Fálkinn


Fálkinn - 24.01.1962, Blaðsíða 10

Fálkinn - 24.01.1962, Blaðsíða 10
HVERNIG VERÐA MENN RÍKIR? Einn hinna yngri kaupsýslumanna, sem komizt hefur til bjargálna og á og rekur stórt og arðbært fyrirtæki, er Sig- urður Árnason forstjóri í Teppi h.f. Sigurður er fæddur og uppalinn á Akranesi, næstelztur átta systkina og hefur sjálfur og með eigin atorku og út- sjónarsemi rutt sér braut að þeirri að- stöðu, sem hann nú nýtur. Eins og flestir drengir á Akranesi á þeim árum hugðist Sigurður verða sjó- maður. Hann vann sem unglingur flest sem til féll, var á sumrum vikadrengur í Skipanesi í Leirársveit, en var á vetr- um eins og fleiri jafnaldrar hans ófeim- inn við að hlaupa beint úr skólanum nið- ur í beitningaskúra og hjálpa landmönn- um bátanna til við uppstokkun: Þeir borguðu krónu fyrir bjóðið. Sextán ára gamall fór Sigurður fyrst til sjós, kyndari á línuveiðarann Þor- móð og sigldi á honum tvær ferðir til Bretlands. Þetta var árið 1940 og stríðið geysaði á hafinu. í síðari ferðinni fundu þeir Þormóðsmenn björgunarbát með nokkrum mönnum og höfðu þeir verið níu sólarhringa að velkjast í bátnum. Aftur fór Sigurður á sjóinn og nú á tog- arann Sindra, sem þá var gerður út frá Akranesi. Sindri sigldi til Bretlands með ísvarinn fisk, ýmist til Hull eða Fleetwood. Glansinn fór þó fljótt af þessu og eft- ir tveggja ára veru á skipinu ákvað Sig- urður að fara í land og læra einhverja iðn. Það var tilviljun — eftir því sem hann sjálfur segir — að járnsmíði varð fyrir valinu og sveinn í faginu varð hann 1946. Eftir að námi lauk gerðist Sigurður starfsmaður Vélsmiðjunnar Héðins í Reykjavík og var ásamt fleirum sendur norður á Siglufjörð til þess að vinna við verksmiðjuna SR-30. — Þarna kynntist maður ýmsum, sem ætluðu í Vélstjóraskólann. Þeir þekktu til á kaupskipnunum, vissu, að vélstjór- arnir þar voru menn með mönnum, sem gengu í fallegum einkennisbúningum o. s. frv. Maður smitaðist af þessu og um haustið fylgdumst við margir að í Vél- stjóraskólann. — Ég var til sjós í skólafríunum á sumrin, heldur Sigurður áfram, — og eitt sumarið fórum við Bjarni vinur minn og skólabróðir Júlíusson túr á gamla Reykjafossi. Hann var lempari en ég kyndari. Eftir þrjú ár í vélskólanum fór ég til Akureyrar á togarann Kaldbak, annar vélstjóri. Var þar í eitt ár. Kom síðan suður og réðst til Vélasjóðs. Það var á þeim árum, sem ég setti upp veitingastofu í Hafnarstræti í félagi við annan. Litlu síðar keypti ég mótor- bát en seldi hann fljótlega aftur. Ég var í tvö ár hjá Vélasjóði og rétt áður en ég hætti þar, 1955, keypti ég litla búð af Sigurjóni Narfasyni. Hún var á horni Njálsgötu og Snorrabrautar. Um það leyti varð Teppi h.f. til og það hef ég rekið síðan, fyrst þarna innfrá, svo í Hafnarstræti 1, þá í Aðalstræti 9 og svo loks hér í Austurstræti 22. — Hverja álítur þú undirstöðu vel- gengni þinnar? — Að hafa náð trausti í viðskiptalíf- inu, trausti þeirra, sem þar eru ráða- menn. — Er heiðarleiki í viðskiptum nauð- synlegur? — Já, fyrsta skilyrði. — Hvað um reglusemi? — Sá maður, sem ekki er reglusamur kemst sjaldnast langt af eigin ramm- leik. Það er til að fyrirtæki gangi, þótt forstöðumaðurinn sé ekki reglusamur, en það er þá venjulega ekki honum að þakka heldur einhverjum öðrum. — Þú álítur kannski að algjört bind- indi á vín sé skilyrði? — Nei, síður