Fálkinn


Fálkinn - 23.11.1960, Blaðsíða 34

Fálkinn - 23.11.1960, Blaðsíða 34
var nú á seyði? Hann sá ekki andlit mannsins, aðeins stóra húfu. — Það er búið að loka, sagði Malle- sen. Maðurinn með húfuna gekk fast að Mallesen. Hann reyndi að kíkja undir derið, en brá ónotalega, er maðurinn tók upp byssu og miðaði á hann. Hönd mannsins hristist ógurlega. — Hingað með peningana! Mallesen leit af byssunni og á mann- inn. — Þér gerið mér mikinn greiða, ef þér skjótið mig, sagði hann. — En reynið að láta ekki byssuna titra svona, annars skjótið þér fram hjá. Mallesen lokaði augunum og beið. — Flýtið yður, sagði maðurinn með húfuna og ýtti við Mallesen svo hann hrasaði og velti um kassa með niður- suðudósum. Dósirnar ultu með miklum hávaða niður á gólf. Maðurinn greip umslagið með peningum frú Jensen og stakk því í vasann. — Það er fátæk ekkja, sem á þessa peninga, sagði Mallesen og leit biðjandi augnaráði á manninn með húfuna. — Komið þér þá með peningana, sem þér hafið á yður, sagði maðurinn. — Ég er ekki með neina peninga á mér, sagði Mallesen. En ég skal koma með tilboð. Við skiptum! — Skiptum? — Já, við skiptum. Þér fáið búðina — með öllum vörunum, og... — Og hvað á ég að láta í skiptunum? Maðurinn horfði tortryggnislega á Mallesen. LITLU seinna sátu Mallesen og mað- urinn með húfuna í geymslunni og drukku bjór. Byssan lá á borðinu fyrir framan ókunna manninn. — Ég gef lítið fyrir vörubirgðirnar. Skiljið þér ekki, að mig vantar bein- harða peninga. Hann hikstaði og lyfti húfunni svo stór, blá augu komu í ljós. Á morgun fellur húsaleigan í gjalddaga, ef ég borga ekki verður mér og móður minni fleygt á götima. Mallesen fann til samúðar með mann- inum. — Það er hægt að græða á húfunni, sagði hann. — Ef þér flýtið yður. Maðurinn gáði á klukkuna. Lestin var farin. Hann tók ofan húfuna og fleygði henni á borðið. Hann var mynd- armaður, þegar hann var ekki með þessa stóru húfu. Mallesen tók upp fleiri bjór- flöskur. Allt í einu reis maðurinn á fæt- ur og rétti Mallesen hendina. — Við skiptum! — Þá átt þá búðina, sagði Mallesen og faðmaði hann að sér. — Já, og nú er það ég, sem gef bjór. Hann teygði sig eftir tveim flöskum. Þeir röbbuðu saman þar til ekki voru fleiri bjórflöskur eftir í kassanum. — Mallesen reyndi að hughreysta hann. Þá heyrðust háar hrotur. Mallesen tók byssuna, stakk henni í vasann, slökkti ljósið og læddist út í myrkrið. Hann gekk út að þjóðveginum, út fyr- ir bæjarmörkin. Fæturnir neituðu að hlýða honum. Við og við bar hann byss- una upp að gagnaugunum. Höndin titr- aði. Hann hélt áfram, stanzaði við stórt tré, bar byssuna upp að enninu, lokaði augunum — og hleypti af. Það heyrðist dauflegur smellur. Hann seig í hnjálið- unum. Byssan klikkaði hvað eftir ann- að, hann varð æ ódrukknari og reiðari. Hann settist á vota jörðina og velti byss- irnni fyrir sér. — Svikari! Það var ekkert skot í byssunni. Hann kastaði henni eins langt og hann gat út á engið. Hann varð að snúa heim aftur, reipið var síðasta von hans. Ballesen reis á fætur og hljóp og gekk til skiptis hina löngu leið til baka. ÞAÐ logaði ljós í geymslunni bak við búðina. Mallesen æddi inn. Maðurinn með húfuna var farinn. Ekki var það verra, þá var enginn til þess að hindra hann í áformi sínu ... Hann leit í kring- um sig, þetta var undarlegt. Á borðinu voru peningarnir hennar frú Jensen — og við hliðina á þeim voru reikningar og kröfubréf lánardrottna hans. Mallesen starði á þennan bréfabúnka. Svo rétti hann út sér og læddist var- lega milli tómu flasknanna að kjallara- lúgunni. Flöskurnar veltust um koll. — Trumbuslög aftökusveitarinnar, hugsaði hann. Hann kveikti ljósið í kjallaran- um og rak upp angistarvein. í reipinu dinglaði maðurinn með