse kom út á þilfarið, skömmu síðar, gat hann hæglega greint seglaútbúnað skips- ins í kíkinum. Þessi skip stefndu hvort á annað. Frívaktin á „Dei Gratia“ var vakin og öllum þótti vænt um að fá tækifæri til að senda óvænta jólakveðju heim og fóru að skrifa bréf. Kanadíska briggin var þegar þetta gerðist um 300 sjómílur vestur af Portú- gal, um miðja vegu milli Azoreyja og meginlandsins, og ferð þess var heitið til Gibraltar. Ferðin hafði til þessa geng- ið tíðindalaust, nema hvað skipið — sem var með olíufarm — hafði í hálf- an mánuð af hinni 19 daga löngu sjó- ferð frá New York fengið hvern storm- inn öðrum verri. En á móts við Azor- eyjar lægði storminn. Lofthitinn fór vaxandi og „Dei Gratia“ var komin inn í góðveðursbelti með hæfilegum byr. Síðustu dagana hafði verið fast að því logn, og Morehouse skipstjóri hafði ekki séð eitt einasta skip. Þótti honum gam- an að sjá til skips á gagnstæðri leið, og fá tækifæri til að skiptast á veður- fréttum og biðja fyrir póst. Enn var viku sigling til Gibraltar. Þegar Deveau stýrimaður, fransk-kanadískur sjógarp- ur, kom til skipstjórans, rétti honum kíkinn og sagði: — Þetta verður samt líklega tíðinda- laust ferðalag! En það fór á aðra leið. Nokkrum klukkutímum síðar hafði áhöfnin á „Dei Gratia“ upplifað eina dularfyllstu gátu sjómannasögunnar. Gátu, sem er óráð- in enn. Smámsaman styttist milli skipanna, en gekk þó hægt vegna þess, hve byr- inn var lítill. Eftir tvo tíma voru skip- in orðin svo nálæg hvort öðru, að ókunna skipið sást út í æsar. Það var fyrir fullum seglum og sigldi beina stefnu. Allt í einu fór það yfir stag, en það gerðist svo klaufalega, að þeir á „Dei Gratia“ urðu hissa. Þeim þótti skrítið, að farmenn frá Nýja Englandi — því þeir voru ekki í vafa um að skipið væri þaðan — skyldu ekki vera betur að sér í sjómennskunni en þetta. Deveau stýrimaður tók í hökutoppinn á sér. — Kannske er stýrið bilað, sagði hann. — Þá hefðu þeir lagzt og gert við bilunina, sagði Morehouse skipstjóri og tók kíkinn aftur. Horfði lengi á skip- ið. Nú sigldi það beina stefnu á ný. — Það er ekkert við skipið að at- huga, sagði hann svo og ýtti saman kíkinum. En ekki leið á löngu þangað til allir þóttust vita, að þarna væri eitthvað að. Þetta ameríska skip — þeir sáu nú flagg- ið greinilega — virtist alls ekki ætla að víkja til hliðar. Og nú kom logn og seglin slöptu. Morehouse kíkti hvað eft- ir annað á skipið, en gat ekki séð nokk- urn mann á þilfarinu. Þegar þeir voru komnir svo nærri, að hægt var að kalla, tók hann trektina og nú glumdi í hon- um, er hann kallaði. En ekkert svar kom frá skipinu. Dauðaþögn. Eftir dá- litla stund sá skipstjóri að þarna var enginn maður við stýrið. Og stýrið var heldur ekki bundið. Hann sá stýrið greinilega. Morehouse var á báðum áttum, þegar hann leit á stýrimanninn. Báðum datt það sama í hug: að þarna hefði drepsótt gosið upp og áhöfnin væri ósjálfbjarga eða deyjandi í kojunum eða annarstað- ar. En bæði Morehouse og Deveau voru gamlir og reyndir sjómenn. Þeir höfðu séð pestarskip fyrr og vissu hvað var í húfi .... Sjálfsagt að fara um borð og hjálpa veslings mönnunum. Það voru óskrifuð lög hafsins .... Áhöfnin, sem áður hafði hlakkað til að hafa samband við skipið, var nú orð- in kvíðandi og geigur kominn í hana. Fátt var sagt meðan verið var að setja út bátinn og Deveau stýrimaður fór í hann ásamt tveimur hásetum. Stýrimaðurinn skoðaði skipið gaumgæfilega meðan þeir voru að róa að því. Hvergi gat hann séð að skipið hefði orðið fyrir tjóni eða skemmdum. Allt virtist vera í bezta lagi. Skipið var í alla staði vel útbúið og öll umgengni lýsti hirðusemi. Þeir komu upp að skipshliðinni og nú kallaði stýrimaður aftur. En eina svarið sem hann fékk, var draugalegt ískrið í rám og reiða. Þeir réru aftur með skipinu og lásu á skutnum nafnið „Marie Cel*ste — Bostorí1, sem stóð þar með gyltu letri á bláum grunni. Efíir nokkrar mínútur réðu Deveau

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.