Fálkinn


Fálkinn - 24.01.1962, Qupperneq 19

Fálkinn - 24.01.1962, Qupperneq 19
EFTIR GUY DE MAUPASSANT bjuggu flestir. Það var fjöldinn allur af þeim í kringum Palais Royal. Það voru naumast eins margir við Avenue I l’Opera eins og við Rue de la Paix. Og fleiri bjuggu hægra megin við torgið en vinstra megin. Það leit líka út fyrir að mennirnir með orðurnar héldu sig einkum á viss- um kaffihúsum og sérstökum leikhús- um. í hvert skipti sem Sacrament kom auga á hóp gráhærðra öldunga, sem stóðu í hnapp á miðri götunni og stöðv- uðu umferðina, sagði hann við sjálfan sig: — Þetta eru riddarar af heiðurs- fylkingunni! Og hann langaði til þess að heilsa þeim í auðmýkt. Hann hafði oft veitt því eftirtekt, að liðsforingjar af heiðursfylkingunni báru sig öðruvísi en riddarar af heið- ursfylkingunni. Þeir bera höfuðið öðru- vísi. Þeir finna að þeir njóta meiri virð- ingar en hinir. Stundum gat Sacrament orðið mjög æstur, og þá hafði hann horn í síðu allra sem báru orðu. Þegar hann kom heim var hann rjóður í kinnum af vonzku og hann var eins og hungraður betlari sem hefur staðið úti fyrir kjöt- búðarglugga með alls kyns kræsingum. Þá hrópaði hann fokvondur: — Ham- ingjan má vita hvað við verðum lengi að búa við þetta stjórnarfar. Kona hans spurði hann undrandi: — Hvað er nú að þér í dag? Hann svaraði: — Það er það, að ég er reiður yfir öllu því óréttlæti, sem maður er sjónar- og heyrnarvottur að. En hvað kommúnardarnir höfðu á réttu að standa. En þegar hann var búinn að borða, fór hann út aftur og staðnæmdist fyrir utan búðarglugga, þar sem orður voru seldar. Hann athugaði lengi hina alla- vega litu krossa og stjörnur og, hann vildi helzt eiga þær allar. En það voru því miður engar líkur til þess að hann fengi orðu. Hann sagði við sjálfan sig: — Það er allt of erfitt fyrir mann sem ekki hefur neitt embætti að vera með- limur heiðursfylkingarinnar, en hvern- ig væri að reyna að verða heiðursdokt- or. En hann vissi ekki hvernig hann ætti að fara að því og hann talaði um það við konu sína sem varð mjög undr- andi. — Vilt þú fá orðu? Hvað hefur þú unnið til þess að fá orðu? Hann varð reiður. — Hamingjan góða! Reyndu nú að skilja það sem ég segi. Ég er einmitt að hugsa um hvað ég eigi að gera til þess að verðskulda hana. Þú ert stundum svo lengi að skilja. Hún brosti. — Já, nú skil ég. Þú hef- ur á réttu að standa. En ég veit samt ekki, hvað þú átt að gera. Honum datt snjallræði í hug. — Heldurðu ekki að þú getir minnst á það við Rosselin. Hann er þingmaður og hlýtur að geta gefið þér góð ráð. Þú hlýtur að skilja, að ég get ekki talað um það að fyrra bragði. En það er ekki nema eðlilegt að þú talir um það. Frú Sacrament gerði eins og maður hennar bað hana og Rosselin lofaði að tala við ráðherrana. Upp frá þeirri stundu lét Sacrament hann ekki hafa stundlegan frið. Það endaði með því að þingmaðurinn sagði honum, að hann yrði að senda inn umsókn og telja upp afrek sín. Afrek! Það vantaði nú bara! Hann hafði sem sagt engu afrekað. Hann var ekki einu sinni stúdent. En hann sá, að þetta var nauðsyn- legt og ákvað að skrifa ritgerð um rétt lýðsins til almennrar menntunar. En af því að hann hafði engan skilning á viðfangsefninu, varð hann að hætta við hálfnað verk. Hann fór að leita sér að léttara viðfangsefni, til þess að vinna að. Hann lét prenta ritgerð sína og sendi hverjum þingmanni eitt eintak og hverjum ráðherra tíu. Forsetanum sendi hann fimmtíu eintök og hvert Parísarblaðið fékk tíu eintök. Ritgerð hans vakti enga athygli. Samt sem áð- ur sendi hann umsóknina og fékk það svar að málið yrði rannsakað. Hann þóttist viss um sigurinn, en það kom ekkert svar. Svo ákvað hann að láta skríða til skarar. Hann sótti um áheyrn hjá menntamálaráðherranum, en náði að- eins tali af skrifstofuþjóni, sem full- vissaði hann um að málið væri vel á veg komið og ráðlagði honum að skrifa fleiri ritgerðir. Frh. á bls. 30.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.