Fálkinn


Fálkinn - 23.11.1960, Blaðsíða 25

Fálkinn - 23.11.1960, Blaðsíða 25
með loki rýmast bezt. Plastpokar eru ágætir utan um grænmeti. Hvað á að geyma í kœliskáp? Mjólk, rjómi og smjör taka auðveld- lega í sig bragð, þarf því að vera í vel luktum ílátum. Sé sérstök smjöraskja verður smjörið æfinlega kramt. Ost er nauðsynlegt að geyma í ísskáp. Sé það gert, þarf að hafa í huga, að hann er oft bragðsterkur. Eggjurn er oftast ætluð sérstök hilla. Sé hún ekki fyrir hendi, eru þau geymd í opinni skál. Hrátt kjöt má ekki geyma tillukt. í stærri skápum er sérstök skúffa undir kælinum ætluð fyrir það. Varast skal að geyma hrátt kjöt of lengi og hafa skal mikla gát á farsi og hökkuðu kjöti. Hráan fisk á einnig að geyma undir kælinum í luktu íláti. Ágætt að leggja ísmola með honum. Grænmeti geymist vel í kæliskápum. Bezt að hreinsa það, áður en það er sett inn. Tekur minna rými og þægilegt að grípa til þess. Grænmeti, eins og t. d. salat, á að vera rakt, og er geymt í grænmetisskúffu eða plastic-pokum. Ávextir geymast vel í kæliskáp. Ban- ana og epli á þó ekki að geyma þar. Matarleifar og annan tilbúinn mat á að setja í kæliskápinn strax og það er orðið kalt. Frosin matmœli eru geymd í sjálfum kælinum. Þess skal gætt, að þau séu ekki farin að þiðna, áður en þau eru sett inn. Hreinsun á kœliskápnum Leitast skal við að þrífa kæliskápinn, þegar lítið er í honum af matvælum. Einu sinni í viku er hæfilegt. Hrímlagið á kælinum má ekki verða meir en V2 cm á þykkt, annars eyðist of mikið raf- magn. Sumir skápar þíða sig sjálfir. Um þá verður ekki fjölrætt. Ýmist er hægt að þíða hægt eða fljótt. Ætli maður að þíða hann fljótt, er allt tæmt úr skápnum, hurðin látin standa opin, heitt vatn látið í bakkana í kælinn, stillirinn settur á stopp. Tekur Það tæpan klt. þar til kæli- skápurinn er tilbúinn til notkunar á ný. Svona leikur loftstraumur um kæliskáp- inn, ef kælirinn er breiður. Kaldur straumur niður í miðju og leitar upp með hliðum. En þess skal vandlega gætt, að allt hafi þiðnað, annars myndast þykk klaka- hella, sem varnar því að skápurinn kæli sem skyldi. Vilji maður þíða hann hægt, er það gert yfir nótt. Stillirinn settur á stop; allur matur hafður í skápnum, hurðin lokuð, aðeins ísbakkarnir teknir úr. Eft- ir nál. 8 klst. er kæliriinn hreinsaður, skápur, hillur og skúffur þvegnar úr sódaupplausn og þerrað vel. Ágætt að þvo hann við og við með sótthreinsandi legi, eins og Germidine. Allt sett í skáp- inn á ný, og skápurinn stilltur á ný. SPORTPEYSA MEÐ HETTU - Framh. af bls. 24. Ermar: Fitjið upp 33 1. á prj. nr. 5. Prj. 5 cm á munstri I. Skiptið yfir á prj. nr. 6 og prj. sléttprjón. Á fyrsta prj. auknar í 4 1. jafnt yfir prj. Aukið út 1 1. hvoru megin á 2% cm millibili 10 sinnum og með IV2 cm millibili 8 sinnum. Þegar ermin er 47 cm, eru felldar af 3 1. í byrjun hvers prj. 6 sinnum; afgangurinn, 36 1., felldar af í einu lagi. Frágangur: Peysan saumuð saman, lykkjurnar af hjálparprj. settar á hring- prj. nr. 5 (eða 4 sokkaprj.), fitjið upp 1 1. við hverja öxl, svo 90 1. verði á prj. Prj. munstur I. Til þess að hettan verði hærri að aftan, er mælt þannig á. í 8. hverri umf. er prj. 41 1. að aftan, prj. þær fram og til baka, haldið svo áfram á venjulegan hátt. Þegar hettan er 32 cm, er fellt laust af. GZiUtj. HfUtfana £tekqr'wMéttir HEILRÆÐI Ef þið þurfið aðeins á nokkrum drop- um af sítronsafa að halda, og því óhag- sýnt að skera ávextina í tvennt, er ágætt að stinga í sítrónuna með eld- spýtu og þá er auðvelt að kreista út það magn, sem nota þarf. Og sítrónan er sem ný. Rauðrófur er ágætt að sneiða með eggjaskera. Þá verða sneiðarnar jafnar og fingurnir ekki rauðir. Ljótir eldhúsklútar verða fallegir, séu þeir soðnir í salti og þvottaefni að jöfnu. PYLSUR STEIKTAR í OFNI Pylsur með hrærðum kartöflum er réttur, sem er alltíður á matseðlinum á mörgum heimilum. Hér eru pylsurnar og hrærðu kartöflurnar bornar fram á breyttan hátt. Pylsurnar soðnar á venjulegan hátt og þess gætt, að þær springi ekki. Tekn- ar upp úr og rist á þær langsum. í iy2 bolla af hrærðum kartöflum er bland- að V2 bolla af rófum, osti, 1 tsk. af rifn- um lauk, kryddað með salti og pipar (mynd 1). Blandan sett í pylsurnar og þeim raðað á ofngrindina eða plötu. Bakað í heitum ofni nál. 10 mín., sé glóð í ofninum, er ágætt að nota hana (mynd 2). Pylsunum raðað fallega á fat, skreyttar með grænum baunum eða öðru grænmeti (mynd 3).

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.