Fálkinn


Fálkinn - 23.11.1960, Blaðsíða 15

Fálkinn - 23.11.1960, Blaðsíða 15
Rætt við unga §káldkonu iini fyrstu bók heunar svo sjálfsánægð og stolt af öllu, sem ég gerði nú orðið, að ég veitti sjálfri mér smá ofanígjöf. Hvað hélt ég mig eiginlega vera? Þótt fáeinar myndir seldust eftir mig og einhver milljónari hefði ekkert þarfara við peningana sína að gera en henda í mig nokkrum krón- um, var ekki þar með sagt, að ég væri á nokkurn hátt fremri öðrum. Svo mundi ég eftir, að sennilega fengi ég ekkert tækifæri til að eyða pening- um Steinbachs. Ég yrði að öllum lík- indum fyrr heima og héldi áfram að mála háhýsi við Austurbrún og guln- aðar nellikur. Það sótti á mig svo mikið þunglyndi við þessar hugsanir, að ég þaut fram og aftur um íbúðina eins og ljón í búri. Loks náði ég mér í kápu og fór út til að létta skapið. Það var hellirigning, bílar þutu fram hjá mér og skvettu á mig um leið. Ég bölvaði ókvenlega, en rixaði áfram og tók eftir því, að ég var farin að tala upphátt við frú Magdalenu. Þá klemmdi ég saman munninn. Ég var komin niður í Hljómskálagarð áður en ég vissi af. Furðulegur ' ávani hjá mér að hlaupa alltaf þangað, þegar ég er í taugaveiklunaruppnámi. En ég settist samt á blautan bekk og reyndi að einbeita mér við að horfa á vini mína úti á vatninu. Þeir voru hálftuskulegir greyin, og engin börn voru sjáanleg með brauð. Ég vafði fastar að mér kápunni og hnipraði mig saman. Öðru hverju gaut ég augunum í kringum mig, og vonaði hálft í hvoru, að Þorkell kæmi aðvífandi. En hann kom auðvitað ekki. Og þegar ég var orðin gegndrepa rölti ég af stað. Kannski var skynsamlegast að fara og skipta um föt, en mig langaði ekk- ert heim. Ég ákvað að fara einhvers staðar inn og fá mér te. Þegar ég kom inn á Gildaskálann, settist ég við tveggja manna borð og bað um sjóðandi te. Afgreiðslustúlkan horfði vandlætingarfull á mig, og ég gat ekki áfellzt hana fyrir það. Hárið var klesst niður á ennið og fötin voru límd við mig. Teið var auðvitað rétt moðvolgt, og ég varð fjúkandi reið og bað um almenni- legt te. Afgreiðslustúlkan varð fá við, og það var með herkjum að hún stillti sig um að hreyta í mig ónotum. Ég fór fram í snyrtiherbergið og reyndi að þurrka mestu bleytuna fram- an úr mér með dökkleitu handklæði. Teið beið mín á borðinu, þegar ég kom aftur og ég fékk mér sígarettu með. Drykkurinn hressti mig, og ég var að fá mér aftur í bollann, þegar ég sá gamla kunningjakonu mína, Dóru, koma inn. Hún sá mig og kom að borðinu. — Ertu ein, má ég setjast? — Gjörðu svo vel. Dóra settist og tók af sér skýluklút- inn og hristi höfuðið svo, að vatnið gus- aðist á mig. •—■ Æ, fyrirgefðu, sagði hún, — hunda- veður úti. — Já, heldur svo, sagði ég. Dóra pantaði sér kók. Hún hafði víst aldrei drukkið annað en kók. Við hölð- um þekkzt lengi, verið saman i skóla í eina tíð og stundum farið í bíó saman eftir að skóla sleppti. Hún var dóttir verkamanns og var eldheitur sósíalisti, og hélt ýmist til í Tjarnargötu 20 eða á söngæfingum verkalýðskórsins. Hún var alltaf kvenna fyrst til að frétta eitt- hvað illt eða jafnvel gott um náungann og þess vegna var hún aufúsugestur hvar sem hún kom, því að hún hafði alltaf fréttir að færa. Frh. á bls. 32 ÁST \ RAUÐI) LJÓS FALKINN 15

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.