Fálkinn


Fálkinn - 29.03.1961, Side 12

Fálkinn - 29.03.1961, Side 12
HÁLFA ÖLD Á HAF Sunnudagur um borð í Tröllafossi á leið frá New York til Norfolk í Virg- inia. Skipsþernan, Rúna Brynjólfsdóttir, syngur og Trausti Thorberg leikur undir (efri mynd). Á Tröllafossi í logni og sólskini. Hásetar vinna á þil- fari (neðri mynd). ÞAÐAN sem ungur drengur sat yfir ám sínum, mátti á sólbjörtum degi sjá reyk frá millilandaskipum bera við himin og sæti bann á vissum stað í lyngi gróinni brekku sást út á spegilskyggndan Breiðafjörð, þar , sem þessir stórkostlegu farkostir klufu hafflötinn á leið inn til Stykk- ishólms. Og eitt sinn, er bann var staddur í » Hólminum og millilandaskipið „Laura“ lá þar fyrir festum, varð honum Ijóst, hvílikur undraheimur slikt skip var. Hvilíkan sóma hefðar- fólk staðarins sýndi hinum borða- lögðu yfirmönnum og bvílík upp- liefð það væri að verða einhvern tima skipverji á slíku skipi. Nú er drengurinn, sem í hjásetunni laust eftir síðustu aldamót lét hugann reika til annarra landa, „kominn í land“ eftir 53 ára sjómennsku. Hann hefur á þeim tíma farið víða, verið á margs kon- ar skipum og skipað rúm frá hálfdrætt- ingi á Suðurnesjum til skipstjóra á stærsta vöruflutningaskipi Islendinga. Egill Þorgilsson er Breiðfirðingur, fæddur og uppalinn í Hvammssveitinni og fimmti í hópi fjórtán systkina. Föð- urbróðir Egils, Guðmundur Friðriksson á Víghólsstöðum, gildur bóndi og ó- kvæntur, tók drenginn ungan í fóstur og ól hann upp. Æska Egils var svipuð og annarra ungra sveina við Breáðafjörð. Hann stundaði störf, sem sveitaveran hafði upp á að bjóða, en það var ólga og útþrá í blóðinu og hann hugsaði sér að nota fyrsta tækifæri til þess að komast burt: Sjá önnur lönd og kanna nýjar leiðir. •—• Hvenær hófst sjómennskan? -— Hún hófst eiginlega þegar ég var 14 ára gamall, þá réðst ég á vertíð suð- ur á Reykjanes til Einars á Krossi. Ég , gekk með poka minn á bakinu ásamt öðrum vertíðarmönnum. Þetta var vet- urinn 1909. Næsta vetur reri ég í Grinda- vík. Vertíðarkaupið var hundrað krón- ur. í það skipti fór ég með millilanda- skipinu Sterling frá Stykkishólmi. Það þótti mér mikið ferðalag. Við fórum Sveinn Sæmundsson ræðir við Egil Þorgilsson, skip- stjóra.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.