en svo. Að taka stöku sinnum glas í hópi góðra vina er manni jafn nauðsynlegt og að vera reglusamur að öðru leyti. — Er rétt að tefla á tæpasta vað í viðskiptum? — Ég held, að það, að vera góður verzlunarmaður, sé sérgáfa rétt eins og talað er um sérgáfur á ótal mörgum sviðum. Góður verzlunarmaður getur séð fyrir það sem annar sér alls ekki og teflir því kannski alls ekki tæpt, þótt einhverjum öðrum kunni að sýnast svo. — Finnst þér rétt að starfsfólk fyrir- tækja njóti góðs af því, þegar vel gengur? — Mér finnst sjálfsagt að allir hafi það gott og að hver og einn beri úr bítum eftir því sem hann afkastar. Hjá mér vinna allir sem við verður komið í ákvæðisvinnu og ég er viss um að það er framtíðin. — Hvort álítur þú heppilegra í við- skiptum, harða stefnu og ósveigjanlega eða eftirgefanlega stefnu? — Stefnan skal umfram allt vera hörð í þeim skilningi, að hafi einhver lof- að einhverju, þá skal sá hinn sami standa við það loforð. Það hef ég sjálfur vanið mig á og vil einnig að aðrir geri. — Og svo langar mig að spyrja þig spurningar, sem ég veit reyndar fyrir- fram hverju þú munir svara. Hvort er heppilegra fyrir kaupsýslumenn að fá ákveðið fé handa á milli, t. d. um tví- tugsaldurinn, til þess að koma sér af stað, eða byrja með tvær hendur tómar og vinna allt upp frá byrjun? — Frá mínu sjónarmiði er bezt að maðurinn vinni sig sjálfur upp. Sá mað- ur, sem vinnur fýrirtæki upp frá byrj- un, hann hlýtur í öllum tilfellum að vita betur hvar hann stendur og vita betur hvað hann er að gera og hvers virði það er, sem hann hefur undir hörid- um. — Þú hefur að sjálfsögðu skipt all- mikið við útlenda kaupsýslumenn. — Hvora líkar þér í heild betur að skipta við, útlenda eða okkar eigin landa? — Ég tel engan mun á þessu. Sumir hafa haldið því fram, að útlendingar væru áreiðanlegri í viðskiptum en við hér.. Ég held að þetta sé ekki rétt. Mað- ur getur orðið fyrir svikum hér, en það er líka til í útlandinu. Hins vegar eru út- lendingar yfirleitt betri sölumenn en við og það kemur m. a. fram í því, að þeir eru fljótari til að svara bréfum en ís- lenzkir kaupsýslumenn, en hvað heiðar- leika við kemur þá álít ég landann sízt standa útlendum að baki. — Svo að lokum: Hvað telur þú að beri að varast í daglegum rekstri fyrir- tækis? — Að stinga óafgreiddu máli niður í skúffu. í þessu hringdi síminn og þar með var friðurinn úti. Það átti að ganga frá kaupum á stóru húsi síðar um daginn. Sigurður var að kaupa stórhýsi undir einn þátt starfseminnar, húsið að Grensásvegi 12. Þar yrði teppasamsetn- ingin til húsa í framtíðinni, sagði hann, en á Hverfisgötu 89, þar sem nýr og mjög fullkominn vefstóll, sem vefur ,,kokos“-dregla, er fyrir nokkru kom- inn í gang, yrði sú starfsemi og í kjall- aranum er verið að setja upp tæki til lit- unar efnisins. Það eru alls tuttugu manns, sem vinna við fyrirtæki Sigurðar og eftir stutta göngu um vinnustaðinn kemst maður fljótt að þeirri niðurstöðu, að starfsfólk- ið sé gætt sama áhuga á vexti og við- gengni fyrirtækjanna og forstjórinn sjálfur. Og eins og Sigurður í Teppi segir: Hér ber hver og einn úr bítum eftir því sem hann afkastar og það er vissulega framtíðin. Sv. S. ÖMMLR GREIIV í þessum flokki birtist í næsta blaði og þá er rætt við Þorvald í Síld & fisk. 10 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.