Fálkinn


Fálkinn - 24.01.1962, Blaðsíða 23

Fálkinn - 24.01.1962, Blaðsíða 23
sagði hann, en röddin var langt því í'rá eins örugg og áður. — Ég elskaði móður þína. Ég elskaði hana frá því að ég sá hana fyrst. Það var ekki fyrr en siðar sem ég fékk að vita að hún hafði satt að segja verið neydd til þess að giftast mér. ... til þess að koma í veg fyrir að maður, sem ekki var í samræmi við Þá framtíð, sem Eckert apótekari hafði ætlað dóttur sinni, fengi að eiga hana. Julian stundi þungan. Allan tímann meðan hann talaði hafði hann ýmist kreppt eða losað sundur hnefana. Hann titraði eilítið. Wolfgang opnaði munn- inn til þess að segja eitthvað, en þegar hann leit framan í föður sinn, þá þagði hann. — En það er eitt enn. — Þegar Julian hóf aftur máls var eins og hvert orð ylli honum sársauka. — Það er engin ástæða til þess að leyna því lengur. Móðir þín. . . . móðir þín sveik mig, Wolfgang. Þetta kom eins og reiðarslag yfir Wolfgang. Skyndilega sá hann andlit móðurinnar fyrir sér, heyrði djúpa og rólega rödd hennar og sá hryggðina í augum hennar. Hann var ráðvilltur. — Er það í raun og veru satt, pabbi? Julian starði á hann. Varir hans voru þurrar og hann hreyfði þær oft áður en hann talaði: — Hvort það er satt hreytti hann loks út úr sér. — í átján ár hef ég haft sönnun þess fyrir augunum á mér. í átján ár hef ég ekki sagt eitt einasta orð við nokkra lifandi mann- eskju. Ég hef varðveitt leyndarmálið með sjálfum mér. Veslings barnið á jú enga sök á þessu. Og ég vildi ekki að hún þyrfti að líða fyrir það. í átján ár hef ég verið Doris sem faðir. En ég er það ekki. ★ Á Gulleyjunni lék hljómsveitin, það small í korktöppum hjá þjónunum og kliður og hlátrasköll fylltu salinn ... Þetta kvöld voru öll borð setin. Yfir- gnæfandi meirihluti gestanna voru stúdentar og gestir þeirra. Prins Hohenperch sat einn við sitt fasta borð með vínglas fyrir framan sig. Hann setti upp einglirnið og leit í kringum sig og öðru hverju kinkaði hann kolli sem merki þess, að hann hefði komið auga á einhvern sem hann þekkti. Hohenperch prins þekkti alla íbúa Túbingen og allir íbúar Túbingen þekktu hann. Allan tímann var hann með hugann við Bettinu og það sem Cecilia hafði sagt honum. Ævintýraleg saga, næstum ótrúleg. Fyrst datt honum í hug, að gamla jómfrúin hefði misst vitið, en því lengur sem hann hugsaði um málið þá fór það smátt og smátt að renna upp fyrir honum, að þetta væri ekki óhugsandi. Einu sinni — aðeins einu sinni eftir að Bettina giftist Julian Brandt — hafði hún verið hjá honum. Framhald á bls. 32 FÁLKINN 23

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.