Fálkinn


Fálkinn - 29.03.1961, Síða 14

Fálkinn - 29.03.1961, Síða 14
um og fengum önnur skiprúm. Ég fór aftur á norskt skip sem sigldi til suður- landa, Afríku og Suður-Ameríku. í CONGÓ OG BUENOS AIRES. Mér líkaði vel á þessu skipi og fór víða. Einu sinni komum við til Congó. Fluttum þangað járnbrautarteina og sigldum til hafnarborgar 200 mílur upp í landi. Við höfðum lítið af innbyggjum að segja en allt var þarna frumstætt. Síðar komum við til Suður-Ameríku. Mér fannst Það dásamlegt. Við vorum nokkra daga í Buenos Aires og maður hélt sig með skipsfélögunum. Annað var ekki vogandi og norskir sjómenn héldu alltaf hópinn. Auðvitað vorum við ekki gestir á fínni stöðum, en sáum sitt af hverju. —■ Lentu félagar þínir í nokkrum úti- stöðum við landsmenn? — Nei, enda þótt Norðmenn þættu frekar uppvöðslusamir. Það gekk allt friðsamlega. Við fórum víða eins og ég sagði áðan, en eftir tvö ár, eða 1916 um vorið, komum við til Noregs. Skipið átti að fara í klössun. Á MÓTORBÁTI TIL ÍSLANDS. Stuttu eftir að ég kom til Noregs hitti ég íslenzkan skipstjóra, sem var að sækja mótorbát. Hann bað mig að koma með til Islands og ég gerði það asna- strik að fara með honum. Það var sögu- leg sjóferð, en ekki meira um það. Við náðum til Hafnarfjarðar og ég réði mig á síld um sumarið. Um haustið 1916 réðst ég fyrst til Eimskips, þá á E.s. Borg, sem ríkissjóður átti en Eimskip gerði út. — Fannst þér öðruvísi að sigla með íslendingum en útlendingum? — Það var hreinasta logn að sigla með Islendingum. Annars vorum við aðeins tveir íslenzkir hásetar á ,,Borginni“, Lárus heitinn Blöndal og ég. Hitt voru Norðmenn, Svíar og Danir. Yfirmenn flestir íslenzkir. Venjan var sú, að siglt var frá íslandi til Bergen en þaðan í herskipafylgd yfir Norðursjóinn. Ég var á ,,Borginni“ nokkurn tíma en fór svo yfir á Willemoes, sem síðar hét Sel- foss, með Júlíusi Júliníussyni. — Hvenær fórst þú á Stýrimanna- skólann? — Þaö var haustið 1919. Tókum stýri- mannapróf vorið 1921, svo þessi árgang- ur á nokkurs konar fjörutíu ára afmæli í vor. Ég fór á Willemoes beint úr skól- anum og leysti af sem 2. stýrimaður. Ég var svo fluttur á Gullfoss 1922. Við vorum allir með stýrimannspróf í há- setalúkarnum og langt að bíða þess að ganga upp sem stýrimaður. MEÐ INNFLYTJENDUR YFIR ATLANTSHAF. — Og hvenær varðst þú svo stýri- maður? — Það var ekki fyrr en 1927, að ég fékk fasta stöðu, en áður hafði ég farið frá Eimskip í tvö ár og siglt með Dön- um. Ég fór til Danmerkur 1924 og réðst til Ö. K. skipaíélagsins á skip, sem hét Estonia. Þetta var „farþegaliner11, sem sigldi frá Danzig til New York. Ég var einn af fjórum ,,quartermaster“ um Myndin hér að neðan er af skipshöfn Egils Þorgilssonar á Tröllafossi 1955. Egill skipstjóri situr í miðri fremstu röð. borð en okkar starf var að stýra skip- inu og standa vakt við landganginn með- an staðið var við í höfn. Það var bind- andi og leiðinlegt starf. Ég var á' þessu skipi í tvö ár og við fluttum mikinn fjölda fólks, sérstaklega innflytjendur frá Póllandi til Bandaríkjanna. Þetta voru flest bláfátækir Gyðingar, sem komu með aleiguna innpakkaða í vasa- klút. Maður sá þá oft eftir nokkrar vik- ur í New York og þá komu þeir niður að skipi með varning, sem þeir voru að selja. — Hvernig var þetta fólk sem far- þegar? — Þetta virtist vera meinleysisfólk, en það var lúsugt og óþrifalegt og mik- ill ólifnaður á leiðunum. Það var líka aldeilis hreinsað, þegar það kom til New York. Læknar og hjúkrunarlið kom um borð og fötin voru gufuhreinsuð og fólk- ið aflúsað áður en það fékk að fara í land. Á fyrsta farrými voru ríkisbubbar og alls konar fínt fólk, en það var fátt mið- að við aðra farþega okkar á þessari leið. — Voru ekki framtíðarmöguleikar hjá Ö. K.? — Jú, mér bauðst stýrimannsstaða hjá félaginu á skipi, sem sigldi í Síam. Félaginu gekk vel að fá yfirmenn þang- að, en þeir sem stóðu sig, hækkuðu fljótt í tign og urðu skipstjórar eftir stuttan tíma. Ég var eiginlega ákveðinn í að fara, þegar ég fór í land úr Estoníu og skipstjórinn skrifaði með mér bréf til forstjóra Ö. K. Það reyndist miklum erfiðleikum bundið að ná tali af þeim höfðingja, en hann var mjög viðfelldinn maður. Það var ákveðið að ég færi til Síam og yrði stýrimaður á strandferða- Frh. á bls. 31

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.