Fálkinn


Fálkinn - 23.11.1960, Blaðsíða 29

Fálkinn - 23.11.1960, Blaðsíða 29
CELESTE? 88 ár eru liðin síðan Marie Celeste kom fyrír fulliim seglum upp að Portúgalsströlml — mannlaus. Enginn hefur enn getað leyst gátuna... og menn hans til uppgöngu á skipið og stigu hálfvegis hikandi á þilfarið — bjuggust við að sjá ljóta sjón þegar til kæmi. En svo litu þeir forviða hverir á aðra. Því að á þilfarinu var ekkert ískyggilegt að sjá. Kaðlar voru hring- aðir kyrfilega, eins og vera ber á góðu seglskipi. Málningarkirnur stóðu við borðstokkinn. Á þilfarinu lá tjörukúst- ur og löng fjöl. Hafði helmingurinn af henni verið tjargaður, og ekki annað að sjá en að maðurinn, sem var að því, hefði horfið frá andartak. Þarna hlaut að vera fólk? Líklega allir undir þiljum? Deveau kallaði, en engin rödd svaraði. Hrædd rotta hljóp yfir þrösk- uldinn inn í káetuna. Þá datt stýrimanni annað í hug. Hann gekk að fjölinni og snerti á henni. Tjaran var þur — þorn- uð fyrir nokkrum dögum. Og nú tók hann eftir öðru: Yfirbreiðslan á einu lestaropinu var rifin og opið niður í lestina. Hann gægðist niður, en gat ekki séð annað en það, að þarna var raðað eikartunnum og vel frá öllu gengið. De- veau hugsaði sem svo, að lestin hefði verið opnuð til þess að hleypa lofti ofan í hana. Kanadasjómennirnir fóru að kanna skipið. í matsalnum hafði verið borið á borð. Hálfétnir skammtar lágu eftir á diskunum. Vatn í könnum og matur á pönnum og í tarínum. En þetta var gamall matur. í skipstjóraklefanum voru ýmis leikföng á gólfinu, eins og börn hefðu verið að leika sér þar. Út við þilið stóð saumavél. Á henni var fingurbjörg, en munnharpa skammt frá. Allt bar þess vott, að skipið hefði verið yfirgefið í bezta veðri. Deveau og menn hans urðu því meir forviða sem lengur leið. Þarna var allt í röð og reglu. Fatn- aður, skipskistur, siglingatæki og eld- húsgögn. Skipskassinn ósnertur. Þarna lá leiðarbókin. Stýrimaður opnaði hana og leit á hvað síðast hefði verið skráð þar. Síðasta dagsetningin var 25. nóv- ember — níu dagar síðan! Svo skoð- uðu þeir hásetaklefana. Þar var tóbak og reykjarpípur, olíufötin hengu á sín- um stað í skápunum. Vistir og vatn til sex mánaða voru þarna í skipinu. Deveau var linur í hnjánum, þegar hann kom út á þilfarið aftur. Hann lét menn sína taka niður seglin, og svo réru þeir aftur til „Dei Gratia“. Morehouse starði skelfdur og undr- andi á stýrimanninn, er hann hafði sagt honum tíðindin. Áhöfnin horfin? Og björgunarbátur og björgunartæki óhreyfð um borð? Leiðarbókin líka. Það eina sem ekki fannst, voru skipsskjölin. Fáum dögum fyrir jól lögðust „Dei Gratia“ og „Maria Celeste“ á höfnina í Gibraltar. Þó að Morehouse hefði fá- menna áhöfn, hafði honum tekizt að láta sigla „Marie Celeste11 í höfn. Lög- reglunni var gert aðvart og skipstjór- inn gaf tortryggnum yfirvöldum skýrslu um málið. Enginn vildi trúa framburði hans fyrst í stað, þó að öll skipshöfnin ynni eið að honum. Orðrómur komst á kreik um að Morehouse mundi hafa fall- ið fyrir freistingunni og gerzt sjóræn- ingi og framið glæp, — að þessi mikils- metni sjómaður hefði látið áhöfn sína ráðast til uppgöngu á „Marie Celeste" og myrða alla um borð! Aðrir töldu líklegra, að áhöfnin á „Marie Celeste“ hefið falið sig einhvers staðar og látið skipið sigla sinn sjó. En leiðarbókin (og hana var ekki auð- velt að falsa) sýndi þá staðreynd, að „Marie Celeste“ hafði siglt mannlaus í nærri því tíu sólarhringa. Það var tor- ræð gáta. Og nú barst nafnið „Marie Celeste" um alla Evrópu og innan miss- eris