Fálkinn


Fálkinn - 29.03.1961, Blaðsíða 20

Fálkinn - 29.03.1961, Blaðsíða 20
 Þér tekst illa að leyna tilfinningum þínum .... og þér tókst ekki betur kvöldið, sem Hugh bauð þér á Mirabella til að dansa. Þá hafði hann sagt henni frá því, hugsaði Irena með sér. Ekki gat Coral getið sér til hvar þau hefðu verið stödd þeg- ar hann bað hennar. Það var eins og Coral hefði lesið hugsanir hennar, því að nú hélt hún áfram í sama örugga, sannfærandi tón: — Þú varst í Ijósgrænum kvöldkjól, var það ekki? „Hún var svo hrífandi ungleg,“ sagði Hugh, þegar hann sagði mér frá þessu. „Eftir því sem mér skildist, var þetta í fyrsta skipti, sem henni hafði verið boðið á skemmtistað, veslingnum.“ Irena kreppti hnefana í kjöltunni. Hafði hann virkilega sagt þetta? Eða sat Coral þarna Ijúgandi? Hún hafði oft logið áður. Og aftur virtist Coral lesa hugsanir hennar. — Þið voruð að dansa, þegar hann bað þín, var ekki svo? Og þú hélzt fyrst, að hann væri að bjóða þér að verða einka- ritari hans í Rio. Hann varð að útskýra fyrir þér, að hann væri að biðja þig um að giftast sér. Hún horfði fast á Irenu. — Og þú greipst tækifærið, vitanlega — hvaða stúlka í þín- um sporum hefði ekki gert það? Þú varst of forviða og sæl til þess að geta skilið, að hann talaði í augnabliks geðshrær- ingu .... og hann iðraðist orða sinna áður en þú svaraðir „já“ .... — Þú hlýtur að skilja, að það er tilgangslaust að halda þessum skrípaleik áfram, hélt Coral áfram lágróma. En allt í einu var eins og Irena vaknaði úr vímu. Hugh hafði kann- ske iðrazt eftir að hann bað hennar — Hugh hafði kannske sagt henni út í æsar frá því sem gerðist á Mirabelle .... en hvað sem því leið, var hún konan hans enn. Enginn gat breytt þeirri staðreynd — ekki einu sinni Coral. Irena rétti úr sér. — Já, og hvað svo? sagði hún rólega. — Hugh kvæntist mér af meðaumkvun — af því að hann vissi að ég elskaði hann — af því að hann vildi láta mér líða vel .... en hann kvæntist mér. Vorkunnarbros Coral var eins og kaldur fingur snerti 20 FALKINN við hjarta hennar. Og sjálfsöryggið í röddinni var eins og hníf væri hringsnúið í sári .... — Það var það, sem ég kom til að tala við þig um, sagði hún rólega. — Þú getur ekki haldið í hann, Irena. Enginn getur það. Og metnaðar þíns vegna .... Hún þagnaði og Irena tók fram í: — Metnaður! Heldur þú að metnaðurinn komi til greina þegar maður elskar .... Coral leiddi spurninguna hjá sér. — Hans vegna þá. Þú hlýtur að skilja, að honum líður ekki vel .... — Það er ekki mér að kenna, svaraði Irena um hæl. — Það var ekki ég, sem ginnti Diönu til þess að rjúfa heit við hann og giftast Grant Summers í flýti, áður en hún fengi tíma til að hugsa sig um hvað hún væri að gera. Svo varð löng þögn. Loks sagði Coral hugsandi: — Jæja. Svo að Diana hefur þá lesið yfir þér. Ég er ekkert hissa á því. Hún hefur aldrei verið fær um að standa á eigin fótum, enda hefur hún ekki þurft Þess með. Hún þurfti aldrei að ráða fram úr neinu af eigin rammleik þangað til faðir henn- ar dó, fyrir einu ári. Þess vegna hefði Hugh ekki orðið nein stoð í henni. Hún sagði þetta kuldalega og hluttekningarlaust. — Að því slepptu, að það vildi svo til að hann var ást- fanginn af henni, sagði Irena reið. — Hann hefði ekki orðið það lengi, sagði Coral rólega. — Ljóminn hefði horfið af þessu eftir nokkra mánuði, og þá hefði hún ekki haft neitt að bjóða honum. Hugh er metn- aðargjarn, og með réttu konuna við hlið sér getur hann náð því marki, sem hann þráir, en honum hefði aldrei tekizt það með Diönu við hlið sér. Hún horfði á Irenu og sagði hryssingslega: — Og honum tekst það ekki með þér heldur! Líttu til dæmis á hvernig fór í gær. Armitage er mikils- verður fyrir Hugh — mikilsverður fyrir gengi hans, eins og hann hefur sagt þér — en þú kærðir þig kollótta um það. Nei, þú fórst út í Ilha das Pedras! Hún lyfti hendinni óþolin, þegar Irena ætlaði að taka fram í. — Æ, ég veit að þú hélzt að þér mundi ekki seinka svona, þegar þú fórst, en það sem ég meina er að þú hefðir ekki átt að eiga þetta á hættu. Þú hefðir átt að láta þínar eigin óskir og skemmtanir sitja

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.