Fálkinn


Fálkinn - 29.03.1961, Side 27

Fálkinn - 29.03.1961, Side 27
í) <{a(fAÍHA CHH SÍDDEGISDRYKKJA Já, síðdegisdrykkja heitir það á boðs- kortamáli. En það er nú aðeins ritmál, og þegar fólk fær spjald með þessu orði þá les það síðdegisdrykkju eigin- lega ekki síðdegisdrykkju, heldur skýt- ur upp í huga þess því orði, sem mál- hreinsunarmenn þjóðarinnar hafa bar- izt við vonlausri baráttu síðan fyrir stríð: kokkteill. Og þetta er uppfundið í henní Ameríku, eins og allir vita nú orðið. Og íslendingar hafa meðtekið þetta eins og hverja aðra menningu, með þökkum, og hafa síðan sjálfir aukið við það og endurbætt, eins og þeim hefur þótt henta. Ekki svo að skilja, að þá hafi skort ímyndunarafl til að uppfinna nýja, og betrumbæta sína eigin drykkju- siði, heldur var það aðeins kærkomið að fá þarna nafn yfir þessa drykkju, sem fram fer á fastandi maga fyrir kvöldmat, og áður var litin óhýru auga, en fékk nú nýtt gildi og hófst á æðra stig með vitundinni um tilveru hennar í menningarlöndum öðrum. Og hún fer fram milli 5 og 7 síðdegis. Einmitt á tíma, sem er hvort eð er hálfgerður vandræðatími og til lítils nýtur. Ef menn ekki vinna smá eftir- vinnu, þá þvælast þeir heim, finna inni- skóna sína og bíða eftir matnum. Tím- inn gæti því ekki verið heppilegri. Dags- verkinu er lokið, en kvöldið samt allt eftir að drykkjunni lokinni. Hér verð ég auðvitað að gera ráð fyrir undan- tekningum, þ. e. þeim, sem alls ekki eiga kvöldið eftir, þegar þeir koma úr síðdegisdrykkju. Þeir hafa nefnil. feng- ið sér einum of mikið af hinum ódýru veigum og gera svo ekki meira en að narta í nokkrar brauðsneiðar, er heim kemur, en detta svo strax út af og vita ekki meira af sér fyrr en morguninn eftir, en þá vita þeir sko óþyrmilega af sér. Nú, jæja, það skrítnasta við kokkteil- boð er það, að þau munu vera einustu boð eða samkundur, sem ég veit um, þar sem gestirnir standa allir upp á endann, en eru litnir óhýru auga, ef þeir tylla sér á stólbrík. Það er þó ekki siður að bera alla stóla burt úr sölum áður en kokkteill er haldinn, heldur eru höfð borð og stólar, svona til þess að þeir, sem ekki kunna sig, geti gert sig bera að sveitamennsku og sezt niður. Þegar við komum í síðdegisdrykkj- una, þá ber þess fyrst að gæta, að við séum ekki fyrst af gestunum. Við rétt rekum höfuðið í gættina og athugum, hvort einhverjir séu komnir. Séum við með þeim allra fyrstu, þá förum við fram í snyrtiherbergið og snurfusum okkur til góða stund. Þegar við álít- um svo mátulegt að ganga í salinn, þá gerum við það á mjög frjálsmannlegan hátt, vingsum höndum og reynum að sýnast dálítið kæruleysisleg. Fyrst verð- ur náttúrlega að ganga til gestgjafans, heilsa og þakka boðið. Þar næst kem- ur þjónninn með bakkann: Manhattan, Martini eða kannske Wiský eða asna? Og hvað svo sem maður velur, þá ber að muna það, að ekki má byrja á því að svelgja í sig úr glasinu í tveim sop- um, því klukkan er nú ekki orðin hálf sex og maginn er tómur, og ekki vilj- um við láta það henda okkur að logn- ast út af strax og við komum heim. Brátt fyllist salurinn af prúðbúnum mönnum og gefur þar að líta margt stór- mennið; forstjóra, alþingismenn, sendi- herra og ráðherra. Nú er um að gera að hafa hjá sér augun og eyrun til að hægt sé að njóta samvistanna við slík eðalmenni sem allra bezt. Gestirnir standa í litlum hópum, svona 4 til 8 saman, og mikið er talað. Verður af þessu hinn undursamlegasti kliður, en öðru hverju sker sig úr stórkallahlát- ur og glasaglamur. Ekki má maður gleyma að næra sig á brauðsnittum og vindlum, sem þarna standa á borðum. Enda þarf ekki nema hálft glas til að maður fari ófeiminn að olnboga sig að hliðarborðunum, gleypa í sig eins og eina sneið með humri í mæonnes og tendra fimmtán sentimetra Havanavindil. Ráðlegt er samt að bíða með að stinga tveim vara- vindlum í vasann, þangað til klukkan er farin að síga í sjö. En það er nú meira en að drekka, reykja og borða, sem maður þarf að afreka, til að geta talizt hæfur í kokk- teilgilli. Það þarf líka að tala. Koma sér í einn hópinn, skjóta inn orði og ufram allt að tala nú ekki um neitt alvarlegs eðlis. En það má ekki standa upp á endann í sama hópnum allt kvöld- ið. Það verður að hreyfa sig á milli, alveg eins og fruma, sem skýzt milli mólekúlna. Það er góð regla að velja sér hópa, sem í er ekki minna en einn þingmaður, en aðvitað spillir ekki að Frh. á bls. 33 FÁLKINN 27

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.