var talað um atburðinn í hverjum einasta hafnarbæ í veröldinni. Þegar eigandi skipsins, Winchester skipstjóri, kom til Evrópu til að rann- saka málið sjálfur, komu ýmsar upp- lýsingar fram. „Marie Celeste“ hafði verið hlaðin spíritus og olíu og átti að fara til Genúa. Þegar skipið lét í haf voru tíu manns um borð: Benjamin Briggs skipstjóri, stýrimennirnir Rich- ardson og Gilling, fimm hásetar og Sarah kona skipstjóra og Sophie, tveggja ára dóttir þeirra. Skipsmennirnir voru kunnir að ráðvendni og dugnaði. Auk björgunarbátsins hafði „Marie Celeste“ léttibát meðferðis. Hann hafði legið á stóru lúkunni þegar skipið fór frá New York. En nú var hann horfinn. Hugsanlega ráðning gátunnar þótti mega fá af þremur eftirfarandi stað- reyndum: 1) að eitt lestaropið hafði ver- ið opnað, 2) að Briggs skipstjóri hafði konu sína og barn með sér um borð, og 3) að léttibáturinn var horfinn. „Marie Celeste“ fór frá New York 7. nóvember 1872, og var þá að öllu leyti í bezta standi. í bréfi, sem skrif- að er um borð nokkru eftir burtförina, skrifar frú Briggs að ágætt sé að vera um borð, „en spritt-tunnurnar hoppa til og frá“ í sjóganginum. Þetta þótti at- hyglisvert. Má gera ráð fyrir, að skipið hafi fengið vont veður fyrstu dagana á Atlantshafi. Hafi ekki verið vel geng- ið frá farminum, gæti hugsazt að eitt- hvað af tunnunum hafi brotnað. Olíu- blandað spritt getur hafa safnazt fyrir í kjalsoginu. Deveau stýrimaður lét sér detta í hug, að lestin hefði verið opn- uð til að hleypa inn lofti. Þegar „Marie Celeste“ kom í hlýrra veður, getur hugsazt að þéttibikið á þil- farinu hafi bráðnað og hreint loft kom- izt ofan í lestina. Og það getur hafa haft í för með sér, að sprittið hafi orðið að gasi. Án þess að nokkurn grun- aði hættuna, sem af þessu gat stafað, hefur skipið seiglazt áfram austur á bóginn með 2—3 hnúta hraða. Um miðj- an dag, 18. dag ferðarinnar, stendur frú Briggs upp frá saumavélinni, tekur af sér fingurbjörgina, tekur barnið við hönd sér og sezt að matborðinu. Þegar máltíðin er nýbyrjuð, heyrist voðaleg sprenging. Sprittgufan hefur sprengt upp lestaropið og þegar skipstjórinn kemur upp á þilfarið, vellur svört gufa upp úr lestinni. Allir um borð vita hve hættulegur farmur er í skipinu, ef kviknaði í. Og allir geta búizt við nýrri sprengingu, sem geri út af við skipið. Vera má, að Briggs hafi meðfram látið stjórnast af því, að kona hans og barn voru þarna um borð. Hann skipar að setja léttibát- inn út, þrífur skipsskjölin og krónó- metrið og lætur alla fara í bátinn. Sjálf- ur fer hann síðastur, en reykurinn held- ur áfram að gjósa upp úr lestinni. Þegar allir eru komnir frá borði, læt- ur Briggs róa bátnum sem hraðast á burt, til þess að verða sem lengst frá ef „Marie Celeste“ springi í loft upp. En svo gerist það kaldhæðilega í þess- um sorgarleik: gasið í lestinni spring- ur alls ekki! Og það, sem verra er: „Marie Celeste“ siglir á burt frá áhöfn sinni! Kulið ágerist dálitla stund, það fyllir seglin og skipið brunar á burt. Mennirnir á bátnum róa lífróður, en það stoðar ekki. Báturinn er drekkhlað- inn, og ekki þarf nema ofurlitla báru til að fylla hann eða hvolfa honum. Og þarna horfir áhöfnin með skelfingu eftir hinu fagra skipi, sem siglir hrað- byri á burt .... — Þetta er ekki nema tilgáta, en þó hugsanleg skýring. Við fáum aldrei vissu um hvað það var, sem gerðist. Aldrei ráðningu á gátunni miklu: — Hvernig stóð á því, að áhöfnin yfirgaf „Marie Celeste“? FÁLKINN 29

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.