Fálkinn


Fálkinn - 29.03.1961, Síða 30

Fálkinn - 29.03.1961, Síða 30
Þyrnar rósanna - Framh. af bls. 11. þegar hann slökkti ljósið og læsti dyr- unum, og þegar hann kom loks til henn- ar í myrkrinu, tók hún við honum með öllum líkama sínum, eins og sú kona ein getur gert, sem fær æðstu ósk sína uppfyllta . . . ★ Hún fann enn fyrir sælu næturinn- ar, þegar hún vaknaði um morguninn og teygði úr sér í vellíðan, og þegar hún opnaði augun og sá hann sitja hálfklæddan í stólnum og reykja, þungt hugsandi, hló hún og hláturinn vitnaði vissulega um gleði hennar. En hún minnkaði þegar hún vaknaði betur og ■fór að hugleiða, að þessi sæla tæki enda. Hann leit á hana og brosi brá fyrir í augum hans: — Nú, þú ert þá ekki ein af þeim, sem eru geðvondar á morgnana? Hún dró sængina upp yfir ber brjóst- in og roðnaði, þegar hún varð þess vör, að hann horfði á hana. — Ég þarf að klæða mig. Viltu vera Einstaklingsframtakið. „Maðurinn minn fœr sér alltaf of- urlítinn blund eftir matinn.“ 30 falkinn svo góður og horfa ekki á mig á meðan. Hann sneri sér undan og leyndi bros- inu: — Hm, jæja, þú ert samt einhvern veg- inn öðruvísi en þú átt að þér á morgnana. Hann leit fram af handriði stigans meðan hún klæddi sig í bomsurnar: — í guðsbænum biddu mig ekki að renna mér niður handriðið, bað hann. Ég vil heldur mæta herskara af reiðum húsmæðrum. Hún dró hanzkana á hendurnar og hló: — Allt í lagi. Ég hef aldrei fengið nein fyrirmæli um, að ég mætti ekki henda karlmönnum út að morgni dags. Hann kvaddi hana við dyrnar á barn- um, sem þegar var búið að opna, og hún vissi að nú færi hann á vinnustofu sína, þar sem hann mundi sitja og reykja og kannski klína einhverjum litum á striga og gera úr því einhverjar fígúrur, sem engin skyniborin manneskja gæti fundið upphaf eða endi á. Inga kerti sig eins og hæna, sem hef- ur orpið tveimur eggjum í einu: — Jæja, dyggðaljósið. Hún veifaði úrinu sínu framan í nef- ið á Ernu: — Ég sá, hver var með þér, góða. Rödd hennar varð ógnandi: — Láttu það ekki ske aftur. Ég segi þá eftir þér. Þórir er alltof góður strák- ur til að farið sé svona með hann. Erna hló: — Vertu ekki með þessa uppgerðar góðsemi við Þóri. Hún minntist þess, hvað Inga hafði lagt sig fram til að vekja athygli Viðars á sér, en án árangurs. — Ertu viss um, að það sé velferð Þór- is, sem þú berð fyrir brjósti? sagði hún. Inga lagfærði pilsið sitt og strauk sig yfir mjaðmirnar. — Nei, engan veginn, hreytti hún út úr sér. — Það er ekki velferð hans að fá þig fyrir konu, og þar að auki hefði ég ekkert á móti því að taka hann að mér, þegar hann kemur aftur. Hún flissaði og hélt áfram: — Kannski ég geti huggað hann, þeg- ar hann kemst að því, hvernig konu- efnið er. — Passaðu sjálfa þig, góða, sagði Erna og var orðin fokreið. — Þú þarft ekki að taka neitt að þér fyrir mig, sem ég get ekki endurgoldið. Það þyrfti heilt hóruhús til að sinna þörfum þeirra, sem þú skilur eftir í öngum sínum eftir vik- una. Viðar var hættur að koma á barinn og hún var honum þakklát fyrir það, því að fastagestirnir fylgdust með öllum gerðum þeirra sem unnu þar, og ekkert smáævintýri fór framhjá þeim. Hann beið