Fálkinn - 29.03.1961, Qupperneq 23
Skreytingar á
páskaborðiö
Full ástæða er til að hafa páskaborðið
litskrúðugt og fallegt. Vorið er að nálg-
ast og með því gróandinn, og yfir því
gleðjumst við öll. Ekkert er skemmti-
legra en að útbúa skrautið sjálfur, og
þar getur yngsta kynslóðin verið virkur
þátttakandi. Að vísu þarf til þess dálítið
hugmyndaflug, lagni og þolinmæði, en
efnið þarf ekki að valda mikum áhyggj-
um. Er það til á flestum heimilum, þ. e.
a. s. tómar eggjaskurnir, greinar, sem
■eru farnar að springa út (klippið nokkr-
ar af trjánum núna og látið þær standa
1 vatni), vatnslitir og ef til vill eitthvað
af silkiböndum og öðru smávegis.
Svona tæmurn við eggin:
1. Stingið gat með stoppunál á hvorn
enda eggsins. Blásið síðan kröftug-
lega í annað gatið, haldið skál eða
bolla undir hinu gatinu, en þar í kem-
ur svo hvítan og eggjarauðan, sem
nota má til baksturs eða annarrar
matreiðslu.
2. Látið eggjaskurnina liggja dálitla
stund á rist eða í eggjabakka, svo að
öll eggjahvítan fari úr.
:3. Sé ætlunin að hafa op í annarri hlið-
inni, þá er stungið gat t. d. með
naglaskærum og út frá því gati er
annaðhvort klippt eða brotið varlega
op af hæfilegri stærð.
-4. Festið eggjaskurnirnar á prjón með-
an þau eru máluð. Stingið prjónin-
um í leir meðan eggin þorna.
5. Notið stoppinál eða stálvír til að
draga bönd í gegnum þær eggja-
skurnir, sem ætlunin er að hengja
upp. Hnýtið hnút á bandið og berið
lím í hnútinn, svo að það dragist ekki
í gegn.
HEILRÆÐI
Litlu pappírsböndin, sem við fáum
með hverjum kaffipakka (pökkunum
lokað með þeim), er ágætt að eiga.
Hentug t. d. þegar við viljum binda upp
blómin okkar, því að auðvelt er að móta
bindin eftir geðþótta.
Kaffipokinn úr stóru kaffikönnunni,
sem aðeins er notuð á hátíðum og tylli-
dögum, verður leiðinlegur og úr honum
Svona er einnig hægt að útbúa eggin, lita þau með einum lit og líma á
þau blöð. Neðst á myndinni eru eggjaskurnir, sem hliðin hefur verið tek-
in úr. Skurnirnar málaðar með skærum litum að innan og brúnirnar með
gylltu. Nota má þannig hálfar eggjaskurnir fyrir kertastjaka. Utbúa stall ur
leir eða gipsi, sem skurnin stendur á. Kertinu fest með leir eða bræddu vaxi.
kemur vont bragð, svokallað pokabragð.
Hreinsið pokann vel, þurrkið og látið í
hann 1 msk. af möluðu kaffi eða 3—4
sykurmola — og hann er nothæfur, án
nokkurs fyrirvara.
„Skóþvingur“ í alla skó.
Víða á heimilum eru til aflóga axla-
púðar, engum til gagns. En hvernig
væri að nota þá sem „skóþvingur“?
Eru þeir sérlega hentugir til þess, þar
eð þeir láta skóna halda lagi, án þess
að víkka þá. Á þetta einkum við núna,
þegar flestir kvenskör eru með löngum
og mjóum tám.
Sparnaðarráð!
Þegar þið rekjið upp prjónaflík, þá
vefjið garninu utan um flösku, fyllið
hana með heitu vatni. Þegar vatnið er
orðið kalt, er garnið orðið slétt og fellt.
Auðvelt eða er ekki svo?