húf- una. I nafni - Framh. af bls. 17. Maður Þessi nefndist Lin Tse-Heu. Skipaði hann öllum enskum kaupmönn- um að láta af hendi allt ópíum sitt. Ef því væri ekki hlýtt yrði öll ensk við- skipti stöðvuð, þar á meðal hin afar ábatasama te- og silkiverzlun. Englendingar svöruðu með því, að leggja verzlunarskipum sínum utar á flóanum undir herskipavernd. Þetta var út af Hongkong. Lin lét umkringja flotann, og eftir nokkra daga gafst hann upp. Voru þar látnir af hendi 20.000 kassar af ópíum. Lét Lin eyðileggja þá alla. Eftir það ritaði hann Viktoríu drottn- ingu bréf og bað hana að banna ópíum- rækt á Indlandi. Komst hann meðal annars svo að orði: „Vér höfum heyrt, að í yðar háttvirtu, siðlausa landi, sé þegnum yðar fyrirboð- ið að anda þessu eitri að sér. En ef þér álítið það hættulegt, hversu má það þá samrýmast boðum himinsins, að þér látið þegnum yðar haldast uppi að græða fé á því að koma öðrum mönnum undir áhrif þessarar ólyfjanar?" Því miður var enska þingið nýbúið að ganga frá opinberri þingsályktun, þar sem m. a. var komizth svo að orði, að „ekki virtist ráðlegt að hætta við svo mikilsverða tekjulind fyrir ríkið, sem einkaleyfi Austurindíafélagsins til ópí- umræktar í Bengal.“ MEÐAN þessu fór fram, skipulagði kapteinninn á herskipinu í Hongkong flóa virka aðstoð og hóf skothríð á Kín- verja. Jafnframt lét Palmerston lávarð- ur sextán herskip og fjögur vopnuð kaupskip leggja af stað frá Indlandi til Kína, með hinni mestu leynd. Eigi að síður var það andstyggilegt í augum margra Englendinga, að Stóra- Bretland skyldi hefja stríð til þess að þvinga Kínverja til ópíumreykinga. En að afstaðinni hörkusennu í neðri mál- stofunni, var þó safþykkt með níu at- kvæða meirihluta að halda ópíumstríð- inu áfram. Kínverjar fóru alls staðar halloka, og árið 1842 voru friðarsamningar undir- ritaðir. Varð Kína þá meðal annars að láta Hongkong af hendi og borga allt það ópíum, er Lin hafði látið eyðileggja. Á næstu árum tók Hongkong afar- miklum framförum, og ópíum, það er inn var smyglað, jókst úr 26.000 kössum árið 1836 í um það bil 52.000 kassa ár- ið 1850. Sex árum síðar brauzt út önnur ópí- umstyrjöld, er endaði með algjörum ó- sigri Kínverja eftir tvö ár. Við sáttmálana í Tientsin árið 1858 og í Peking árið 1860, var verzlun með ópíum leidd í lög, sömuleiðis varð Kína að sjá af Kaulunskaganum til Englands. Árið 1898 fengu Englendingar leigða ræmu af meginlandinu við Kaulun, til 98 ára, svo nú nær þessi krúnunýlenda Breta yfir landssvæði á stærð við Lá- land. Eyturlyfjasmyglið er nú ekki lögleyft lengur, en það er þó í fullum gangi. Og fyrir skömmu síðan stóð í blaðinu „The Eastern World“, að magn það af ópíum, sem væri smyglað árlega, væri slíkt, að öllum hlyti að blöskra, sem heyrðu það. Er langmest af því komið frá Síam. Það er haft eftir fréttum, að á árinu, sem leið, hafi 830 kg. af hráu ópíum ver- ið gert upptækt, 64 kg. af fullunnu ó- píum, 68 kg. af morfíni, 23 kg. af heró- íni og 53 kg. af heróínblöndu. Yfirvöldin í Hongkong reyna stöðugt að ná yfirhönd í baráttu sinni við smyglarana, meðal annars með því að fjölga lögregluvarðbátum. Þá hafa og hundar verið vandir við að gefa uppi eiturlyfin, sem smyglað er inn með ótrúlegustu aðferðum, svo sem í holum leikföngum, tvíbotna körfum og í appel- sínum og sítrónum, sem innmaturinn hefur verið tekinn úr. Afleiðing þessa mikla innflutnings, bak við lög og rétt, er nú, að fjórði hver fullorðinna manna í krúnunýlend- unni er heilsulaus vegna eiturlyfja- nautnar. — Það er ekki nema ein borg í heim- inum, þar sem hægra er um vik að kaupa heróín en hér, sagði embættis- maður í Hongkong nýlega, og hún heit- ir New York. 34 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.