hennar oft hinum megin við göt- una, þegar hann vissi, að hún kom af vakt. Hún var oft búin að koma á vinnu- stofuna hans og fann sér til furðu og skelfingar, að hún kunni betur við sig eftir því sem hún kom þar oftar, enda þótt allt bæri vott um fátækt og hún, sem hafði andstyggð á fátækt og öllu því, sem af henni leiddi. En nú kom hún þar í síðasta sinn, hugsaði hún, þegar hún gekk inn mjótt sundið og inn í gang- inn, sem lá beint inn af götunni. Hún reyndi að taka sem bezt eftir öllu því, sem hún fann að var ljótt og hafði verið henni viðurstyggð fyrir viku síðan: þröngri götunni og sótugum þökunum. En hún hafði enga tilfinningu fyrir þessu. Eina hugsunin, sem komst-að, var sú, að hún ætti að hitta Viðar, og sú hugsun fyllti hana gleði. Hann var önn- um kafinn, þegar hún kom inn, og hún settist niður þegjandi og beið þess að kastið liði hjá, eins og hún orðaði það. Hún skildi þörf hans á að vera í friði við að fullgera þessi furðuverk sín, þótt hún skildi þau ekki. Loks lagði hann frá sér penslana og sneri sér að henni, og hún sá á svip hans, að hann þóttist hafa aflokið þrekvirki. Hún samgladd- ist honum af heilum hug og hugsaði til þess með söknuði, að geta ekki fylgzt með baráttu hans framvegis. Hún kyngdi einhverju óþægilegu, sem sat í hálsinum á henni, gekk út að gluggan- um og horfði út. Hún vissi, að henni var allri lokið, ef hún færi að skæla. Ung kona kom út úr húsinu á móti, illa til fara og með hárið í allar áttir. Skórnir hennar voru skakkir og fóðrið kom niður undan kápunni að aftan. Erna sneri sér allt í einu við og stóð ákveð- in fyrir framan Viðar. Hún skildi ekki hvers' vegna hún fann til blíðu í hans garð, þegar hún sá ódýra skyrtuna, sem hann var í, skyrtu, sem Þóri kæmi aldrei til hugar að klæðast. En hún kastaði þeirri hugsun frá sér. ★ Stóri, nýi bíllinn, sem stóð í hliðar- götunni við barinn í allri sinni breidd, lét ekki að sér hæða. Eigandinn ekki heldur. Hann flautaði án afláts. Erna lagði sloppinn frá sér með þrjózkufullri ró og lagaði á sér hárið af meiri vand- virkni en venja’ hennar var. Inga kom þjótandi inn og geislaði af hrifningu: — Ég hefði aldrei getað hugsað mér aðra eins dásemd. Það veit hamingjan, að þótt Þórir væri ljótari en allt sem ljótt er, gæti ég gifzt honum fyrir þenn- an bíl, ef ég ætti kost á því . . . Hann áminnti hana um að strá ekki ösku á gólfið, þegar hann var búinn að lýsa því yfir, hvað hann hefði sakn- að hennar mikið, meðan hann lá á spít- alanum. Hún naut þess að þjóta um í þessum dásamlega bíl, eins og hún hafði alltaf notið bílferða. Návist hans var henni til ánægju, en heldur ekki meira. Hún hafði heldur ekki búizt við því, síðan hún skildi við Viðar. Hún átti enn í stríði við tárin, þegar henni datt hann í hug, og í fátinu missti hún öskuna af sígarettunni niður í sætið. Þórir varð argur: — Þarftu alltaf að vera svona klúr? Honum gramdist tómlæti hennar. Hann hafði búizt við að hún fagnaði honum, þegar hann kæmi af spítalan- um og kynni að meta bílinn betur en þetta. Og svo virtist hún úti á þekju, eins og prófessor, sem hefur komizt yfir

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.