Fálkinn


Fálkinn - 24.01.1962, Qupperneq 17

Fálkinn - 24.01.1962, Qupperneq 17
fræði við Cambridge-háskólann. Hann lét setja á laggirnar nefnd, sem í fimm ár rannsakaði brunarústir Borley-prest- setursins. í rústunum gerðust, meðan rannsóknin stóð yfir, oft merkilegir og óskýranlegir atburðir. Eftir að síra Foy- ster og fjölskylda hans fluttu úr hús- inu, leigði Harry Price, sem áður var nefndur, Borley í eitt ár, og á þeim tíma bjuggu um 100 manns í húsinu og skrif- uðu niður það, sem þau sáu. Þetta var alls konar fólk, bæði háskólagengið og ómenntað. Og hér á eftir kemur þá loks sagan, eins og hún er talin réttust: ★ erragarðurinn Borley Hall var árið 1667 eign aðalsættarinnar Wald- grave og undir höllina heyrði Borley- prestsetrið. Hinn ungi Sir Charles Walde- grave hittir í klaustri í Frakklandi ungt nunnuefni, Marie eða Mary Lairre. Þau verða ofsalega ástfangin hvort af öðru, en Marie krefst leynilegs hjú- skapar, þar til þau sigla nótt eina í niðamyrkri og slæmu veðri yfir Ermar- sundið til Englands. Hinni ungu brúði er komið fyrir í Borley-prestsetrinu. Sögulegar rannsóknir hafa leitt í ljós, að prestsetrið hefur á þessum tíma stað- ið autt og ónotað. Hinn ungi Charles þorir ekki að segja föður sínum frá þessum leynilega hjú- skap sínum og biður Mary að hafa bið- lund og þolinmæði í nokkurn tíma. Hann heimsækir hana á laun þegar tækifæri gefast, — í fyrstu mjög oft, en síðan tekur að líða lengri og lengri tími milli heimsóknanna. Á meðan verður hin unga nunna að lifa ein í þessu stóra húsi, kvalin af einmanakennd, nagandi samvizkubiti vegna trúar sinnar og síðast en ekki sízt eilífri þrá eftir elskhuga sínum. Hún er algjörlega einangruð frá umheimin- um, engan grunar að hún sé til. Faðir Sfr Charles hefur útvegað syni sínum virðulegt og göfugt kvonfang, að sjálfsögðu af aðalsætt. Með giftingunni mun hinum unga aðalsmanni opnast all- ar gáttir glæslegrar framtíðar við hirð- ina. Sir Charles, sem veit ekki sitt rjúk- andi ráð, tekur loks örvæntingarfulla ákvörðun. Meðan þau eru tvö ein við fiöktandi Ijós iýsislampans gerist hið óumflýj- anlega. Ökumennirnir heyra örvæntingaróp. Kvöld nokkurt ekur hann sínum stóra skrautvagni til prestsetursins. Sir Char- les ógnar ökumönnum sínum með svo- látandi orðum: — Ef þið segið nokkurn tíma nokkr- um manni, það, sem þið kunnið að sjá hér í kvöld, mun það kosta ykkur höf- uðin! Síðan gengur hann inn í húsið. Marie flýgur í faðm hans og ræður sér vart fyrir feginleika og sælu. í heil- an mánuð hefur hún verið alein í þessu stóra og skuggalega húsi. — í þetta sinn verður þú lengi, er það ekki? segir hún við hann. — Jú, mjög lengi. Þú munt aldrei framar þurfa að sakna mín. Og meðan þau eru tvö ein við flökt- andi ljós lýsislampans, gerist hið óum- flýjanlega. Ökumennirnir tveir heyra sömu ör- væntingarópin og séra Foyster heyrði dag nokkurn í anddyrinu: — Nei, vertu miskunnsamur! Hlífðu mér, gerðu það ekki, Charles, gerðu það ekki . . . ★ annig hljóðar sagan um nunnuna í Borley og hin grimmilegu örlög hennar. Það hefur kostað mikla fyrir- höfn og rannsóknir að grafa hana upp, en það væri synd að segja, að það erfiði hefði verið á sig lagt að ástæðulausu. Leifar beingrindarinnar, sem fundust I brunninum, voru jarðsettar í kirkju- garðinum og sóknarpresturinn las ka- þólska messu við gröfina. En eftir sem áður var reimt í Borley, enda þótt menn hvorki heyrðu nunnuna né sæju. Árið 1938 var prestsetrið keypt af skipstjóra nokkrum, W. H. Gregson að nafni, en hann fékk ekki að njóta eign- ar sinnar lengi, því að Borley brann nokkrum mánuðum eftir að hann tók við því. Sagt er, að þannig hafi kviknað í hús- inu, að nokkrar bækur hafi sjálfar flog- ið út úr bókahillunum að brennandi glæolíulampa. Eldurinn breiddist út á örskammri stundu. Nokkrir áheyrenda vildu meina, að þeir hefðu séð unga Frh. á bls. 30 FÁLKINN 17

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.