Fálkinn


Fálkinn - 29.03.1961, Side 21

Fálkinn - 29.03.1961, Side 21
í fyrirrúmi fyrir áhugamálum Hughs. Og þetta er aðeins eitt tilfelli af mörgum .... — Það er ósatt, hrópaði Irena. — Ég hef aldrei brugðizt honum áður. Coral brosti. — Góða mín, þú bregzt honum dags daglega. Þú heldur það vitanlega ekki, og veizt ekki, af að þú gerir það, en það er staðreynd, að þú ert honum fjötur um fót — og til trafala, í stað þess að rétta honum hjálparhönd. Fólk brosir vorkennandi, þegar það talar um þig. Það kall- ar þig „laglega barnið — svo krakkaleg og óreynd“. Það er ekkert við það að athuga, auðvitað, að öðru leyti en því, að Hugh kemur það fremur að ógagni en gagni. Hann er dugnaðarmaður, skilurðu. Hann er bráðskarpur og fær í flestan sjó, en hann getur aldrei sigrað, ef hann á að dragn- ast með myllustein hangandi um hálsinn það sem eftir er ævinnar. — .... Myllustein? hvíslaði Irena. Allt í einu sá hún sjálfa sig eins og hún var, — ung, óreynd, hikandi: „laglega barnið — svo krakkaleg og óreynd". Hún spillti möguleik- um Hughs .... eitraði líf hans. -— Þér fellur ekki við mig, er það? sagði Coral með af- vopnandi hreinskilni. — Við skulum, aldrei þessu vant, vera alveg hreinskilnar hvor við aðra. Þér leizt illa á mig og þú hafðir vantraust á mér frá fyrstu stundu, sem þú sást mig, er það ekki rétt? Og ég hef haft andúð á þér. Ekki persónulega, heldur af því sem -þú gerir Hugh til ama. Ég skal játa, að það var einkum fyrir mín áhrif að Diana giftist Grant. Ég gerði það sem ég gat til þess að spilla trú- lofuninni, því að ég vissi, að hún var ekki rétta konan handa honum. Ég vissi líka, að ég var sú rétta, sagði Coral berum orðum. — Og ég hélt að þegar ég hefði þokað Diönu úr vegi, mundi mér takast að fá hann til að skilja það — og það hefði mér tekizt, ef þú hefðir ekki komið til sögunnar. Hugh og ég saman .... Hún þagnaði loksins og augnaráð hennar varð fjarrænt. — Við gætum gert allt, sagði hún með ástríðuhita, eins og hún væri að tala við sjálfa sig. — Það er ekkert til, sem við gætum ekki komið fram .... Hugh og ég .... GEFÐU HONUM FRELSI. Þessi sannfæring Coral var nærri því dáleiðandi. í örvænt- ingu sinni lét Irena orðaflauminn streyma, og reyndi að halda dauðahaldi í það, sem heilbrigð skynsemi hennar sagði henni. — Það er fleira til í lífinu en frami og metorð. Fram- inn er ekki allt. Það er annað til líka, sem heitir ham- ingja .... Coral hló. — Og dettur þér í hug, að hann njóti hamingju með þér? spurði hún. — Hann verður hamingjusamur. Ég skal gera hann ham- ingjusaman. Ég get lært að verða sú manneskja, sem hann þarf á að halda. Ég get gert allt. Og ég skal að minnsta kosti ekki fara bak við hann og ljúga og svíkja, eins og þú gerir. Irena brýndi röddina: -— Hvernig getur þú vitað, að hann hefði ekki orðið hamingjusamur með Diönu? Hvernig getur þú vitað, hvað honum hentar bezt? Þú talar um hann eins og hann væri barn eða fáráðlingur. Ég mundi í öllu falli ekki svíkja af honum hamingjuna, eins og þú gerðir. Og þú gerðir það eingöngu af því að þú ætlaðir sjálfri þér að ná í hann. — Og hvað heldur þú eiginlega að þú sért að gera núna, annað en einmitt það sama? sagði Coral. — Hvað áttu við með því? — Þú svíkur af honum hamingjuna, sagði Coral hvöss. — Svíkur hann um hamingju, sem þú getur aldrei gefið honum sjálf, en sem ég gæti gefið honum. — Það er ekki satt. — Er það ekki? Þér hefur aldrei tekizt að fá hann tii að gleyma