Fálkinn


Fálkinn - 24.01.1962, Page 7

Fálkinn - 24.01.1962, Page 7
Blásin upp bóla. . . . Ekki get ég annað sagt, en að fréttaflutningur dagblað- anna hér í Reykjavík sé óvið- eigandi. Ég á hérna við, að blöð nokkur hér í bæ, þó ekki öll, blésu upp fréttina, að bóiu- sótt væri komin upp í Þýzka- landi og Englandi. Ef til vill má virða þeim það til vork- unnar, að þau hafi ekki haft annað efni, fréttnæmt. En mér er sama, það er engin ástæða til að hræða fólk með þessum fregnum. Bólusótt kemur svo að segja upp á hverju ári í Evrópu, bæði í Bretlandi og annars staðar í álfunni, því að bólusótt gengur oft í Austur- löndum og berst tíðum til álf- unnar fneð vaxandi samgöng- um. Ég verð að segja, að það er gjörsamlega ástæðulaust að hræða fólk hér á landi með slíkum fregnum, því að þótt bólusetning sé ekki lögboðin í sumum þessara landa, er heilbrigðiseftirlit þar mjög gott . . . H. k. Þ. Myndasögur. Kæri Fálki! — Loksins kom að því, að þið fóru að birta myndasögur. Myndasögur hafa alltaf verið mitt uppáhalds- lestrarefni. En hvernig er það, er sagan af Ottó sönn? B. B. Svar. Nei, sagan af Ottó er skáld,- saga, sem gerist á miðöldum. . . . Hvaðan eru þessar myndasögur, — eru þær ís- lenzkar eða hvað? J. L. Svar. Nei, þær eru hollenzkar. Úrklippusafnið. Kæri Fálki! — Urklippu- safnið getur að mínum dómi orðið skemmtilegur þáttur. Það koma nefnilega svo oft fyrir alveg herfilegar ambögur í íslenzku blöðunum. En ég ætla alls ekki að hlífa ykkur, ef ég sé eitthvað afkáraleg't í biaðinu. — Með beztu kveðj- um. Halli. Við viljum hér með beina athygli fólks að því, að senda okkur strax úrklippur, ef það verður vart við eitthvað kynd- ugt í blöðum og tímaritum. Ef úrklippan birtist, sendum við sendanda blaðið, sem hún kemur í. Kurteisi á almannafæri. . . . Um daginn var ég á gangi niður í bæ. Þetta var mitt í dagsins önn, margir voru á ferli og athafnalífið var í fullum gangi. Leið mín lá fram hjá búðarglugga, og ég staldraði við til að skoða í hann. Ekki veit ég fyrr en maður stendur alveg við hlið- ina á mér og er líka að skoða í gluggann. Allt í einu snýr hann sér að mér og er næstum kominn upp í mig, hann glenn- ir upp munninn og ropar. Ekki datt honum í hug að biðjast afsökunar, heldur hélt leiðar sinnar og var hinn hreyknasti. — Mér er spurn, upp á hverju skyldu menn taka næst? Finnst ykkur ekki búa lcurteist fólk hér í bæ? . . . Krummi. Svar. Maðurinn hlýtur að hafa verið ölvaður, að minnsta kost getum við vart ímyndað okk- ur annað. Og okkur finnst fólkið í Reykjavík vera yfir- leitt kurteist, en það er oft misjafn sauður í mörgu fé. Forsíður. Borgarnesi í jan. ’62. Kæri Fálki! — Kannski ég skrifi nokkrar línur í þennan dálk, þótt ég hafi ekki mikið að segja. Það er eitt, sem ég er ekki ánægður með. Það er forsíðan, þar er alltaf mynd af fegurðardrottningu á öðru hverju blaði árið um kring, Þó það sé nú gaman að sjá þær, blessaðar, þá er það nú fullmikið af því góða, a.m.k. á veturna. Væri ekki upplagt að hafa t. d. skíðamyndir á veturna og eitthvað úr dag- legu lífi fólks, en það er kann- ski svo dýrt. Það er ein gömul forsíðumynd Fálkans, sem ég held mikið upp á. Hún er af þremur litlum telpum á sleða í Reykjavík. — Læt ég þetta nægja að sinni. Einn kvensamur í Borgarnesi. Svar. Á árinu, sem leið, var aðeins ein mynd af fegurðardrottn- ingu, en hins vegar komu oft á forsíðu myndir af snotrum stúlkum, eins og til að lífga upp á hinn gráa hversdags- leika. Og einnig hafa komið skopmyndir úr daglega lífinu á forsíðu, svo að það er ekki yfir neinu að kvarta. FÁLKINN 7

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.