Fálkinn - 29.03.1961, Page 33
í dagsins önn -
Frh. af bls. 27
hafa svo sem einn ráðherra með í móle-
kúlinu.
Eftir því sem á líður, færist meira
fjör í samkvæmið og hættir þá einn og
einn stórkallahlátur að skera sig úr,
þvi þeir eru nú orðnir svo tíðir. Vindla-
reykurinn er orðinn eins og þykkt ský,
sem hangir yfir höfðum manna, og mér
finnst jafnvel, að hann sé eins og hvolf-
þak, en gestirnir súlur, sem halda því
uppi. En þá er ég líka búinn með tvö
glös.
Loks fara menn að tygja sig til ferð-
ar. Þá skiptast kokkteilistar (nýyrði)
í þrjá flokka: Fyrsta hópinn fylla þeir,
sem fara heim og eru prúðir drengir.
Margir þeirra eiga ákveðnar konur. 1
næsta flokki eru þeir, sem eiga konur,
sem njóta vilja góðs af hinu afbragðs
góða skapi húsbóndans. Þeir fara því
með konur sínar út að borða og fram-
lengja þannig síðdegisdrykkjuna. í
þriðja flokknum lenda þeir bremsu-
lausu. Þeir fara ekkert heim, heldur
beint á veitingahús og þurfa ekki að
kaupa sér vindla allt kvöldið.
Dagur Anns.
ASTARSOGUR
SKEMMTILEGAR OG
ÓDÝRAR
Nokkur eintök eru enn óseld af hin-
um geysivinsælu sögum Laugardags-
ritsins og Vikuritsins og fást nú fyrir
helming verös og minna gegn póst-
kröfu. Sögurnar eru:
□ Ótemjan . nú aðeins kr. 16
□ Barbarinn .... — — — 18
□ Ógift eiginkona — — — 18
□ Ólgublóð ........— — —16
□ Barátta læknisins — — — 18
□ Ambáttin .... — — — 20
Vinsamlegast sendið mér undirrituð-
um í póstkröfu bækur þær, sem ég
lief merkt við hér að ofan.
NAFN
HEIMILISFANG
BÓKAMIÐSTÖDIN
HOLTSGÖTU 31 . REYKJAVÍK
UV« HSIIMSIIIVIKI
iiiji
Íiiií
; ■
jiiii Hrútsmerkiö.
Þér verðið fyrir nokkru mótlæti fyrri hluta vikunnar, en
111 Þer athugið málið nánar, komizt þér að raun um, að þér
Ieigið sök á því sjálfur. Þér verðið mjög feginn að fá hvíld frá
vinnunni nú um páskana og reynið því að láta ekkert spilla
I ánægjunni og hvíldinni. Reynið að vera í sólskinsskapi um
jjiij páskana!
STJÖRN USPÁIN
■
iiiii
I
jjiij
jiií
■
::::■
iiiii
■
íiiií
Íiiií
Nautsmerkiö.
Það ríður á fyrir yður að sýna fyllstu nærgætni og mis-
skilja ekki gerðir manneskju, sem er yður mjög nákomin og
mikils virði. Talið um málin við hana í hreinskilni, og takið
ekki mark á því slúðri og kjaftæði, sem þér hafið heyrt um
fortíð þessarar manneskju. Og vel að merkja: Skiptir fortíðin
nokkru máli, þegar nútíðin gefur glæst fyrirheit?
Tvíburamerkið.
Varið yður á kvenfólkinu í þessari viku. Fleiri en ein virð-
ist hafa hug á að leggja net sín fyrir yður og viðhorf þeirra
er engan veginn heiðarlegt og mun verða yður til tjóns síðar
meir. Sýnið fullkomna varúð og tortryggni, sem mun ekki
verða ástæðulaus í þessum efnum.
Krabbamerkiö.
Þér skuluð ekki vera mikið einn um páskana. Þá kann svo
að fara að óþægilegar og jafnvel sjúklegar hugsanir sæki að
yður, vegna atviks sem gerðist fyrir nokkru. Leitið félags-
skapar annarra, sérstaklega glaðværs fólks, og njótið páska-
helgarinnar eins og yður er frekast unnt.