Diönu, er það? En það gat ég. Ég gæti fengið hann til að verða mér þakklátan fyrir að ég bjargaði hon- um frá konu, sem hann hefði orðið leiður á eftir nokkra mánuði. Hann mundi aldrei verða leiður á mér, það full- vissa ég þig um. Þetta var ósatt. Þetta var vefur úr orðum, sem Coral óf kringum hana til þess að reyna að veiða hana, eins og hún hafði veitt Diönu. — Þú hefur séð, hvernig hann er þegar hann er með mér, sagði Coral. — Þá er hann upplagður og fjörugur. Er hann svoleiðis, þegar hann er einn með þér? Svipurinn á Irenu var kannske fullnægjandi svar, því að Coral hélt áfram. — Ég get styrkt hann og fengið hann til að finna að hann er lifandi. fig get seitt fram allt það bezta í honum. Ég hef alltaf gert það. Hann þarfnast mín. Hann þarfnast alls þess, sem ég get gert fyrir hann, — og það veiztu. Ég hef tekið eftir þér stundum, þegar þú horfir á okkur og ert að velta fyrir þér hvaða skyssur þú gerir. Allt í einu varð röddin titrandi og sannfærandi: — Skil- urðu ekki, Irena, að þú getur aldrei gert annað en skyssur, því að þú hefur ekki réttu eiginleikana, og það er þér eins gott að gera þér ljóst strax. Þú segist elska hann og að hamingja hans sé meira virði en nokkuð annað. Nú hefurðu tækifærið til að sanna það. Gefðu honum frelsi. Segðu hon- um að þú skiljir að þetta hjónaband hafi verið misráðið — að .... Hún þagnaði því að síminn hringdi, hnyklaði brýnnar, en sýndi ekki að öðru leyti að sér mislíkaði truflunin. — Afsakaðu mig, sagði Irena og fó? og svaraði í símann. Hún var köld og þvöl. Það var líkast og síðasta mótstöðuafl hefði bilað er Coral sagði: „Ég hef tekið eftir þér stundum, þegar þú horfir á okkur...“ Hún tók símtækið og svaraði hreimlaust: „Quem fala?“ Rödd Brians í símanum virtist koma úr óra fjarlægð. Hún heyrði orðaflaum, sem ekkert snerti hana sjálfa og hún skildi ekki, en allt í einu skildi hún hvað hann var að segja: — Hún er ennþá úti í húsinu, en mér er ekki um að láta hana vera eina þar. Ég verð að fara burt og reyna að koma einhverju í lag, þó ég efist um að mér tak- ist það, en einhver verður að fara, og það er augljóst mál og frú Summers getur ekki... hún er alein í húsinu ... — Ég skal fara til hennar, sagði Irena. — Ég skal fara strax — undir eins og ég hef hringt til Hughs. Þú skalt engu kvíða, Brian . . . Hún sleit sambandinu og höndin skalf ekki þegar hún lagði heyrnartækið á. Hún var orðin róleg, og þegar hún leit við og horfði á Coral yfir þvera stofuna, var röddin föst og róleg, er hún skýrði henni frá hvað gerzt hafði: — Flugvélin, sem Grant Summers fór í, rakst á fjallstind í morgun og allir far- þegarnir fórust. Hún sá að Coral kipraði varirnar og að hönd- in kipptist til. Svo hélt hún rólega áfram: — Þú hefur líklega tapað orustunni, Coral. Þó að ég léti Hugh frjálsan, geturðu varla búizt við að það muni stoða þig — úr því að svona er komið. — Jú, þú verður vitanlega að fara til Diönu, svaraði Hugh hiklaust, þegar Irena sagði honum frá láti Grants. Eftir augna- bliks þögn bætti hann við: Það er bezt að ég komi út í eyju líka undir eins og ég losna héðan. Hún þarf líklega á hjálp að halda við ýmis konar ráðstafanir. Frh. jr I örvæntingu sinni iét Irena orða- flauminn streyma, og reyndi að halda dauðahaldi í það, sem heil- brigð skynsemi sagði kenni. Það er fleira til í lífinu en frami og metorð. Framinn er ekki allt... FÁLKINN 21

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.