Fálkinn


Fálkinn - 24.01.1962, Page 15

Fálkinn - 24.01.1962, Page 15
mikils virði. Þegar þér giftið yður, hlýtur maki yðar góðan og trúan lífsförunaut. Þér vilj- ið hafa allt í röð og reglu, og hugsið mest um það, sem er gott og nytsamt, en það hindrar yður ekki í að bregða út af vana yðar, ef svo ber undir. Ef fingurnir eru sléttir, ber það vitni um tilhneigingu til hóglífis og værugirni, en jafnframt framtakssemi og hagkvæmni. Þetta handlag er mjög algengt í Englandi, Norð- ur-Ameríku og Belgíu. Heimspekilega hancLlagið. Þetta handlag er að vísu ekki með þeim fallegustu, en fólk með slíkar hendur er heið- arlegt og blátt áfram. Þetta handlag er ekki algengt, en það má þekkja á því, að lóf- inn er af meðal stærð, en stór og sveigjanlegur. Fingurnir hafa breið og mikil liðamót, fingurgómarnir líkjast egglaga spaða. Þumalfingurinn er breiður með breiðum liðamót- um og ber vitni um viljafestu og dómgreind. Eigendur slíkr- ar handar hafa meðfædda þörf fyrir að ganga hreint til verks. Þeir taka kjarnann fram yfir hismið, og leita alltaf sannra orsaka hlutanna. Þeir eru skarpir 1 hugsun og rannsaka hverja skoðun eða hugsun af undraverðri nákvæmni. Þeir eru ákaflega siðavandir. Ef þumalfingurinn er lítill, ber það vitni um að tilfinningarn- ar hafa yfirhöndina, en sé hann stór, ræður viljinn og skynsemin mestu um gerð- irnar. Ástríðu og sálræna handlagið. Þetta handlag er tvímæla- laust það fallegasta, en jafn- framt það sjaldgæfasta. Hönd- in er lítil og fíngerð, en jafn- framt í réttu hlutfalli við lík- amsbyggingu eigandans. Lóf- inn er af meðal stærð, fingurn- ir eru jafnir eða dálítið ával- ir, efsti liðurinn langur og fingurgómarnir hvassir. Þum- alfingurinn er lítill, grannur og vel lagaður. Fólk með þetta handlag gengst upp í yfirnáttúrlegum hlutum af lífi og sál. Þetta handlag er mjög algengt í Ind- landi. Fólk, sem hefur ríka til- hneigingu til hugsjóna og þá fyrst og fremst fólk, sem hugs- ar mikið um trúmál og dul- ræn fyrirbrigði, hefur venju- lega sálrænt handlag, þótt það sé að meira eða minna leyti blandað öðrum handlögum. Grófa, frumstœða handlagið. Þér hafið áreiðanlega ekki slíkt handlag, því að þá sætuð þér ekki núna og læsuð þessa grein í Fálkanum. Eigendur slíkrar handar eru nefnilega einfalt, sljótt og kærulaust fólk, sljótt bæði í hugsun og gjörðum. Þetta handlag má þekkja af óeðlilega stórum og þykkum lófa, fingurnir eru grófir og óliðlegir þumalfing- urinn er næstum því ferhyrnd- ur og oft dálítið boginn. Þetta fólk er andlega og sið- ferðislega vanþroska og gjör- sneytt ímyndunarafli. Það ger- ir sig ánægt með brýnustu lífs- nauðsynjar og hugsar ekki um meira en daglegar þarfir sín- ar. Þar sem það skortir allan skapgerðarstyrk, hefur það ekkert mótstöðuafl gegn sorg- um og áhyggjum. En ef það hefur sérstökum hvötum að sinna, getur það sýnt ótrúlega mikið líkamsafl og dýrslegt hugrekki. Sem betur fer er sjaldgæft, að fólk hafi þetta handlag óblandað. ÞAÐ, SEM LESA MÁ ÚR HANDVÖÐVUNUM. Þegar á að spá, verður að rétta vel úr höndinni, og hún má hvorki vera of þurr eða rök. Líkaminn verður að vera vel hvíldur, t. d. væri ágætt að spá u.þ.b. klukkustund eft- ir máltíð. Hægri höndin er nefnd hin ríkjandi, í henni at- hugum við vöðvana; vinstri höndin er kölluð hin víkj- andi, í henni athugum við að- allínurnar. í lófanum eru sjö mikilsverðir vöðvar, sem hafa hlotið nafn af þeim plánetum, er hafa mest áhrif á þá. Venusarvöðvinn. Ef Venusarvöðvinn er þrosk- aðri lófamegin en úlnliðsmeg- in, ber hann vitni um misk- unnsemi, góðviid og tilfinn- inganæmi. Ef hlutföllin eru öf- ug, ber hann vitni um að eig- andinn lætur mjög stjórnast af fýsnum sínum og ástríðum. Jafnþroska Venusarvöðva ber vitni um þroskað fegurðar- skyn, fremur um kvenlega en karlmannlega eiginleika. Lítt þroskaður Venusvöðvi lætur í ljós skort á atorku og sálar- styrk, sérdrægni og kaldlyndi. Óeðlilega þroskaður Venus- vöðvi ber vitni um ótryggð, tortryggni, daðurgirni og létt- úð. Hrukkulaus Venusarvöðvi merkir skírlífi, kulda og kæru- leysi gagnvart ástinni og oft Fr.h. á bls. 36 Grófar og frumstæðar hend- ur hafa einfaldar og slójar manneskjur, sem eru gjör- sneyddar ínvyndunarafli. Heimspekilega handlagið vitnar um viljafestu, ná- kvæmni og sterka dóm- greind. Ástríðu- og sálræna hand- lagið er dæmigert fyrir þá, sem hafa áhuga á dulrænum fræðum. Listræna handlagið vitnar um. hégómagirni, sjálfselsku og yfirdrepsskap. Spaðalöguð hönd er dæmi- gerð fyrir gáfað og trygg- lynt fólk. Handlag hinna hagkvæmu vitnar um skyldurækni, at- hafnasemi og framsýni, en skort á ímyndunarafli. FALKINN 15

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.