Ljónsmerkiö.
Nú er mál til komið, að þér hættið að þegja og þola. Það
er ekki seinna vænna fyrir yður að taka af skarið og segja
meiningu yðar, sem þér hafið svo lengi dulið. Þetta mun
hreinsa andrúmsloftið í kringum yður og sá aðili, sem þér
munuð mest beina skeytum yðar til, mun bera meiri virðingu
fyrir yður á eftir.
Jómfrúarmerkiö.
Það eru miklar breytingar í vændum hjá yður, og það eru
líkindi til þess að ævagamall draumur yðar verði nú loks að
veruleika um páskana. I einkalífinu verða ofurlitlir árekstrar,
sem þér leysið bezt með því að láta undan síga og vera vin-
gjarnlegur. Fjárhagur yðar er heldur bágborinn og þér þurf-
ið að athuga það mál rækilega.
Voffarskálarmerkiö.
Breytið ekki andstætt eigin samvizku. Slíkt getur ekki
borgað sig og afleiðingarnar hljóta að verða þungbærar. Af
gáleysi hafið þér tekið þátt í því að skaða annan mann og
við því er aðeins eitt ráð til: Að viðurkenna gerðir sínar og
biðjast. auðmjúklega afsökunar. Forherðing er ævinlega til
bölvunar.
Sporödrekamerkiö.
Ef þér hafið vilja og dugnað ættuð þér að geta unnið nán-
ast ævintýralegt verk á næstunni. Þetta hefur lengi verið
ofarlega í hug yðar, en aldrei hefur tækifærið blasað eins við
og nú. Grípið gæsina! Hún gefst ekki á hverjum degi og nú
er hentugur og þægilegur tími til að láta hendur standa fram
úr ermum.
B o ffmannsmerkiö.
Þér einblínið um of á hið háa takmark, sem þér hafið sett
yður, og gerið yður ekki ljóst, að þér verðið að byrja að
hrinda smæstu steinunum úr vegi, áður en þér takið að glíma
við björgin. Allt þetta getur lagast. ef þér byrjið á byrjun-
inni og sýnið þolinmæði og þrautseigju.
S teingeitarmerkiö.
Það er engum vafa bundið, að yður mun líka lífið þessa
viku: Frí frá vinnunni og nægur tími til að gera það sem
hugurinn girnist. Varizt þó að skemmta yður of mikið. Hafið
í huga máltækin gömlu, að „hætta skal hverjum leik, þegar
hæst. stendur,“ og „kemur dagur eftir þennan dag.“
Vatnsberamerkiö.
Þér skuluð umfram allt treysta eigin dómgreind og engra
annarra. Oft getur verið happasælt að leita ráða hjá velvilj-
uðum mönnum og vinum manns, en í þessu dæmi hafið þér
á réttu að standa, þótt margir af yðar nánustu hafi litla trú
á því sem þér eruð að gera. Tíminn mun leiða þetta í ljós.
Fiskamerkiö.
Þér lítið eilítið döprum augum á tilveruna um þessar mund-
ir, en það er ástæðulaust. Þessi vika verður í öllu falli ham-
ingjurík og skemmtileg og þér skuluð njóta hennar ríkulega.
Það er nægur tími til að glíma við erfiðleikana þegar þar að
kemur, þótt maður hafi ekki áhyggjur af þeim fyrirfram.
HHNHHHHHHni
21. MARZ —
20. APRlL
21. APRlL —
21. MAÍ
22. MAl —
21. JÚNl
22. JÚNl —
22. JÚLl
23. JÚLl —
23. AGÚST
24. ÁGÚST—
23. SEPT.
24. SEPT. ~
23. OKT.
24. OKT. —
22. NÓV.
23. NÓV. —
21. DES.
22. DES. —
20. JAN.
21. JAN. —
19. FEBR.
20. FEBR. —
20. MARZ