Fálkinn


Fálkinn - 24.01.1962, Qupperneq 18

Fálkinn - 24.01.1962, Qupperneq 18
< Meðan hann vann að bví öll- um árum að fá orðu, geroist ýmislegt, sem hann fékk aldrei að vita um. . . Til eru þeir menn sem frá fæðingu eiga aðeins eina köllun, menn, sem frá því þeir fara að hugsa og tala eiga að- eins eina ósk. Frá því í bernsku hafði Sacrament átt aðeins eina ósk: að fá orðu. Þegar hann var lítill hljóp hann um með pjáturorðu á brjóstinu. Og þegar hann gekk með mömmu sinni á götunni þandi hann út brjóstið, svo að pjáturorðan og rauða bandið sæist. Honum sóttist námið treglega og hann féll á stúdentsprófinu. Eftir það vissi hann ekki hvað hann átti af sér að gera. Og svo kvæntist hann fallegri stúlku af því að hann var efnaður. Þau bjuggu í París og lifðu lífi efn- aðra borgara, umgengust jafningja sína og voru hreykin af því að vera í kunn- ingsskap við þingmann, sem gat orðið ráðherra. En æskuhugsjón Sacraments hafði ekki kulnað með árunum og hann þjáðist stöðugt af því að mega ekki bera lítið litað band í frakkahneppslunni sinni. í hvert skipti sem hann mætti manni, sem hafði orðu, á götunni, fékk hann sting í hjartað. Með innibyrgðri afbrýði- semi gekk hann til hliðar og gaf hinu skreytta hnappagati hornauga. Og stundum, þegar honum leiddist, fór hann að telja hve mörgum hann mætti með örðu. Hann sagði þá við sjálfan sig: Látum okkur nú sjá, hvað mörgum ég mæti með orðu frá Madaleine-kirkjunni að Rue Dronot. Og hann gekk hægt og skoðaði alla frakka með ýtrustu nákvæmni. Og loks var hann orðinn svo æfður í þessu, að hann gat á löngu færi komið auga á litla, rauða bandið. Þegar hann hafði lokið skemmtigöngu sinni var hann undrandi á því, hve mörgum hann hafði mætt með orðu. — Seytján riddarar! En hvað það er heimskulegt að fara svona gálauslega með orðu heiðursfylkingarinnar. Og máske mæti ég jafnmörgum á heimleið- inni. Svo gekk hann jafnhægt heimleiðis og var óhuggandi ef fólksstraumurinn var svo þéttur, að hann gat ekki séð alla sem hann mætti. Hann vissi í hvaða borgarhluta þeir SMÁSAGA RÐAN » FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.