Fálkinn - 29.03.1961, Síða 18
PÁSKAVIKAN er lengsta röð helgidaga á Islandi. Þá hefur
stór hluti fólks frí frá vinnu í samfleytt fimm daga og þarf
ekki að hugsa um annað en að njóta hvíldarinnar og lífsins
hver á sinn hátt.
Á síðari árum hefur það farið geysilega í vöxt, að stórir
hópar fólks flykkist úr bæjum og þorpum um páskahelgina.
Er óhætt að fullyrða, að næst Verzlunarmannahelginni í ágúst
sáu flestir á ferð um páskahelgina og fleiri eftir því sem lengra
er liðið á vorið, þegar hún gengur í garð. Sumir heimsækja
vini og skyldmenni í öðrum landshlutum, fjölmargir og senni-
lega flestir fara á skíði og dveljast þá í skíðaskálum hinna
ýmsu félagasamtaka, misjafnlega hátt eða langt til fjalla.
Og síðast en ekki sízt hefur það farið mjög vaxandi á síðari
árum, að fjölmennar hópferðir séu farnar vítt um byggðir og
óbyggðir landsins. Margir munu þeir vera, sem ekki hafa
dvalið til dæmis í Reykjavík um páska svo árum skiptir,
heldur haldið til fjalla og lagt á sig mikið erfiði og jafnvel
hættur til þess að geta gist sæluhús fjarri byggðu bóli einmitt
um páskahelgina. Þó mun sennilega enn enginn hafa slegið
met Helga frá Brennu, en hann dvaldist ekki í Reykjavík um
neina páska frá því 1913 allt til dauðadags 1960.
Aðrir hópar halda sig að mestu leyti við byggðina og gista
þá gjarnan í hinum stóru félagsheimilum, sem á undanförn-
um árum hafa risið upp.
Við hér hjá FÁLKANUM vorum svo heppnir að rekast
fyrir nokkru á skemmtilegar myndir frá einni slíkri ferð, sem
farin var austur í Öræfasveit um páskana í fyrra. En Öræfin
eru sem kunnugt er ein afskekktasta byggðin hérlendis. Jök-
ulár, víðlendir eyðisandar og jöklar hafa löngum einangrað
Ferðafólkið hefur hér staðnæmst við hið forna bænhús
að Núpsstað. Gamli maðurinn með skeggið er hinn lands-
kunni póstur, Hannes Jónsson, sem um áratugi fylgdi
ferðamönnum og fór með póst yfir Skeiðarársand.