Fálkinn


Fálkinn - 29.03.1961, Page 9

Fálkinn - 29.03.1961, Page 9
og ráðhús undir sama þaki bygging en bókasafnið hans Kleins, sem kostaði 5 sinnum meira eða 8000 rd. Sverrir Runólfsson steinhöggvari var Skaftfellingur að ætt, frændi Kjarvals listmálara. Hann hafði lært steinsmíði í Höfn og var mjög vel að sér í iðn sinni. Hann var gáfaður maður og frumlegur í mörgu, en alleinkennilegur i ýmsum háttum. Þegar hann kom heim frá námi fullnuma, gekk hann um götur höfuð- staðarins með stífan flibba og harðan pípuhatt. Þetta hneykslaði bæinn og þótti ekki hæfa honum, handverksmann- inum, heldur aðeins æðstu embættis- mönnum og öðrum oddborgurum. Sverr- ir var hugkvæmur hugsjónamaður, en var félítill alla æfi og kom því ekki hugsjónum sínum í framkvæmd. Hann var líka í ýmsu langt á undan sinni samtíð. Hann sótti hérna til dæmis ár- ið 1871 um leyfi til byggingarnefndar Reykjavíkur til þess að mega byggja veitingaskála í hólmanum í Reykjavík- urtjörn og ætlaði að hafa þar hljóðfæra- slátt. Nefndin neitaði beiðninni ,,að svo stöddu“ af því að ekki væri til teikning af húsinu, en gaf í skyn, að þegar hún væri til staðar, væri ekkert til fyrir- stöðu. Allt Reykjavíkurlífið var þá bund- ið við tjörnina, — skautasvellið á vetr- \ um, en annars var ætlazt til að veit- ingaskálinn væri líka opinn á sumrin og trébrú lögð út í hólmann frá austur- landinu, þar sem nú stendur Fríkirkjan. Úr þessari góðu hugmynd Sverris varð þó ekkert, aðallega vegna féleysis hans. Hann stofnaði líka fyrsta glímufélagið í bænum, og fékk stóran blett útmældan á Melunum undir glímuvöll. vestanvert við veginn, þar sem nú er íþróttavöll- urinn. Þennan blett lét hann tyrfa og var glímt þarna í mörg ár á sumardag- inn fyrsta. — Sverrir byggði fyrstu steinbrúna hér á landi, yfir lækinn í Reykjavík árið 1886, og hann lagfærði ýmsar götur fyrir bæjarstjórnina. Hann var merkur maður og vel að sér í iðn sinni. Eins og áður getur, var gremja manna og óánægja mikil yfir ráðslagi Kaup- mannahafnarstjórnarinnar 1 okkar mál- um á þessum árum, en aðgjörðir stjórn- arinnar í þessu byggingarmáli hegning- arhússins í Reykjavík urðu þá líka til þess að rifja upp eldri yfirsjónir þeirra dönsku gagnvart okkur. — Það þótti lengi sannmæli um stjórn Dana og alla forsjá fyrir íslandi, sem segir í grein hins ódeiga baráttumanns og frelsis- hetju, Jóns Guðmundssonar ritstjóra Þjóðólfs, ,,að hér verði ekki fyrir neinu séð nema með dönskum augum, — ekk- ert hugsað né afráðið nema eftir danskri hugsun, -— allt með dönsku sniði og eftir dönskum tillögum framkvæmt". — En afleiðingarnar séu auðsæjar, segir þessi sami heiðursmaður. — Dönskum „hugvitsmanni“ hafði ver- ið falið að endurbyggja dómkirkjuna í Reykjavík árið 1847, og þá var það ráð tekið, að nota einungis í hana al- danskt byggingarefni. íslenzkan grá- stein mátti ekki nota þó að gamla kirkj- an hefði verið byggð úr honum og vegg- ir dugað svo vel, að varla var hægt að brjóta þá niður með beztu verkfær- um, — þá þóknaðist dönsku stjórninni að flytja hingað með ærnum kostnaði danskan múrstein, sem kirkjuveggirnir voru hlaðnir úr, og meira að segja lét stjórnin flytja hingað heilan skipsfarm af dönskum sandi til þess að blanda með sementið og kalkið. Það rak reynd- ar alla Reykvíkinga í rogastanz þegar farið var að skipa upp úr sandskipinu danska, og auðvitað var sandurinn bor- inn í pokum á bakinu neðan úr lend- ingunni upp að dómkirkjunni. Danir trúðu þá ekki þeirri auðsæju staðreynd, Frh. á bls. 28 FÁLKINN 9

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.