Fálkinn - 29.03.1961, Page 15
Heilabrot á páskum
Strikið yfir ranga svarið, en
látið það rétta standa við
hverja spurningu:
1. Réðust Þjóðverjar á
Sovétríkin í heimsstyrjöldinni
síðari árið 1941?
JÁ — NEI.
2. Fylgja núverandi út-
reikningar á páskunum regl-
um, sem settar voru á kirkju-
þingi í Nicæa árið 325?
JÁ — NEI.
3. Er Hermann Jónasson,
alþingismaður og fyrrverandi
forsætisráðherra, ættaður af
Ströndunum?
JÁ — NEI.
1. H... á .að.. að ..ra? .ú h...i. 2. F...
.11.. g....m f..um af ,a..i af.
.ðu. .æ.. Þ..ta .e..r ,...tt
Textalestur.
hverri mynd standa slitur úr
Litlu skopmyndirnar tvær texta og nú er vandinn að geta
eru komnar hingað á heila- í eyðurnar. Punktarnir gefa
brotasíðuna til þess að reyna til kynna stafafjölda orðanna.
á ímyndunarafl yðar. Undir
Sjö mýs og sjö kettir.
Dragið þrjár beinar línur í
gegnum girðinguna á mynd-
inni, þannig, að hver hinna
sjö katta fái eina og aðeins
eina mús til að leika sér að.
4. Er skáldsagan „Sólar-
hxingur11, sem kom út hjá
Menningarsjóði í fyrra, eftir
Steingrím Sigurðsson, rit-
stjóra?
JÁ — NEI.
Völundarhús.
í völundarhúsinu hér að
neðan á að finna skemmstu
leiðina frá inngangi að marki.
Það er engan veginn auðvelt
að finna þessa leið, en ætti
þó að hafast með dálítilli yfir-
legu og hæfilegum heilabrot-
um. Inngangurinn býður upp
á sex möguleika, og af þeim
eru fimm, sem ekki liggja að
markinu, eða hafa í öllu falli
ógurlegar krókaleiðir í för
með sér.
Stafaþraut.
Hvað getið þér myndað
mörg orð úr þeim stöfum, sem
eru í orðinu
GREIN ?
Orðin mega vera í hvaða
falli, tölu og kyni sem er. Orð-
in eru í minnsta lagi níu.
Kannski getið þér myndað
fleiri?
Eldspýtnaþraut.
Hér mynda 11 eldspýtur
nafnið
Takið eina eldspýtu til við-
bótar, svo að þér hafið tólf
alls. Flytjið til eina eldspýtu
í E-inu, breytið M-inu í tvo
bókstafi, án þess að bæta við
eldspýtum, og notið I-ið og L-
ið saman ásamt 12. eldspýt-
unni til þess að mynda síðasta
stafinn.
Hinar tólf eldspýtur eiga þá
að mynda annað karlmanns-
nafn.
Já eða nei?
Hér á eftir fara nokkrar
spurningar úr ýmsum áttum,
sem lesendur eiga að svara
annað hvort með já-i eða nei-i.
5. Er Stjói'narráðshúsið
elzta húsið í Reykjavík, og var
það fullbúið árið 1772?
JÁ — NEI.
6. Eru ókvæntir menn
nefndir piparsveinar, af því að
það var trú manna í gamla
daga, að piparinn hefði þau
áhrif á menn, að þeir hneigð-
ust lítt til kvenna?
JÁ — NEI.
7. Er Þvottá í Álftafirði
í Suður-Múlasýslu, og er sá
bær frægur fyrir það, að Síðu-
Hallur bjó þar?
JÁ — NEI.
8. Fann danskur dauf-
dumbrakennari, Hans Rasmus
Malling Johan Malling-Han-
sen (fæddur 1835, dáinn 1890)
upp ritvélina og fékk einka-
rétt á henni 1870?
JÁ — NEI.
9. Er eftirfarandi brot úr
ljóði eftir Sigfús Daðason:
„Sjá, kraftur hans er í
lendum hans,
og afl hans í kviðvöðvunum.
Hann sperrir upp stertinn
eins og sedrustré,
lærsinar hans eru ofnar
saman.“
JÁ — NEI.
10. Er símanúmerið í Al-
þingishúsinu 32319?
JÁ — NEI.
FALKIM.N [15