Fálkinn


Fálkinn - 24.01.1962, Qupperneq 20

Fálkinn - 24.01.1962, Qupperneq 20
„Jörðin er flöt eins og pönnukaka,“ segir Enarus Montanus. Enarus Mont- anus er ungur skólapiltur, sem upp- fræddur hefur verið í Skálholti, og getur vart talað á öðru tungumáli en látínu. Og hið eina, sem honum þykir vera við sitt hæfi er að disputera. En- arus hét bara Einar áður en hann fór í Skálholt. Hann átti heima að Brekku á Álftanesi og þess vegna leyfir hann sér að kalla sig Montanus, en mons á latínu þýðir fjall og jafnan hreykir heimskur sér hátt og getur þá státað af því að líta niður á lýðinn. En nokk- urrar útskýringar er þörf. Fálkinn brá sér einn dag niður í Iðnó. Þar var ungt fólk, nánar tiltekið menntaskólanemar, að æfa leikrit, sem sýna skal á Herra- nótt. Herranótt er alltaf einu sinni á vetri, en nafnið er nú ekki lengur óspjall- að. Stúlkurnar eru komnar í spilið. ★ Með leikjum skólapilta hefst saga ís- lenzkrar leiklistar. í Skálholti var sá siður með piltum, að halda svokallaða herranótt. Var hún haldin á haustin. Nemendur skipuðu sér í viðhafnarstöð- ur, en sá, sem fyrir biskupskjöri varð, hélt svo prédikun, Skraparotsprédikun. Prédikun þessi var gamansöm, en þó skýrlega hugsuð Talið er, að nokkurra áhrifa gæti í hinum fyrstu íslenzku leik- ritum frá Skraparotsprédikun. En full- víst er, að hinir fyrstu sjónleikir á ís- landi eru runnir frá þessum sið, því að snemma tóku skólapiltar að sýna sjónleiki á herranótt, í stað þess að flytja Skraparotsprédikun og skipa sér í mannvirðingarstöður. Lýsing á herra- nótt er samt ekki til fyrr en skólinn í Skálholti flytzt til Reykjavíkur. Meðal fyrstu leikritanna, sem leikin voru á herranótt í Reykjavík, má nefna Bjarg- launin eftir Gair Jónsson Vídalín og Slaður og trúgirni, comediu í þremur flokkum eftir Sigurð Pétursson. Það leikrit fékk seinna nafnið Hrólfur. Ef til eru nokkrir, sem ekki gera sér grein fyrir nafninu Herranótt, þá skilst nafn- giftin, ef menn íhuga, að fyrrum léku aðeins piltar. ★ Leikrit það, sem menntaskólanemar munu leika í vetur, er eftir Holberg. Þetta er hinn kunni leikur Erasmus Montanus. Leikurinn er þýddur og stað- færður af Lárusi Sigurbjörnssyni. Eras- mus heitir í þýðingu hans Enarus, en sjálfur leikurinn gerist á Álftanesi, um miðja 18. öld. Enarus alias Einar frá Brekku, er ungur piltur, uppfullur af nýjum lærdómskenningum, sem koll- varpa allri lífsfílósófíu hins einfalda fólks, er býr þarna á flatneskjunni. Á Álftanesinu býr um þessar mundir fólk, sem hugsar smátt eins og fólk 2 öldum seinna á Seltjarnarnesi, og það getur ekki sætt sig við þá tiihugsun, að jörð- in sé hnöttótt og snúist í kringum sól- ina. Miðpunktur heimsins er Álftanesið. Lærðasti maðurinn þar um slóðir er djákninn, sem getur sungið tónstigann með ýmsum tilbrigðum. Og djákninn kann latínu miklu betur en sjálfur stúd- entinn, Enarus. Pétur djákni er leikinn af Friðriki Sóphussyni, en hinn spaki stúdent, Enarus Montanus, af Andrési Indriðasyni. Enarus er sonur hjónanna að Brekku, Jóseps og Niljónu, sem köll- uð eru Seppi og Nilla. Þau hjónin eru leikin af Stefáni Benediktssyni og Helgu Gunnarsdóttur. Hjónakorn þessi eiga annan son. einfeldning, sem þéra verð- ur eldri bróður sinn. Nefnist hann Jakob og er leikinn af Gunnlaugi Baldurssyni. Lítið púður væri í leik þessum, ef þar kæmi ekki við sögu ríkur og drýldinn JORÐIN .. ER FLOT EINS OG PÖNNU KAKA

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.