Fálkinn


Fálkinn - 23.11.1960, Blaðsíða 16

Fálkinn - 23.11.1960, Blaðsíða 16
MEÐAL þeirra fimmtán milljóna Kín- verja, sem búa utan landamæra komm- únistaríkisins, er nú óðum að færast í aukana bófafélag, er helzt mætti líkja við hið alræmda Mafia glæpafélag á Ítalíu eða hinn óhugnanlega Ku Klux Klan, hvað aðferðir og útbreiðslu snert- ir. Yfir því hvílir hin mesta leynd. Meðal hins gula kynþáttar í Evrópu, Afríku og Ameríku, er það þó aðeins að ná fótfestu, enn sem komið er. En í Austurlöndum, í Singapore, og ekki hvað sízt í Hongkong, þar sem höfuð- stöðvar þess eru, má segja, að félags- skapurinn sé orðinn stórveldi, er yfir- völdin eiga í hinum mestu erfiðleikum með. Á ensku máli nefnist bófasamlag þetta „Triad“, er merkir þrenning. En það nafn varð til þegar við stofnun þess. Eins og önnur leynifélög starfar það sem eins konar ríki í ríkinu. Það „vernd- ar“ vissar götur og bæjarhverfi og heimtar nánar tiltekna hundraðshluta af tekjum kaupmanna, skammtar sér skatt af atvinnu vændiskvenna eða kúgar fé af efnuðum borgurum með því að hóta þeim barnaránum. Og loks stendur það auðvitað fyrir eiturlyfjasölunni. Bófarnir sjálfir kalla félagsskapinn bræðralag, og inntaka nýrra „bræðra'* fer æfinlega fram samkvæmt dularfull- um siðvenjum. FYRIR skömmu síðan var enskur blaðamaður viðstaddur slíka inntöku, er fram fór í skúr uppi á húsþaki í Hongkong. Ungur Kínverji lá á knébeð frammi fyrir altari, en hjá því stóðu þrír gamlir Triad-félagar, klæddir gulum og rauð- um skikkjum. Loftið var þrungið reyk- elsisilm og olíustækju. Úti í einu horn- inu klakaði kjúklingur. Hin kuflklædda þrenning gaf nú ný- liðanum merki og tók hann þá að mæla fram hina þrjátíu og níu trúnaðareiða. Hann vissi, að ef hann ryfi þótt ekki væri nema einn einasta þeirra, yrði nefið skorið af honum. Ef hann bryti annan til, myndi honum verða banað með „þús- und stungum“. Þegar maðurinn var þagnaður, kveiktu þrímenningarnir í þrjátíu og níu pappírsmiðum, sem eiðarnir voru á ritaðir. Var talið, að reykurinn stigi til himins sem boðskapur til Kwan Tung, guðs þess, er hann skyldi hér eftir helga líf sitt. Síðan var kjúklingurinn tekinn og snúinn úr hálsliðnum. Því næst var skorið í bringu hans og blóðið látið renna í bikar, sem hálffullur var af hrísvíni. Því næst var gerð skinnspretta á úlnlið inntökuþega og blóði hans einnig blandað í bikarinn. 16 FÁLKINN „Nú hefur blóð þitt runnið saman við blóð bræðranna,“ tónaði einn hinna kuflklæddu. „Meðan þeir lifa, lifur þú. En deyi þeir, munt þú og einnig deyja.“ Bikarinn gekk nú milli manna, og' allir tóku sér vænan teyg af þessum beizka drykk. Með þessum hætti gerðist „Litli 49“ nýliði, og ávann sér með því leyfi til að stunda vasaþjófnað í vissu hverfi inn- an umráðasvæðis flokksins. Fyrir nokkrum mánuðum síðan voru þrír af meðlimum bófaflokksins leiddir fyrir rétt. Höfðu þeir þvingað sjö hundr- uð ungra manna til að selja einkasjúkra- húsum blóð úr sér. Síðan höfðu þeir stungið í sinn vasa helmingi af and- virði hinna tilneyddu blóðgjafa. Meðal þessara ungu manna var átján ára gam- all piltur, er á tveim árum hafði verið neyddur til að láta sextán sinnum af blóði sínu, enda þótt læknar telji var- hugavert að gera það oftar en tvisvar á ári. Nýlega hefur annað mál verið upp- lýst. Það var út af „vændarfé“, er kaup- manni nokkrum var gert að greiða. Upp- hæðin var fimm Hongkong-dalir á mán- uði. Yrði hún ekki greidd, var honum að vísu ekki ógnað með beinum hefndar- ráðstöfunum, en ýmis óþægindi myndu þó að honum steðja. Grænmeti myndi hverfa og viðskipta- menn kvarta yfir rangri vigt á iðrum. Ýmsar vörutegundir myndu ef til vill skemmast, fyrir þá sök, að yfir þær helltist sýra eða paraffín með dular- fullum hætti. Féð var því að jafnaði af hendi greitt, til þess að fyrirbyggja taprekstur á verzluninni. Tveir aðrir Triad-bófar lentu í fang- elsi fyrir þá sök, að þeir höfðu kennt börnum, sem bursta skó, að betla við Fenwikcstreet-skipakvína. En þar ganga amerískir sjómenn jafnaðarlegast á land. Síðan urðu drengir þessir að láta þriðjung peninganna af hendi við „hjálp- armenn“ sína. Eitt sinn stöðvaði bófi nokkur úr '1 flokknum tvo sjö ára drengi á götu, og heimtaði að þeir gerðust meðlimir i bræðralagsins. Kannaði hann vasa þeirra og tók tíu sent af öðrum drengnum. Hótaði hann öðrum drengnum barsmíð ef hann ekki færi heim og útvegaði peninga frá vandamönnum sínum. Drengurinn hljóp dauðhræddur heim til sín, stal tíu Hong- kong-dölum frá ömmu sinni og fékk bófanum. Ekki var hann ánægður með það. -— Heimtaði hann nú vínflösku. En er drengurinn kom í heimsókn á ný, hafði þjófnaðurinn verið uppgötvaður, og var þá piltur tekinn til yfirheyrslu. Svo vildi til, að faðir barnsins var lögregluþjónn, og heppnaðist honum að hafa hendur í hári glæpamannsins. Var hann síðar dæmdur í þriggja ára fang- elsi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.