Fálkinn


Fálkinn - 24.01.1962, Qupperneq 13

Fálkinn - 24.01.1962, Qupperneq 13
SMÁSAGA EFTIR RAY BRADBURY — Hann hófst fyrir sex vikum . . . — Já, já, áfram. — . . . Ég hélt að ég hefði sigrað hann. Ég hélt, að hann hefði gefizt upp á því að elta mig og reyna að ná mér á sitt vald. En hann var aðeins að bíða. Fyrir sex vikum heyrði ég rokið hlæja hérna fyrir utan húsið og það var pískrað hérna fyrir utan húshornið. 'Bara í klukkutíma eða svo, ekki lengi, ekki mjög hátt. Svo fór vindurinn í burtu. Thompson kinkaði kolli við tólið. — Gleður mig að heyra það, gleður mig að heyra það. Kona hans starði á hann. -— Hann kom aftur næsta kvöld. Hann skellti gluggahler- unum og blés neistunum út úr skorsteininum. Hann kom aftur fimm kvöld í röð, stöðugt sterkari og sterkari. Þegar ég opnaði aðaldyrnar, reyndi hann að ná taki á mér og draga mig út. En hann réði ekki við mig. Hann er hérna í kvöld. — Það gleður mig að heyra, að þér liður betur, sagði Thompson. — Mér líður ekki betur. Hvað er að þér? Hlustar kona þín á okkur? — Já. — Ég skil. Ég veit, að þetta virðast vera fíflalæti. — Alls ekki. Haltu áfrám. Kona Thompsons fór aftur fram í eldhús og hann varp- aði öndinni léttar og settist niður í stól, sem var þarna nærri símanum. — Haltu áfram, Allin, leystu frá skjóðunni, þá muntu sofa betur. — Hann er allt í kringum húsið núna eins og heljarstór ryksuga, sem suðar við hvern gafl. Hann lemur trén hérna í kring. — Það er skrýtið, það er enginn vindur hér, Allin. — Auðvitað ekki, hann kærir sig ekkert um þig, aðeins um mig. — Ég held, að það sé eina leiðin til útskýringar. — Hann er morðingi, Herb, mesti og bölvaðasti morðingi í sögunni, sem nokkru sinni hefur leitað að bráð sinni. Hann er eins og þefvís hundur, sem er að reyna að snuðra mig uppi, finna mig. Hann þrýstir sínu kalda nefi upp að húsinu og þefar og er hann finnur mig í dagstofunni, lætur hann þrýsting koma þar og þegar ég er í eldhúsinu, kemur hann þangað. Hann reynir að komast í gegnum gluggana, en ég var búinn að styrkja þá og ég setti nýjar lamir og lása á hurðirnar. Þetta er sterkbyggt hús. Þeir byggðu vel hús í gamla daga. Ég er búinn að kveikja alls staðar á ljósunum. Húsið er allt uppljómað. Vindurinn fylgdi mér herbergi úr herbergi og horfði í gegnum allar rúður, þegar ég kveikti Ijósin. Ó! —- Hvað er að? — Hann lyfti upp framdyrahenginu. — Ég vildi, að þú gætir komið og gist hérna, Allin.. — Ég get það ekki. Ég get ekki yfirgefið húsið, ég get ekkert. Ég þekki þennan vind, guð minn góður, hann er hvass og slægur. Ég reyndi að kveikja mér í sígarettu áðan, en dragsúgur slökkti á eldspýtunni. Vindurinn hefur gaman af því að stríða manni, honum þykir gaman að hrella mann. Vindurinn tekur þessu rólega, hann hefur alla nóttina fyrir sér. Og nú, guð minn góður, þú ættir að sjá eina af mínum ferðabókum núna. Örlítill gjóstur, guð veit hvaðan hann hefur komið, fletti bókinni blað fyrir blað. Ég vildi, að þú sæir það. Þarna er formálinn minn. Manstu ekki eftir kynn- ingu minni á bókinni um Tibet, Herb? — Jú. — Bók þessi er helguð öllum þeim, sem hafa tapað orrust- unni við höfuðskepnurnar, skrifuð af manni, sem hefur séð þœr, en alltaf komizt undan þeim. — Já, ég man eftir þessu. — Ljósin hafa slokknað. Það heyrðust brestir í símanum. — Rafmagnslínurnar slitnuðu. Ertu þarna, Herb? — Ég heyri enn til þín. — Vindurinn vildi ekki hafa öll þessi ljós í húsi mínu, hann reif burtu rafmagnslínurnar. Síminn mun sennilega fara næst. Ég segi þér satt, þetta er barátta milli mín og vindsins. Bíddu andartak. — Allin? Þögn. Herb hallaðist upp að hljóðnemanum á símanum. Kona hans leit fram. Herb Thompson beið: — Allin? — Ég er hér aftur, sagði rödd í símanum. Það var drag- súgur í dyrunum og ég tróð svolítið af fóðri undir þær til þess að það hætti að blása á fæturna á mér. Þegar öllu er á botninn hvolft er ég glaður yfir því að þú komst ekki, Herb. Ég vildi ekki fá þig í þessa ringulreið. Þarna, nú brotn- aði ein gluggarúðan í dagstofunni og það er reglulegt hvass- viðri inni í húsinu og vindurinn hristir myndirnar niður af veggjunum. Heyrirðu? Herb Thompson hlustaði. Það var eins og æðisleg sírena væri þeytt í símann, síðan blístur og brothljóð. Allin hróp- aði í símann og yfirgnæfði hávaðann: — Heyrirðu? Herb tók andköf og svaraði: — Já, ég heyri. — Hann vill taka mig lifandi, Herb. Hann þorir ekki að fella húsið niður með einni sterkri hviðu. Það mundi drepa mig. Hann vill ná mér á lífi, svo að hann geti rifið mig í sundur, rif fyrir rif, fingur fyrir fingur. Hann vill ná í innyflin, hug minn og gáfur. Hann vill lífskraft minn, líkamsþrek mitt, mig sjálfan í eigin persónu. Hann þarfnast gáfna minna. — Konan min er að kalla á mig, Allin. Ég þarf að fara að þurrka diskana. Frh. á bls. 34. FÁLKINN 13

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.